Þá er komið að 23 umferðinni. Leikur okkar er gegn Newcastle á heimavelli. Eins og flestir muna skellti Newcastle okkur fyrir jól á heimavelli sínum 3-1. Staðan er örlítið breytt frá því sem var. Fyrir þann leik höfðu Newcastle unnið 5 af 6 leikjum sínum í deildinni. Nú hinsvegar hefur Newcastle aðeins unnið 1 af síðustu 6 leikjum sínum í öllum keppnum (leikinn gegn okkur). En við erum svosem lítið betur settir þannig séð. Við höfum einnig aðeins unnið tvo leiki af síðustu 6 í öllum keppnum. En það sem skiptir öllu máli nú er að við erum að spila á heimavelli. Þar höfum við unnið 11 af síðustu 12 leikjum. Við höfum unnið Newcastle nú í þrjú ár í röð á WHL. Við höfum nú að mínu mati töluvert sterkari hóp en við höfðum gegn þeim fyrir jól, þar sem nokkrir mikilvægir leikmenn eru stignir upp úr meiðslum frá þeim tíma. En að sama skapi hafa þeir einnig verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum upp á síðkastið. Þannig að heilt yfir þá held ég að það verði heimavöllurinn sem skili okkur sigri.
Liðið
-----------------Robbo----------------
Chimb.------Daws-----Davenport----Ekotto
Lennon------THUDD----Zokora-------Steed
------------Keane----Berbatov----------
Þeir sem eru spurningamerki eru: Ekotto, Zokora og Keane. Annað held ég að sé nokkuð borðleggjandi. Ég reyndar held að Lee spili leikinn, en ég ætla samt setja Ekotto þarna. Ég skal þó hlífa ykkur við fyrirlestrinum um ágæti Ekotto í þetta skiptið. Ég er kannski ekkert 100% á því að THUDD spili leikinn. Það er svona glæta að Tainio komi inn fyrir hann og spili með Zokora. En mér finnst líklegra að Tainio berjist við Zokora um sætið við hlið THUDD. Það er heldur ekkert víst að Keane spili frammi með Berbatov. Það er allt eins líklegt og kannski eðlilegra að Defoe spili leikinn. En ég hef einhvernveginn það á tilfinningunni að Keane muni spila leikinn. Svo eru King, Jenas og Stalteri meiddir og Mido er tæpur.
Það gætir svolítils óöryggis í öftustu víglínu hjá okkur. Allavega finnst mér síðustu tveir leikir einkennast af óöryggi og þ.a.l mistökum í öftustu víglínunni. Fjarvera King er eðlilegasta skýringin á því. Ég á því ekki von á að við náum að halda hreinu í þessum leik. Það er með ólíkindum að við hljótum þann vafasama heiður að vera það lið í deildinni sem hefur spilað flesta leiki í röð án þess að halda hreinu. Það eru komnir 12 leikir í röð sem við höfum fengið á okkur mark. Það mun ekkert ergja mig neitt ógurlega ef við fáum á okkur mark svo lengi sem við skorum fleirri mörk en við fáum á okkur. Því spái ég leiknum 2-1.
Dómari leiksins verður Stve Bennett.
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli