Nú er heppnin með leikmönnum Spurs. Þeir fá tækifæri til að bæta upp fyrir tapið gegn Arsenal aðeins þremur dögum eftir tapið. Við erum á heimavelli og þar erum við að hirða stigin. Við mætum Middlesbrough sem er lið sem ég hef alltaf óttast mikið. Þeir eiga oft í miklum vandræðum með lakari lið deildarinnar en hafa margoft tekið uppá því að vinna stærstu og bestu liðin og það jafnvel á útivelli, svo hafa þeir auðvita líka skíttapað fyrir þessum liðum. Maður veit aldrei hvar maður hefur þetta lið. Ég hef það alltaf á tilfinningunni að Middlesbrough gæti unnið hvaða lið sem er í heiminum en á sama tíma hefur maður það líka á tilfinningunni að utandeildarlið gætu tekið upp á því að sigra þá. Ég hef hinsvegar fulla trú á að leikmenn okkar skammist sín eftir leikinn gegn Arsenal og muni sjá til þess að umræðan næstu dagana snúist um sigurinn gegn Boro. Ég get bara með engu móti séð annað fyrir mér en sigur í þessum leik. Maður á aldrei að bóka sigur fyrirfram, sérstaklega ekki gegn Boro. Ég ætla þó að gera undantekningu núna og bóka sigurinn.
Liðið
-------------Robbo--------------
Chimb.---Daws----King----Ekotto
Lennon--THUDD----Jenas---Steed
---------Defoe---Berbatov
Þeir leikmenn sem ég tel örugga inn í liðið eru Robbo, Chimbonda, Daws, King, THUDD og Defoe. Ekotto er smá spurningamerki. Hann var án efa sá allra lélegasti á móti Arsenal. Lee gæti allt eins verið valinn í hans stað í þessum leik. Hinsvegar hefur Ekotto spilað ágætlega þetta tímabilið og fékk mjög skýr skilaboð á móti Arsenal að spilamennska hans hafi ekki verið ásættanleg. Lennon er ekki öruggur inn á þeim forsendum að við þurfum að passa upp á að ofkeyra ekki leikmennina. Það má vel vera að Jenas fari á hægri kanntinn í stað Lennons. Jenas er hinsvegar nýstiginn upp úr meiðslum og spurning hvort Jol vilji láta líða svo stutt á milli leikja hjá honum. Af sömu ástæðu og ég er ekki viss um Lennon er ég ekki viss um Zokora. Hann er búinn að spila ansi marga leiki í röð og ansi margir leikir framundann. Þess vegna treysti ég mér engann veginn til að segja til um hvort Davids, Zokora, Jenas, Lennon, Steed, Tainio eða Murphy fái að spila þessar þrjár stöður á miðjunni. Ég ætla að tippa á að Berbatov sé svona nokkuð öruggur inn. Mido er meiddur þannig að ekki mun hann leysa hann af. Þá er úr ansi litlu að velja.
En eins og ég segi er ansi erfitt að spá um byrjunarliðið. Jol verður bara að meta hvern og einn leikmann til að hætta ekki á álagsmeiðsli.
Eins og ég segi er ég 100% öruggur á sigri. Ég spái leiknum 3-0.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góðir punktar. Ég verð meira en svekktur með liðið ef við töpum þessum leik. Ég vill sjá góðan sannfærandi sigur, en svo byrjar maður að pæla, getum við farið að vinna á útivelli líka?
Held við komum tilbaka og vinnum þetta 2-0 .. vinnum Boro alltaf heima 2-0...!!! Defoe og sjálfsmark.
Defoe og Berbi byrja frammi ... Jenas er sem betur fer meiddur og spilar ekki. Vill sjá Hudd og Davids byrja á miðjunni .. Lennon hægra megin, Steed vinsta megin. Svo mætti alveg skipta Ekotto út fyrir Lee !! Aðeins svona til að koma Ekotto á tærnar aftur.
En það er á hreinu að liðið verður að fara að vakna til lífsins .. Að spila fantavel í 1 af hverjum 3 eða 4 leikjum er óviðunandi.
Koma svo Spurs ...
Þó að maður sé fúll eftir helgina, þá er maður nú einu sinni Spurs fan út í rauðan dauðann og maður hefur nú séð það svartara en þetta !!!
Leiðin getur bara legið uppávið ... svo það er undir leikmönnunum 75 % og M.Jol 25 % að ná að snúa taflinu við og fara að spila eins og lið.
Spurs 4Ever.
Skrifa ummæli