fimmtudagur, desember 28, 2006

Tottenham - Liverpool



Tottenham - Liverpool

Laugardaginn 30 Des kl 15:00 á WHL (Í opinni dagskrá á skjá einum)


Liverpool
Liverpool var stofnað árið 1892. Það kom þannig til að Everton hafði leikið sína leiki á Anfield. Árið 1891 keypti maður að nafni John Houlding Anfield. Hann ákvað að hækka leiguna á vellinum úr 100 pundum í 250 pund á ári. Þetta sættu Evertonmenn sig ekki við og fóru af Anfield. Nú þurfti J.H að finna leið til að gera fjárfestingu sína arðbæra og í mars 1982 stofnaði hann liðið Liverpool.

Liverpool var fljótt að festa sig í sessi sem eitt af stóru liðunum á Englandi. Þeir unnu deildina 1901, 1906.1922 og 1923. Eftir titilinn 1923 tók hinsvegar við lengsta þurrðartímabil í sögu Liverpool. Það unnust engir titlar á næstu rúmlega tveimur áratugum. Það var svo 1947 sem þeir unnu deildina aftur. En 7 árum síðar voru þeir fallnir um deild. Árin 1954-59 var liðið að strögla í annari deild. Árið 1959 tók svo við liðinu maður sem haldinn er í dýrlingatölu á Anfield. Þegar Bill Shankly tók við liðinu ákvað hann að endurbyggja liðið nánast frá grunni. Eftir mögur ár á undann hóf Shankly mesta gullaldartímabil sem sögur fara af í fótboltaheiminum. Næstu þrjátíu ár vann Liverpool 13 deildarmeistaratitla og fjöldann allann af öðrum dollum. Stytta Bill Shankley stendur fyrir utan Anfield til minningar um upphafsmann glory tímabilsins. Eftir að Shankly lét af störfum árið 1974 tók aðstoðarmaður hans Bob Paisley við stjórastöðunni. Paisley átti eftir að verða sigursælasti stjórinn í sögu Liverpool og þó víðar væri leitað. Á þeim 9 tímabilum sem hann sat við stjórastöðuna hjá þeim vann hann 21 bikar með Liverpool. Það var ekki fyrr en í lok níunda áratugsins sem gullaldartímabilið hjaðnaði. Tíundi áratugurinn (ekki meðtalið tímabilið 89-90) var svo ákveðið sjokk fyrir stuðningsmennina sem sumir höfðu ekki þekkt annað en að vinna titla á hverju ári. Aðeins 2 bikartitlar unnust á þessum áratugi. Þrátt fyrir að vera sigursælasta lið Englands eru stuðningsmenn margir hverjir ekki sáttir með að hafa enn ekki unnið úrvalsdeildina. En hlutirnir hafa gengið vel eftir tíunda áratuginn. Þeir hafa frá árinu 2000 unnið meistaradeildina og 4 sinnum unnið bikarkeppni, unnið UEFA Cup einusinni, unnið UEFA super cup tvisvar og góðgerðaskjöldin tvisvar.

Það er nú varla hægt að minnast á sögu Liverpool án þess að koma inn á tvær hörmungar sem dunið hafa á félagið. Hillsborough- og Heyselhörmungarnar. Ég læt það þó gott heita að segtja linka með þessum hörmungum.

Heysel (upprifjun á atburðunum fyrir leik LFC og Juve 2005)
Hillsborough

Ég veit að poolarar finnast ég vera að fara á alltof miklu hundavaði yfir söguna.

Leikurinn

Liverpool hefur verið að strögla í deildinni í byrjun tímabils rétt eins og Spurs. Þeir sitja í sjötta sæti með 34 stig. Ef okkur tekst að vinna þá með 7 marka mun munum við hafa sætaskipti við þá (er ekki allt hægt í fótbollta?). Liverpool hefur annað sammerkt með okkur er varðar lélegan árangur. Þeir hafa verið hörmulegir á útivelli, með tveimur undantekningum þó. Það virtist vera að þeir væru að hrökkva í fluggír eftir að hafa unnið tvo leiki á útivelli í röð með samtals 7 mörkum gegn engu um jólin, en Blackburn tókst hinsvegar að sigra þá á heimavelli sínum í síðustu umferð. Þeir hafa aðeins unnið tvo af 10 útileikjum sínum í deildinni, og aðeins hlotið 8 stig af 30 mögulegum. Síðustu sex viðureignir liðana eru þó Liverpool í hag. Við höfum aðeins unnið einn af þessum 6 leikjum, en Liverpool 2. Mönnum er líklega enn í fersku minni tapið gegn Liverpool þann 23 sept. síðastliðinn þegar við steinlágum á Anfield 3-0. Það voru Kuyt, Gonzalez og Rise sem skoruðu mörk leiksins. Hér er það sem skrifað var á Spursaranum eftir leik.

Það er ekki bara slakt gengi Liverpool á útivelli í vetur sem gefur okkur von um sigur í þessum leik. Tottenham hefur nú unnið 12 leiki í röð á heimavelli. Við erum reyndar á barmi þess að setja félagsmet hvað þetta varðar. Síðustu heimaleikir hafa reyndar ekki gefið góð fyrirheit. Við rétt mörðum Southend í framlengdum leik heima í þarsíðasta leik og mörðum Villa með naumindum í síðustu umferð á WHL. Það er nokkuð ljóst að heimavöllurinn er ekki eins sterkt vopn þegar leikmenn eru örþreyttir. Það á líklega eftir að skera úr um úrslit leiksins hvort liðið mætir minna þreytt í leikinn. Mér fannst ég merkja mikla þreytu bæði í Dawson og Chimbonda í síðasta leik okkar, sem er auðvitað eðlilegt. En auðvitað eru bæði lið að spila jafn stíft prógram.

Liðin

Spurs
----------------Robinson------------
Chimbonda---Dawson----King----Ekotto
Ghaly-------THUDD-----Zokora---Steed
------------Defoe-----Berbatov------

Ég er að spá í að hætta með röflið um að það sé nánast ómögulegt að spá til um liðskipan vegna leikjaálags. Það virðist ekki vera neitt atriði. Annað hvort eru menn í einhverju súperdúper formi og þurfa ekkert að hvíla sig eða þá að Jol ætli að láta menn harka þetta af sér. Þetta er að mínu viti okkar sterkasta lið eins og staðan er í dag. Hinsvegar ef Lennon nær að standast læknisprófið fyrir leik mun hann koma inn í liðið fyrir Ghaly. Aðrir leikmenn sem ná líklega ekki leiknum eru Mido, Keane, Jenas, Tainio, Davids og Stalteri.

Liverpool
--------------Reyna----------------
Finnan---Agger---Carrager----Rise
Pennant--Alonso--Gerrard----Gonzalez
-------Crouch----Bellamy----------

Nú veit ég það aðeins að þessir leikmenn eru heilir. Ég veit í raun lítið annað um Liverpoolleikmennina. Ég hef ekkert horft á Liverpool nýlega og veit ekkert hverjir eru heitir og hverjir ekki. Þannig að ég er ekki maðurinn til að tippa á lið Liverpool. Þeir leikmenn sem eru meiddir hjá Liverpool eru Zenden, Kewell og Sissoko.

Mín spá
Þetta verður auðvitað erfiður leikur. Jafntefli er lágmarkskrafan í þessum leik. Ég spái hinsvegar að við vinnum leikinn. Ég ætla ekki að gera mér neinar einustu vonir um að við náum að halda hreinu enda er það eitthvað sem gerist bara ekki hjá okkur. Ég spái þessu því 2-1 fyrir Spurs!

Coys!!!!

Update
*Dómari leiksins verður Mark Halsey, sá hinn sami og dæmdi leik Spurs gegn Boro fyrr í þessum mánuði.
*Ef við skorum mark í leiknum verður það mark nr. 450 sem Spurs skorar á WHL í PL.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonum sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér í spánni. Það er einhver óstöðugleiki í gangi hjá Liverpool en þeir geta átt það til að smella í gang. Vonum að slíkt gerist ekki á WHL á laugardaginn.
Takk fyrir upphitunina.

Nafnlaus sagði...

við þurfum reyndar "bara" að vinna þá með 7 marka mun, en ekki 13 til að fara upp fyrir þá :) Það er e.t.v. ekkert óraunhæft miðað við formið á Defoe!:)

Deepak Gopi sagði...

Hi From India :):)
Happy new year

Sicknote sagði...

Óþekktur (1) Spáin mun ganga eftir! Verði þér að góðu

Óþekktur (2)hehe stærfræðin eitthvað að stríða mér. Laga þetta ;)

Sicknote sagði...

Þakka þér fyrir og sömuleiðis Deepak Gopi. Greinilegt að hróður síðunar berst víða :)

Nafnlaus sagði...

Þetta verður steindautt jafntefli. 0-0

Leikur hinna horfnu marktækifæra

kveðja kiddi magg
Liverpool

Nafnlaus sagði...

já þessi er ansi sleipur íslensku.
Auðvitað bíður þín heims yfirráð með þessari síðu.