Ég hef ekki rætt slúður hérna í háa herrans tíð og tími til kominn núna. Það hefur margt gerst í slúðurheiminum síðustu daga og vikur. Mér finnst alltaf gaman að ræða slúður og spá í því. Við skulum samt ekki missa sjónar af því að þetta er slúður.
Mér langar að byrja á Aston Villa. Þá er ég ekki að tala um atvikið þar sem Defoe át næstum hanlegginn af einum leikmanninum heldur slúður um leikmannakaup. Í byrjun mánaðarins bárust slúðurfregnir um hugsanleg kaup Villa á J.Defoe. Ég set linkinn hér með fréttinni. Nú stuttu seinna segist O'Neill ætla að kaupa Robbie Keane, linkur hér. Ég veit eiginlega ekki hvað málið er með þetta. Við erum hvorki að fara selja Keane né Defoe í janúar, það er bara þannig. Þannig að ég sef alveg rólegur yfir þessu slúðri.
Svo var verið að bendla Shaun Wright-Phillips við okkur í janúar. Þetta gæti orðið spennandi kaup. Pælið í því að hafa Lennon og SWP á köntunum! Við gætum næstum bókað mark úr hverri skyndisókninni. Defoe, Lennon og SWP væri náttúrulega hraði sem myndi kveikja martraðir hjá hvaða vörn sem er. En ég tel litlar sem engar líkur á að SWP komi. Chelsea kom því ágætlega til skila í sumar með sölunni á Duff að þeir eru ekki að selja leikmenn sína til nágrannaliða. Ég er heldur ekkert viss um að SWP myndi vilja standa í skugganum á Lennon þegar hann gæti orðið aðalmaðurinn hjá flestum öðrum liðum.
Svo er það það nýjasta. Beckham á leiðinni? Ég stórlega efast um það. Ég hefði ekkert á móti því að fá Beckham, alls ekki. Okkur vantar almennilegann sókndjarfann miðjumann og Beckham hefur staðið sig mjög vel sem slíkur. Tainio getur spilað þá stöðu í fjarververu Jenas en hann er bara of mikill meiðslakall. Okkur veitir heldur ekki af einum svona leikmanni sem getur dreift spilinu með hnitmiðuðum sendingum eftir brotthvarf Carrick. Ég held hinsvegar að Spurs sé ekki í meistaradeild og rekur harða launastefnu. Ég hef meiri trú á að hann fari til Ítalíu, USA eða verði áfram á Spáni.
Svo er eitt sem ég vill vellta upp hérna í lokinn sem er ekki slúðurtengt. Ég vill prufa að hafa Lennon á vinstri kannti og Jenas á hægri á meðan við bíðum eftir Steed. Jenas fannst mér sýna sínar bestu hliðar í fjarveru Lennons á hægrikanntinum fyrr í vetur. Lennon getur spilað með mikilum ágætum á vinstrikanntinum. Ég er ekki að staðhæfa að það sé rétta leiðin en mér finnst á það reynandi. Þá erum við með almennilegann sóknarþunga á báðum könntum.
þetta verður þá ekki lengra að sinni. Segið endilega ykkar skoðun.
sunnudagur, október 29, 2006
Breytingar! Ykkar skoðun?
Jæja nú þarf ég eitthvað að breyta þessu fyrirkomulagi hjá mér. Málið er að ég eyði orðið of miklum tíma í þessa síðu. Málið er að upphitanirnar taka gríðarlegann tíma fyrir mann sem er jafn lítill tölvukall og ég. Nú þegar við erum að spila jafnvel 2 leiki á viku er þetta orðið bara alltof mikið. Aðal tíminn í þessum upphitunum fer í heimildarvinnu og uppsetningu.
þegar ég ákvað að opna síðuna ætlaði ég að nota hana mikið í að segja mína skoðun og svona auk þess að hafa upphitanir. Málið er bara að ég hef eiginlega bara engann tíma í að skrifa um það sem mér liggur á hjarta. Sérstaklega ekki þegar við erum að spila 2 leiki í viku. Ég veit ekki ennþá hvernig ég á að breyta þessu. Hvort ég eigi að taka bara svona stærri leiki og gera upphitun fyrir þá eða einfalda þessar upphitanir og hafa þær bara styttri. Hvað segið þið? Á ég að gera kannski eina til þrjár upphitanir (í því formi sem þið þekkið) í mánuði eða á ég að taka stutta upphitun fyrir hvern leik? Þá myndi ég hita upp bara með minni skoðun og sleppa mest allri heimildarvinnu um hitt liðið.
Með þessu fæ ég meiri tækifæri til að skrifa um hluti sem mér dettur í hug. Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr ;)
En endilega segið mér hvað ykkur finnst.
þegar ég ákvað að opna síðuna ætlaði ég að nota hana mikið í að segja mína skoðun og svona auk þess að hafa upphitanir. Málið er bara að ég hef eiginlega bara engann tíma í að skrifa um það sem mér liggur á hjarta. Sérstaklega ekki þegar við erum að spila 2 leiki í viku. Ég veit ekki ennþá hvernig ég á að breyta þessu. Hvort ég eigi að taka bara svona stærri leiki og gera upphitun fyrir þá eða einfalda þessar upphitanir og hafa þær bara styttri. Hvað segið þið? Á ég að gera kannski eina til þrjár upphitanir (í því formi sem þið þekkið) í mánuði eða á ég að taka stutta upphitun fyrir hvern leik? Þá myndi ég hita upp bara með minni skoðun og sleppa mest allri heimildarvinnu um hitt liðið.
Með þessu fæ ég meiri tækifæri til að skrifa um hluti sem mér dettur í hug. Hvort sem ykkur líkar það betur eða verr ;)
En endilega segið mér hvað ykkur finnst.
laugardagur, október 28, 2006
Watford 0 - Spurs 0
Missti sem betur fór af leiknum. En ég lít á þetta sem svona mistig á leiðinni upp. Það geta allir átt slæmann dag. Við meigum nú alveg búast við að vinna ekki alla leikina á leiktíðinni. Við vonum bara að við stelum einum og einum sigri í stóru leikjunum í staðinn.
Annars er það í fréttum að ég hyggst gera nokkrar áherslubreytingar á síðunni á næstunni (engar stórvægilegar breytingar). Ég byrti þær síðar.
Annars er það í fréttum að ég hyggst gera nokkrar áherslubreytingar á síðunni á næstunni (engar stórvægilegar breytingar). Ég byrti þær síðar.
föstudagur, október 27, 2006
Watford - Spurs
Laugardaginn 28.Okt Kl:14:00 á Vicarage Road
Saga Watford
Stofnað: 188
Gælunafn: The Hornets, Golden Boys
Heimavöllur: Vicarage Road
Borg: Hertfodshire (27 km frá London).
Nágrannarígur: Luton Town.
Stjóri: Aidrian Boothroyd
Watford var stofnað árið 1881 undir nafninu Watford Rovers. Það er varla hægt að segja að Watford eigi glæsilega sögu þó hún sé nokkuð löng. Þeir hafa mestann hluta þessara 125 ára spilað í neðrideildunum. Þeir áttu eitt sex ára tímabil í efstudeild árin 1982-1988. Þeir spiluðu svo eitt tímabil í úrvalsdeild tímabilið 1999-2000. Næstu 6 tímabil eyddu þeir svo í næst efstu deild. Þeir unnu sér inn sæti í úrvalsdeild á síðasta ári eftir að hafa sigrað Leeds í einvígi um úrvalsdeildarsætið. Þá eru tímar þeirra í efstu deild upptaldir. Það kemur því ekki á óvart að Watford getur ekki státað sig af mörgum titlum.
Watford í dag
Það er nokkuð ljóst að Watford er ekki að fara gera neitt annað þetta tímabil en að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir sitja sem stendur í 18 sæti deildarinnar og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu vera þar ennþá þegar tímabilinu líkur. Þetta er ekki stjörnum prýtt lið, í raun er þarna enginn sem ég þekki, nema Les nokkur Ferdinand sem er ennþá að harka á gamalsaldri í boltanum. Les á enn eftir að spila leik fyrir Watford. Þeir hafa aðeins 6 leikmenn í hópnum sem hafa einhverntíma á ferlinum keppt fyrir landslið sitt. Þeir eru nú eina liðið í deildinni sem á enn eftir að vinna leik. Þeir eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa staðið sig ágætlega á heimavelli í vetur og aðeins tapað þar einum leik. Sá leikur var á móti Manchester Utd. það var eingöngu reynsluleysi sem var þeim að falli því þeir voru síður lélegri aðilinn í þeim leik. Þeir spila fastann varnarbolta og beita skyndisóknum. Watford hefur nú skorað fleirri mörk en við í deildinni. Líklegt byrjunarlið þeirra.
----------------------Foster---------------------------
Doyley------DeMerit-----Shittu-------Steward
Mahon------Francis-------Smith------Bouazza
--------------Henderson---Young--------
Tottenham
Eftir slaka byrjun eru úrslitin nú farin að falla okkur í hag. Við erum taplausir síðustu sex leiki. Við tókum MK Dons í bakaríið í vikunni og Spursarar um allann heim ganga nú um með sældar svip.
Þó svo að Watford séu nú ekki auðveld bráð hef ég enga trú á öðru en að þeir muni tapa sínum öðrum heimaleik á tímabilinu á laugardaginn. Ég á alls ekki von á neinum stórsigri en 0-1 eða 1-2 finnst mér líkleg úrslit.
Ég tippa á byrjunarliðið svona:
---------------------Robinson-----------------
Chimbonda----Dawson----King-------Ekotto
Lennon-----Jenas-------Huddlestone—Murphy
------------------Berbatov-----Defoe-----------
Þetta verður ekki lengra að sinni.
Coys!
Stofnað: 188
Gælunafn: The Hornets, Golden Boys
Heimavöllur: Vicarage Road
Borg: Hertfodshire (27 km frá London).
Nágrannarígur: Luton Town.
Stjóri: Aidrian Boothroyd
Watford var stofnað árið 1881 undir nafninu Watford Rovers. Það er varla hægt að segja að Watford eigi glæsilega sögu þó hún sé nokkuð löng. Þeir hafa mestann hluta þessara 125 ára spilað í neðrideildunum. Þeir áttu eitt sex ára tímabil í efstudeild árin 1982-1988. Þeir spiluðu svo eitt tímabil í úrvalsdeild tímabilið 1999-2000. Næstu 6 tímabil eyddu þeir svo í næst efstu deild. Þeir unnu sér inn sæti í úrvalsdeild á síðasta ári eftir að hafa sigrað Leeds í einvígi um úrvalsdeildarsætið. Þá eru tímar þeirra í efstu deild upptaldir. Það kemur því ekki á óvart að Watford getur ekki státað sig af mörgum titlum.
Watford í dag
Það er nokkuð ljóst að Watford er ekki að fara gera neitt annað þetta tímabil en að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir sitja sem stendur í 18 sæti deildarinnar og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu vera þar ennþá þegar tímabilinu líkur. Þetta er ekki stjörnum prýtt lið, í raun er þarna enginn sem ég þekki, nema Les nokkur Ferdinand sem er ennþá að harka á gamalsaldri í boltanum. Les á enn eftir að spila leik fyrir Watford. Þeir hafa aðeins 6 leikmenn í hópnum sem hafa einhverntíma á ferlinum keppt fyrir landslið sitt. Þeir eru nú eina liðið í deildinni sem á enn eftir að vinna leik. Þeir eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa staðið sig ágætlega á heimavelli í vetur og aðeins tapað þar einum leik. Sá leikur var á móti Manchester Utd. það var eingöngu reynsluleysi sem var þeim að falli því þeir voru síður lélegri aðilinn í þeim leik. Þeir spila fastann varnarbolta og beita skyndisóknum. Watford hefur nú skorað fleirri mörk en við í deildinni. Líklegt byrjunarlið þeirra.
----------------------Foster---------------------------
Doyley------DeMerit-----Shittu-------Steward
Mahon------Francis-------Smith------Bouazza
--------------Henderson---Young--------
Tottenham
Eftir slaka byrjun eru úrslitin nú farin að falla okkur í hag. Við erum taplausir síðustu sex leiki. Við tókum MK Dons í bakaríið í vikunni og Spursarar um allann heim ganga nú um með sældar svip.
Þó svo að Watford séu nú ekki auðveld bráð hef ég enga trú á öðru en að þeir muni tapa sínum öðrum heimaleik á tímabilinu á laugardaginn. Ég á alls ekki von á neinum stórsigri en 0-1 eða 1-2 finnst mér líkleg úrslit.
Ég tippa á byrjunarliðið svona:
---------------------Robinson-----------------
Chimbonda----Dawson----King-------Ekotto
Lennon-----Jenas-------Huddlestone—Murphy
------------------Berbatov-----Defoe-----------
Þetta verður ekki lengra að sinni.
Coys!
8 ára gamall drengur að slá í gegn með varaliði Spurs
http://www.tottenhamhotspur.com/players/doriandervite.html
Ein af ástæðum þess að ég linka ekki þessa síðu.
Ps'
Vonast til að klára upphitun í styttri kanntinum í kvöld.
Ein af ástæðum þess að ég linka ekki þessa síðu.
Ps'
Vonast til að klára upphitun í styttri kanntinum í kvöld.
fimmtudagur, október 26, 2006
MK Dons 0 - Spurs 5
Já við unnum MK Dons stórt. Það er kannski ekki hægt að segja Spursaðdáendur hafi endilega átt von á þessu. Fyrir ári síðan töpuðum við geng Grimsby í Carling bikarnum og nokkrum mánuðum síðar var það Leichester sem sló okkur út úr FA bikarnum. Það var því nokkur eftirvænting eftir þessum leik. Það var vissulega þungu fargi af manni létt þegar fréttir fóru að berast af mörkum í þessum leik. Nú loksins getur maður gleymt þessu síðasta bikarári. Ef ég hefði átt að giska á úrslit fyrirfram hefði ég búist við kannski tveggja til þriggja marka sigri okkar. En að vinna þá með 5 mörkum á útivelli er frábært. Það var hálfskrýtin tilfinning að geta ekki horft á leikinn þar sem engin sjónvarpstöð sýndi hann. Maður er vanur að fá að sjá þá leiki sem maður vill sjá.
En að sjálfum leiknum. Við stilltum upp svona blöndu af vara- og aðalliði gegn MK Dons. Liðið var þannig skipað
-----------------------Cerny-------------------------
Stalteri-----Gardner-----Davenport----Ziegler
Ghaly---------Huddlestone-----Davids----Murphy
-----------------Defoe---------Mido------------------
Ég átti einhvernveginn von á því fyrir leikinn að Jol myndi hafa Lee Barnard frammi með kannski Mido eða Keane þar sem það hefur verið mikið leikjaálag á Defoe. Svona eftir á að hyggja var kannski sniðugast að hafa Defoe og Mido frammi. Mido þarf leikæfingu og Defoe þurfti að finna netmöskvana. Þessi leikur gæti virkað sem stökkpallur fyrir liðið og sjálfstraust leikmanna. Ég ætla að setja inn video með samantekt af leiknum hér að neðan. En mér langar að benda á svolítið í leiknum sem betur má fara. Takið eftir því hvernig liðið fagnar mörkunum. Ég hef alltaf virt Morinho fyrir það hvernig hann lætur menn fagna mörkum. Það taka allir þátt í fagninu. Þetta að sjálfsögðu þjappar liðinu saman. Það er ekki aðalmálið að þessi eða hinn leikmaðurinn skoraði heldur að liðið skoraði og því eiga allir leikmenn sem hluti af liðinu að fagna markinu. Í þessum leik voru bara nokkrir sem tóku þátt í fagnaðarlátunum þegar liðið skoraði. Þetta er svosem ekkert háalvarlegt mál, en þetta er bara eitthvað sem ég rek alltaf augun í.
Ég vill að lokum óska öllum Tottenhamaðdáendum til hamingjum með sigurinn. Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir. Hér er videoið af leiknum. Njótið snilldarinnar.
En að sjálfum leiknum. Við stilltum upp svona blöndu af vara- og aðalliði gegn MK Dons. Liðið var þannig skipað
-----------------------Cerny-------------------------
Stalteri-----Gardner-----Davenport----Ziegler
Ghaly---------Huddlestone-----Davids----Murphy
-----------------Defoe---------Mido------------------
Ég átti einhvernveginn von á því fyrir leikinn að Jol myndi hafa Lee Barnard frammi með kannski Mido eða Keane þar sem það hefur verið mikið leikjaálag á Defoe. Svona eftir á að hyggja var kannski sniðugast að hafa Defoe og Mido frammi. Mido þarf leikæfingu og Defoe þurfti að finna netmöskvana. Þessi leikur gæti virkað sem stökkpallur fyrir liðið og sjálfstraust leikmanna. Ég ætla að setja inn video með samantekt af leiknum hér að neðan. En mér langar að benda á svolítið í leiknum sem betur má fara. Takið eftir því hvernig liðið fagnar mörkunum. Ég hef alltaf virt Morinho fyrir það hvernig hann lætur menn fagna mörkum. Það taka allir þátt í fagninu. Þetta að sjálfsögðu þjappar liðinu saman. Það er ekki aðalmálið að þessi eða hinn leikmaðurinn skoraði heldur að liðið skoraði og því eiga allir leikmenn sem hluti af liðinu að fagna markinu. Í þessum leik voru bara nokkrir sem tóku þátt í fagnaðarlátunum þegar liðið skoraði. Þetta er svosem ekkert háalvarlegt mál, en þetta er bara eitthvað sem ég rek alltaf augun í.
Ég vill að lokum óska öllum Tottenhamaðdáendum til hamingjum með sigurinn. Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir. Hér er videoið af leiknum. Njótið snilldarinnar.
mánudagur, október 23, 2006
Spurs 1 - West Ham 0
Flottur sigur á West Ham. Sem betur fer voru þeir ekki búnir að ná botninum fyrir leikinn. Við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik á sunnudag, en hwo cares? Þetta var tvísýnn leikur fyrirfram. Maður átti allt eins von á tapi. Þannig að ég er bara sáttur. Þetta var svosem ekkert augnakonfekt þessi leikur. Mér fannst mjög augljóst að Jenas var örþreyttur í þessum leik, enda ekki skrítið þar sem hann hefur fengið litla hvíld frá byrjun móts. Chimbonda fannst mér líka þreyttur. Hann spilaði mjög vel en var ekki þessi orkubolti sem hann vanalega er. Lennon, Defoe, THUDD, Ekotto go King voru mjög góðir en hinir svona sæmilegir. Mido skoraði og því öll framherja fernan komin á blað. Ég samt vellti því fyrir mér í fagninu hans hvort hann hafi fengið lánaðan bol hjá Lennon til að vera í innan undir treyjunni. Svo var nú eitt atvik sem allir vita af í leiknum þegar Defoe beit Mascherano. Þetta hefur nú greinilega verið bara svona "djók" því þegar Argentínumaður sýnir ekki upp dramantískari viðbrögð en þetta, þá er lítið að. Ef þetta hefði verið eitthvað bit þá hefði hann auðvitað sýnt dómaranum ummerkin og fengið Defoe útaf. En fjölmiðlar reyna að búa til eitthvað "Zidane vs. Materazzi umtal" já eða "Tyson vs. Holyfeild umtal" um þetta. Það er náttúrulega bara fyndið. En það skiptir engu máli, við komumst yfir þennann prófstein og jafnvel enn stærri prófsteinn á miðvikudaginn. Þá þurfum við að bæta upp fyrir gengi okkar í bikarkeppnum í fyrra. Því miður get ég ekki gert upphitun fyrir þann leik þar sem það er svona törn í vinnunni þessa vikuna. Ég skal gera mitt besta til að ná upphitun fyrir Watfordleikinn.
Jæja ég er of þreyttur til að hugsa meira.
Jæja ég er of þreyttur til að hugsa meira.
laugardagur, október 21, 2006
Tottenham - West Ham
Sunnudaginn 22 október. Kl 14:00 á WHL.
Saga West Ham
Stofnað: 1895 sem Thames Ironworks F.C.
Gælunafn: Hammers,The Irons, Academy of football
Heimavöllur: Boleyn Ground (35.647)
Borg: (austur) London
Nágrannarígur: Millwall, Chelsea og Spurs
Stjóri: Alan Pardew
West Ham virðist vera eitt af fáum liðum sem er ekki stofnað af krikketliði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. West Ham er stofnað af járniðnaðarmönnum sem ákváðu að hafa smá hobby eftir vinnu. Fyritækið sem félagið var stofnað af hét Thames Ironworks and Shipbuilding Company. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta aðalega skipasmíði sem fyritækið sá um. West Ham er nafnið á úthverfi London sem nafnið á félaginu er dregið af. Gælunafnið Hammers er dregið af hömrunum sem eru á merki félagsins og hamrarnir á merki félagsins eru til komnir vegna uppruna félagsins. Gælunafnið The Irons eða Járnin er auðvitað líka dregið af uppruna félagsins. Gælunafnið Academy of football er aðalega notað af stuðningsmönnum West Ham til að leggja áherslu á hversu margir góðir leikmenn koma þaðan. Tottenham hefur einmitt notið góðs undanfarið af ungmennastarfi West Ham. Þeir leikmenn sem við höfum fengið frá West Ham undnfarið eru m.a Defoe, Kanoute og Carrick. Reyndar var fyriliðinn Ledley King leikmaður ungmennaliðs West Ham áður en Spurs krækti í kappann á unglingsaldri. Þeir eru margir að gera það gott þessa daganna sem komu frá West Ham. Þar má m.a nefna Frank Lampart, Joe Cole, Rio Ferdinand, Glen Johnson ásamt auðvitað fyrrnefndum leikmönnum.
West Ham er ekki með sigursælustu liðum Englands. Þeim hefur aldrei tekist að vinna Englandsmeistaratitilinn. Þeir hafa unnið evrópukeppni bikarhafa einusinni, Intertoto einusinni og FA bikarinn þrisvar. West Ham féll úr úrvalsdeild árið 2003 eftir 10 ára veru í efstu deild. Þeir komust svo aftur upp í úrvalsdeild árið 2005. Þetta fyrsta ár í úrvalsdeild fór fram úr björtustu vonum. Ekki aðeins náðu þeir að halda sér uppi (9. sæti) heldur komust þeir í úrslitaleikinn í FA bikarnum þar sem þeir töpuðu reyndar fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Með því að komast í úrslitaleikinn höfðu West Ham tryggt sér sæti í UEFA cup.
West Ham
Eins og hver einasti Íslendingur veit er Eggert Magnússon í viðræðum við West Ham um kaup á félaginu. Ég ætla ekkert að fara nánar út í þá sálma hér. Fyrir tímabilið gerði West Ham einhver furðulegustu kaup sumarsins. Argentínumennirnir Carlos Tevez og Javier Mascherano gengu öllum að óvörum til liðs við West Ham. Báðir leikmennirnir höfðu verið eftirsóttir af stórliðum í Evrópu og því göptu margir yfir ákvörðun þeirra að ganga til liðs við West Ham. Upp úr því spruttu margar samsæriskenningar. Ein var m.a að Roman Abramovic stæði að þessu bakvið tjöldin. Argentínumennirnir tveir hafa þó engann veginn staðið undir væntingum. Auk þessara tveggja fékk West Ham leikmenn á borð við Carlton Cole, Lee Bowyer og Robert Green til liðs við sig. Með komu þessara leikmanna bjuggust margir við West Ham sem spútnikliði deildarinnar í ár. Þeir draumar eru hægt og rólega að snúast upp í martröð. Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham. Þeir hafa nú tapað sex leikjum í röð og takið eftir! Þeir hafa ekki skorað mark í síðustu sex leikjum. Þeir eru nú dottnir úr UEFA Cup og eru í 18 sæti í deildinni. Það er líklega farið að hitna ansi vel undir Alan Pardew stjóra West Ham þó að stuðningsmenn West Ham styðji hann ennþá.
Liðsuppstilling West Ham
Ég ætla að spá liðinu þeirra svona:
Hægri Vinstri
---------------------Carrol--------------------
Spector----Gabbidon----Ferdinand--Konchesky
Benayoun-Reo-Coker-Mascherano—Etherington
--------Sheringham------Zamora---------
Ég á ekki von á að Tevez byrji leikinn þar sem hann hóf æfingar á föstudag eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru. Lee Bowyer og Dean Ashton eru meiddir og koma ekki við sögu í leiknum.
Þarna eru nokkrir leikmenn sem við Tottenhammenn ættum að þekkja. Konchesky, Etherington, Sheringham og Zamora hafa allir leikið fyrir Spurs. Þrátt fyrir dapurt gengi er Zamora sjóðandi heitur. Hann hefur nú skorað 5 af 6 mörkum West Ham (Charlton Cole með hitt).
Tottenham
Við Spursarar erum í skýjunum núna eftir 2-0 sigur okkar á Besiktas á útivelli. Þetta var besta frammistaða Spurs í mjög langann tíma. Allt liðið spilaði vel og leikmenn lögðu sig alla í leikinn. Það sjálfstraust og sigurviljinn sem mörgum fannst vanta í leikmenn kom skyndilega upp í leikmönnum í þessum leik. En að leiknum á sunnudaginn. Við eigum harma að hefna frá síðasta leik okkar gegn West Ham í lokaleik síðustu leiktíðar þegar West Ham (og vondur matur) kom í veg fyrir þáttöku okkar í meistaradeildinni. Það er vonandi að leikmenn Spurs rifji það upp fyrir leikinn á Sunnudaginn. Einnig munu leikmenn rifja upp heimaleik sinn á móti West Ham í fyrra þegar Anton Ferdinand skoraði með skalla á lokamínútunni og jafnaði leikinn 1 – 1.
Ledley King er tæpur fyrir leikinn, Zokora er líklega ekki leikfær vegna flensu og Tainio og Malbranqe eru meiddir. Það má búast við að sumir leikmenn séu sumir hverjir ansi þreyttir eftir síðasta leik. Það hefur eflaust tekið á að fljúga til Asíu og spila leik og svo aftur til baka og eiga þá aðeins nokkra sólahringa í næsta leik sem er Lundúnaslagur. Það má því allt eins búast við að Jol muni kannski hvíla suma leikmenn aðeins. Því er erfitt að segja til um hvert byrjunarliðið verður. Ég ætla hinsvegar að skjóta á að liðið verði lítið breytt frá því á fimmtudaginn
---------------------------Robbo--------------------
Chimbonda-----Dawson-----King-------Ekotto
Lennon----Huddlestone-----Jenas-----Murphy
---------------Defoe---------Berbatov-------
Tölfræði og Staðreyndir
* Við höfum 62svar mætt West Ham á WHL. og:
Unnið 32
Tapað 14
Jafnt 17
* Við höfum ekki tapað fyrir West Ham heima í 6 ár.
*West Ham hefur hafa aðeins náð einu stigi á útivelli og það var á móti Watford í upphafi tímabils.
*Síðasti heimaleikur sem við spiluðum á dagsetningunni 22 okt var árið 1977, þegar við unnum Bristol Rovers 9-0
*West Ham hefur aldrei unnið útileik á þessari dagsetningu. Þeir hafa spilað tvo útileiki og tapað þeim báðum samtals 11-1.
Mitt mat
Þegar horft er á allar tölur og pappíra ætti þetta að vera auðveldur sigur fyrir okkur. West Ham hefur ekkert getað í síðustu leikjum á meðan það hefur verið stígandi í okkar liði. En þegar lið hefur tapað 6 leikjum í röð eins og West Ham hef ég það á tilfinningunni að liðið sé tifandi tímasprengja. Það þolir enginn að tapa. Þegar lið hefur tapað svona mörgum leikjum er bara tímaspursmál hvenar þeir munu gefa allt í leikinn. Þá skiptir engu máli hvaða lið mætir þeim. West Ham hefur alveg gæðin til að vinna hvaða lið sem er á góðum degi.West Ham hefur alltaf litið á Spurs sem erkifjendur. Þessi leikur skiptir þá gríðarlegu máli. Þetta verður spurning um heiður. Ég álít það þannig að það á ekkert lið sem mætir West Ham sigurinn vísann. Við verðum bara að vona að West Ham sé ekki enn búið að ná botninum.
Ég ætla að tippa á sigur í þessum leik. Ég held að það skipti öllu máli fyrir okkur að ná tökum á leiknum í upphafi. Þeir munu koma vel stemmdir til leiks, engin spurning. En ef hlutirnir virka ekki sem skildi fyrstu 25 mínúturnar munu þeir verða óþolinmóðir og pirraðir og stemmingin mun hverfa úr liðinu. Ég held að það sé líka nokkuð ljóst að leikmenn okkar munu vilja hefna ófaranna frá því í fyrra.
3-0 sigur
Coys
föstudagur, október 20, 2006
Upphitun á morgun
Jæja ég ætlaði að setja inn upphitun í kvöld. Ég er hinsvegar búinn að vera svo andlaus að ég hef ekki skrifað neitt af viti í kvöld. Ég lofa samt upphitun á morgun. Vonandi kemur hún um hádegisbilið.
Ég hinsvegar kem ekki til með að sjá leikinn í beinni þar sem vinkonu minni datt það snjallræði í hug að skíra barnið sitt á sama tíma og Spurs eru að spila. Ég þurfti að taka erfiða ákvörðun. Ég ræddi við kráareigandann og fékk það í gegn að fá að horfa á leikinn endursýndann. Þannig að ég fæ að horfa á leikinn og halda vinskapnum við vinkonuna. Þannig að ég mun ekki skrifa um leikinn strax eftir leik.
Ég hinsvegar kem ekki til með að sjá leikinn í beinni þar sem vinkonu minni datt það snjallræði í hug að skíra barnið sitt á sama tíma og Spurs eru að spila. Ég þurfti að taka erfiða ákvörðun. Ég ræddi við kráareigandann og fékk það í gegn að fá að horfa á leikinn endursýndann. Þannig að ég fæ að horfa á leikinn og halda vinskapnum við vinkonuna. Þannig að ég mun ekki skrifa um leikinn strax eftir leik.
fimmtudagur, október 19, 2006
Besiktas 0 - Spurs 2
Var Robbie Keane ekki að nýta færin sín? Var Robinson óstöðugur í markinu? Hefði Defoe átt að skora undir lok leiksins? Hefðum við átt að vinna stærra?
ÞETTA SKIPTIR ENGU MÁLI. VIÐ UNNUM!!!!
Fyrir leikinn var ég að vonast eftir jafntefli og hugsanlega að við gætum náð að stela sigri. Ég hélt að við værum að fara mæta alvöru liði. Aldrei lét ég mig dreyma um að við myndum hafa þvílíka yfirburði sem raunin varð. Þetta var í raun allt annar leikur en ég var búinn að sjá fyrir mér. Áhorfendur voru ekki eins ógnvekjandi og ég átti von á. Ég átti alltaf von á að það myndi heyrast vel í þeim sem raunin varð, en það var bara svona skemmtileg stemming þarna. Leikmenn Besiktas voru annaðhvort að eiga hörmulegann dag eða þá að við erum með svona mikið sterkara lið en þeir. Þegar ég heyrði að Berbatov myndi byrja leikinn hugsaði ég til leiksins á móti Villa á laugardaginn var. Það er orðið ansi langt síðan ég sá framherja spila svona vel í Tottenhamtreyju. Ef Berbatov var að hrökkva í gírinn núna eru skemmtilegir tímar frammundan. Ég ákvað að taka Berbatov fyrir til að vera sanngjarn í skrifum mínum þar sem ég lét hann svolítið heyra það um daginn. Allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ghaly og Murphy fá líka sérstakt hrós fyrir að hafa bætt sig gríðarlega í síðustu leikjum. Ég átti ekki von á þeim svona góðum fyrir keppnistímabilið.
Maður leiksins var Spursliðið eins og það leggur sig.
Við Tottenhammenn höfum ekki beint haft ástæðu til að brosa mikið undanfarið. Þess vegna skulum við njóta þessa til fullnustu! Til hamingju allir Spursarar!
ÞETTA SKIPTIR ENGU MÁLI. VIÐ UNNUM!!!!
Fyrir leikinn var ég að vonast eftir jafntefli og hugsanlega að við gætum náð að stela sigri. Ég hélt að við værum að fara mæta alvöru liði. Aldrei lét ég mig dreyma um að við myndum hafa þvílíka yfirburði sem raunin varð. Þetta var í raun allt annar leikur en ég var búinn að sjá fyrir mér. Áhorfendur voru ekki eins ógnvekjandi og ég átti von á. Ég átti alltaf von á að það myndi heyrast vel í þeim sem raunin varð, en það var bara svona skemmtileg stemming þarna. Leikmenn Besiktas voru annaðhvort að eiga hörmulegann dag eða þá að við erum með svona mikið sterkara lið en þeir. Þegar ég heyrði að Berbatov myndi byrja leikinn hugsaði ég til leiksins á móti Villa á laugardaginn var. Það er orðið ansi langt síðan ég sá framherja spila svona vel í Tottenhamtreyju. Ef Berbatov var að hrökkva í gírinn núna eru skemmtilegir tímar frammundan. Ég ákvað að taka Berbatov fyrir til að vera sanngjarn í skrifum mínum þar sem ég lét hann svolítið heyra það um daginn. Allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ghaly og Murphy fá líka sérstakt hrós fyrir að hafa bætt sig gríðarlega í síðustu leikjum. Ég átti ekki von á þeim svona góðum fyrir keppnistímabilið.
Maður leiksins var Spursliðið eins og það leggur sig.
Við Tottenhammenn höfum ekki beint haft ástæðu til að brosa mikið undanfarið. Þess vegna skulum við njóta þessa til fullnustu! Til hamingju allir Spursarar!
þriðjudagur, október 17, 2006
Bömmer
Því miður verður engin upphitun fyrir Besiktas leikinn. Það er einfaldlega of lítið og of lélegar heimildir til um þetta félag á íslensku eða engilsaxneskri tungu á netinu. Ég ætla að gera mitt besta til að ná upphitun fyrir West Ham leikinn á Sunnudaginn. Annars er það að frétta að ég er að gera mig breiðann á Spurs spjallinu. Það er vonandi bara tímabundið ástand. Ég ætla mér nú að halda áfram að leggja áherslu á þessa síðu.
laugardagur, október 14, 2006
Aston Villa 1 - Spurs 1
Sanngjörn úrslit? Nja, við áttum hættulegri færi. Við vorum betri aðilinn. En heilt yfir jú ég er sáttur. Ég er sáttur við leikmennina okkar og er sannfærður um að lægðinni sé lokið. Ef Defoe spilar fleirri svona leiki eins og í dag mun hann verða framherji nr. 1 hjá okkur. Þvílík ákveðni og sigurvilji. Hann geislaði af sjálftrausti. Zokora var líka rosalega fínn í dag. Mér finnst hann eiginlega hæfari sem svona sókndjarfur miðjumaður. Maður hugsar óneitanlega um hversu gott par Carrick og Zokora hefðu orðið. Mér finnst ég sjá Ghaly vaxa með hverjum leiknum sem hann spilar og einhverra hluta vegna er Murphy farinn að standa sig ágætlega. Mér fannst Ekotto eiga stórleik. Hann var með hreðjartak á Agbonlahor nánast allann leikinn. Dawson var sem fyrr frábær. Davenport spilaði líklega sinn besta leik í Spurstreyju. Talandi um Davenport. Þegar ég sá vítið sem var dæmt á hann fannst mér hann ekki snerta Agbonlahor er þetta vitleysa hjá mér? Það eiginlega hlýtur að vera fyrst Davenport mótmælti þessu ekki. Mér fannst Robbo ekkert svakalega öruggur í markinu þó hann eigi ekki sök á markinu. Mér fannst hann eitthvað svo mikið á hælunum og hikandi. Svo verð ég nú að segja að ég var ansi hræddur þegar vítaspyrnan var dæmd á okkur. Nú er ég ekkert að gera lítið úr Robbo en hann er nú líklega einn lélegasti vítabaninn í deildinni. Ég man bara ekki eftir að hafa séð Robbo nokkurntíma verja víti. Veit einhver hvort hann hafi varið víti sem Spursleikmaður?
Fyrst ég er byrjaður á neikvæðni þá get ég alveg eins haldið áfram. Ég ætla að taka fram sleggjuna núna. Berbatov fær að kenna á því núna. Hvað er málið með manninn? Mér fannst framlag hans í leiknum alveg til skammar. Ég hugsa að hann hafi ekki náð einum skallabolta allann leikinn. Ég held að ég hafi bara aldrei séð mann jafn sérhlífinn eins og í leiknum í dag. Svo eru það oft litlu hlutirnir sem fara í taugarnar á manni líka. Ég sá Berbatov taka eitt skot að marki í fyrrihálfleik. Myndatakan var ansi góð því að ég sá það á Berbatov áður en hann skaut að það yrði ekkert úr þessu. Þetta var fínt tækifæri en vantrúin sem skein af andliti Berbatov þegar hann var að taka skotið var öllum ljós. Þegar við keyptum Berbatov vorum við að kaupa "stórann" framherja. Takið eftir því að stór er innan gæsalappa. Það sem er átt við með "stór" framherji er leikmaður sem er góður skallamaður og líkamlega sterkur. Ekki leikmaður sem er yfir einhverri ákveðni hæð. Málið með Berbatov er að hann spilar eins og lítill framherji. Hann er langt frá því að vera líkamlega sterkur eða góður skallamaður. Mér finnst meira að segja Defoe vera sterkari en Berbatov. Kannski á Berbatov bara eftir að finna sig í enska boltanum? Ég ætla allavega að gefa honum aðeins lengri tíma til að finna sig.
Fyrst ég er byrjaður að rakka niður leikmenn langar mig að koma því frá mér að ég er orðinn ansi þreyttur á Ledley King. Þetta er án efa einn af bestu varnarmönnum evrópu ÞEGAR HANN ER HEILL. Maðurinn er gjörsamlega alltaf meiddur. Ég spái því að hann eigi kannski eftir að ná að spila helming leikja okkar í vetur. Er virkilega hægt að treysta á svona mann? Í mínum augum er Dawson orðinn okkar sterkasti varnarmaður. Hann er þó allavega til staðar.
Fyrst ég er byrjaður á neikvæðni þá get ég alveg eins haldið áfram. Ég ætla að taka fram sleggjuna núna. Berbatov fær að kenna á því núna. Hvað er málið með manninn? Mér fannst framlag hans í leiknum alveg til skammar. Ég hugsa að hann hafi ekki náð einum skallabolta allann leikinn. Ég held að ég hafi bara aldrei séð mann jafn sérhlífinn eins og í leiknum í dag. Svo eru það oft litlu hlutirnir sem fara í taugarnar á manni líka. Ég sá Berbatov taka eitt skot að marki í fyrrihálfleik. Myndatakan var ansi góð því að ég sá það á Berbatov áður en hann skaut að það yrði ekkert úr þessu. Þetta var fínt tækifæri en vantrúin sem skein af andliti Berbatov þegar hann var að taka skotið var öllum ljós. Þegar við keyptum Berbatov vorum við að kaupa "stórann" framherja. Takið eftir því að stór er innan gæsalappa. Það sem er átt við með "stór" framherji er leikmaður sem er góður skallamaður og líkamlega sterkur. Ekki leikmaður sem er yfir einhverri ákveðni hæð. Málið með Berbatov er að hann spilar eins og lítill framherji. Hann er langt frá því að vera líkamlega sterkur eða góður skallamaður. Mér finnst meira að segja Defoe vera sterkari en Berbatov. Kannski á Berbatov bara eftir að finna sig í enska boltanum? Ég ætla allavega að gefa honum aðeins lengri tíma til að finna sig.
Fyrst ég er byrjaður að rakka niður leikmenn langar mig að koma því frá mér að ég er orðinn ansi þreyttur á Ledley King. Þetta er án efa einn af bestu varnarmönnum evrópu ÞEGAR HANN ER HEILL. Maðurinn er gjörsamlega alltaf meiddur. Ég spái því að hann eigi kannski eftir að ná að spila helming leikja okkar í vetur. Er virkilega hægt að treysta á svona mann? Í mínum augum er Dawson orðinn okkar sterkasti varnarmaður. Hann er þó allavega til staðar.
Englarnir með okkur!
Verð að mjólka þennann aðeins :)
Það má með sanni segja að það hafi vakað engill yfir leiknum í dag. Á einni og sömu mínútunni fór vítaspyrna Villamanna forgörðum og við komumst 1-0 yfir. Kraftaverk!
Jæja ég hef ekki tíma til að fara yfir leikinn núna. Mig langaði bara að koma með einn 5 aura núna. Skrifa meira um leikinn í kvöld.
Það má með sanni segja að það hafi vakað engill yfir leiknum í dag. Á einni og sömu mínútunni fór vítaspyrna Villamanna forgörðum og við komumst 1-0 yfir. Kraftaverk!
Jæja ég hef ekki tíma til að fara yfir leikinn núna. Mig langaði bara að koma með einn 5 aura núna. Skrifa meira um leikinn í kvöld.
fimmtudagur, október 12, 2006
Aston Villa - Spurs
Laugardaginn 14 okt. Kl. 14:00 á Villa Park.
Aston Villa Fc.
Gælunafn : The Villans
Stofnað árið: 1874
Borg: Birmingham
Heimavöllur: Villa Park (42.553)
Stjóri: Martin O'Neill
Grannar: Birmingham City Fc.
Aston Villa
Þó svo Aston Villa hafi ekki verið í toppslagnum undanfarin ár er þetta ekki eitt af litlu liðunum í deildinni. Það kom mér á óvart hversu stórt félag þetta er í raun og veru í sögulegu samhengi.
Aston Villa er eitt af þeim 12 liðum sem stofnuðu ensku deildina árið 1888. A. Villa er eins og svo mörg önnur knattspyrnulið í englandi stofnað út frá krikket liði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. Árið 1897 var Villa Park leikvangurinn opnaður og var á þeim tíma einn glæsilegasti völlur Englands. Villa Park er fyrsti leikvangur í sögu Englands þar sem hefur verið spilaður landsleikur á þremur öldum (19,20 og 21 öld). Gullaldartímabil Aston Villa hófst fljótlega eftir stofnun félagsins. Árið 1894 hófst titlasöfnun Aston Villa. Aston Villa unni á árunum 1894 -1900 fimm englandsmeistaratitla og urðu tvisvar bikarmeistarar. Aston Villa hefur verið á mjög svipuðu róli og Tottenham frá upphafi úrvalsdeildar. Þeir hafa verið svona um miðja deild.
Fróðleikskorn um Aston villa
*Aston Villa er eitt af 7 úrvalsdeildarliðum (þ.á.m Spurs) í dag sem hafa enn ekki fallið um deild.
*Aston Villa er það lið sem hefur átt flesta enska landsliðsmenn í gegnum tíðina. Alls hafa 63 leikmenn Aston Villa verið valdir í enska landsliðið.
*A. Villa er það lið sem hefur spilað næst flesta leikina í efstudeild (Everton flesta). Samanlagt hafa þeir verið í efstu deild í 97 ár.
*Aston Villa er það lið sem hefur skorað flest mörk allra liða í FA cup.
*Tímabilið 1930-31 skoruðu Villamenn 128 mörk í deildinni. Það er það mesta sem hefur verið skorað á einu tímabili í ensku deildinni fyrr og síðar.
*Þegar Aston Villa unnu Uefa cup árið 1982 spiluðu þeir gegn Bayern Munchen. Þeir urðu þar með fyrsta liðið til að vinna úrslitaleik á móti Bayern.
*Í febrúar í fyrra var Aston Villa eitt af 20 ríkustu knattspyrnufélögum heims hvað innkomu varðar.
Titlar:
Uefa cup: 1
Super cup: 1
Englandsmeistarar: 7
FA cup: 7
Deildarbikar: 5
Aston Villa í dag
Aston Villa endaði í 16. sæti á síðasta tímabili aðeins 8 stigum frá fallsæti. Þeir unnu aðeins 10 leiki og þar af 7 á heimavelli. Liðið hefur þó tekið stakkaskiptum það sem af er þessu tímabili og verið að spila glymrandi bolta undir stjórn Martin O'Neill sem tók við liðinu í sumar. Þeir eru með fullt hús stiga á heimavelli sínum og hafa náð mjög góðum úrslitum í haust. Aston Villa og Everton eru einu taplausu liðin í deildinni. Þeir hafa meira að segja náð jafntefli á útivelli á móti bæði Chelsea og Arsenal. Þetta ætti að sýna okkur að þeir eru til alls líklegir. Þeir eru sem stendur í 4-7 sæti í deildinni með 5 mörk í plús. Þeir leikmenn sem við ættum kannski að kannast hvað best við eru m.a:
*Luke Moore
*Juan Pablo Angel
*Chris Sutton
*Gareth Barry
*Milan Barros
*Stillian Petrov
*Patrik Berger
*Olof Mellberg
Einnig er ungur strákur að vekja umtalsverða athygli hjá Villa. Það er tvítugur strákur að nafni Gabriel Agbonlahor. Ég hvet alla til að hafa auga með þessum strák. Hann er skotfljótur og teknískur sóknarmaður. Hann hefur verið að spila með u-19 og u-21 liðum Englands (hann hefur þrjú ríkisföng). Þetta verður líklega ein af stórstjörnum Englands á næstu árum. Annar leikmaður sem hefur heldur betur verið að stimpla sig inn þó hann sé enginn táningur er Pablo Angel. Hann hefur þótt sýna gríðarlega góða tilburði það sem af er tímabili.
Í síðasta leik mættu Villamenn Chelsea og eins og áður hefur komið fram náðu þeir 1-1 jafntefli á heimavelli Chelsea. Það var einmitt þessi Agbanlahor sem skoraði jöfnunarmarkið með góðum skalla.
Síðasti sigur okkar á Villa
Síðasti sigur okkar á Aston Villa hefur mikla þýðingu fyrir mig. Þetta var síðasti leikur okkar þar sem við náðum að skora meira en 3 mörk. Þetta var síðasti leikur okkar þar sem við náðum að vinna lið með sannfærandi markamun (að bursta andstæðinginn). Ég man eftir þessum leik eins og þetta hafi verið síðasti leikurinn sem ég sá með Spurs. Ég hef beðið ansi lengi eftir því að fá að upplifa þá tilfinnigu sem ég upplifði eftir þennan leik aftur. Það er fátt ánægjulegra en að sjá liðið sitt spila eins og það sé besta lið í heimi. En við skulum rifja upp þennann dag aðeins nánar
1. maí 2005
Tottenham 5 – Aston Villa 1
Þegar þarna var komið við sögu áttum við ennþá möguleika á evrópusæti. Við höfðum ekki tapað leik á WHL í síðustu 8 leikjum okkar þar.Aston Villa hafði hinsvegar ekki tapað leik í síðustu 5 viðureignum sínum.
Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
----------------------Robinson-----------------------
Kelly---------Dawson------King--------Edman
Davies-------Carrick-------Davis-------Reid
---------------Kanoute------Keane-----------------
Leikurinn byrjaði með látum. Bæði lið ætluðu sér að sigra leikinn og spiluðu bæði lið sókndjarft. Fredi Kanoute skoraði fyrsta mark leiksins á 6 mínútu þegar Robbo náði boltanum eftir sókn Villamanna og sparkaði langt fram. Kanoute tók sprettinn og var kominn einn á móti markmanni þegar hann skaut. Boltinn fór í Postama í markinu og þaðan í stöngina og inn.
Á 18 mínútu fengum við hornspyrnu. Það kom sending á Andy Reid sem skaut botanum af löngu færi. Boltinn small í stönginni. Eftir nokkurt klafs inn í vítateignum barst boltinn á Ledley King sem skoraði. 2-0 eftir 19 mínútur.
Kanoute bætti sínu öðru marki við þegar 26 mínútur voru liðnar af leiknum staðan var því orðin 3-0 fyrir okkar mönnum.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Dawson skot frá Angel í höndina innann vítateigs og Clattenburg dæmdi víti. Það var Gareth Barry sem tók spyrnuna, Robinson kom engum vörnum við og staðan 3-1.
Í seinni hálfleik var það svo Reid sem skoraði sitt fyrsta mark í Spurstreyju með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Negla upp í þaknetið og staðan 4-1.
Það var svo Stephen Kelly sem kláraði dæmið fyrir okkur á 90 mínútu.
Maður leiksin var Simon Davies sem sýndi einhverja mögnuðustu framistöðu tímabilsins í þessum leik.
Þegar þarna var komið við sögu áttum við ennþá möguleika á evrópusæti. Við höfðum ekki tapað leik á WHL í síðustu 8 leikjum okkar þar.Aston Villa hafði hinsvegar ekki tapað leik í síðustu 5 viðureignum sínum.
Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
----------------------Robinson-----------------------
Kelly---------Dawson------King--------Edman
Davies-------Carrick-------Davis-------Reid
---------------Kanoute------Keane-----------------
Leikurinn byrjaði með látum. Bæði lið ætluðu sér að sigra leikinn og spiluðu bæði lið sókndjarft. Fredi Kanoute skoraði fyrsta mark leiksins á 6 mínútu þegar Robbo náði boltanum eftir sókn Villamanna og sparkaði langt fram. Kanoute tók sprettinn og var kominn einn á móti markmanni þegar hann skaut. Boltinn fór í Postama í markinu og þaðan í stöngina og inn.
Á 18 mínútu fengum við hornspyrnu. Það kom sending á Andy Reid sem skaut botanum af löngu færi. Boltinn small í stönginni. Eftir nokkurt klafs inn í vítateignum barst boltinn á Ledley King sem skoraði. 2-0 eftir 19 mínútur.
Kanoute bætti sínu öðru marki við þegar 26 mínútur voru liðnar af leiknum staðan var því orðin 3-0 fyrir okkar mönnum.
Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Dawson skot frá Angel í höndina innann vítateigs og Clattenburg dæmdi víti. Það var Gareth Barry sem tók spyrnuna, Robinson kom engum vörnum við og staðan 3-1.
Í seinni hálfleik var það svo Reid sem skoraði sitt fyrsta mark í Spurstreyju með glæsilegu skoti af 20 metra færi. Negla upp í þaknetið og staðan 4-1.
Það var svo Stephen Kelly sem kláraði dæmið fyrir okkur á 90 mínútu.
Maður leiksin var Simon Davies sem sýndi einhverja mögnuðustu framistöðu tímabilsins í þessum leik.
Tölfræði og staðreyndir
Við höfum mætt Aston Villa 68 sinnum á Villa park og:
Unnið 21
Tapað 29
Jafnt 18
Við höfum spilað 11 leiki á dagsetningunni 14 okt og
Unnið 6
Tapað 5
Jafnt 0
Við spiluðum síðast við Villa á þessari dagsetningu árið 1922 og töpuðum leiknum 2-1.
Tottenham
Ég staðhæfði það eftir síðasta leik að við værum komnir úr lægðinni. Ég er samt mjög smeykur fyrir þennann leik þar sem við erum að fara mæta liði sem er eitt það heitasta í dag. Ég vonast nú samt eftir sigri. Þrátt fyrir gott gengi þeirra nú eru þeir langt því frá ósigrandi. En ég tala bara um að vonast eftir sigri. Það er ansi hætt við því að leikmenn Spurs verði með hugann við evrópuleikinn gegn Besiktas síðar í vikunni. Við erum enn með nokkra menn meidda og getum því ekki stillt upp okkar sterkasta liði. Lennon, Malbranqe og Tainio eru allir meiddir og Defoe og Chimbonda eru á mörkunum að vera leikhæfir fyrir laugardaginn. Keane hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit sem komið er, hann þótti einnig arfaslakur í landsleikjunum í vikunni. En góðu fréttirnar eru væntanlega þær að bæði Mido og Ghaly náðu að skora mark í vikunni með landsliði Egyptalands. Samkvæmt öllu ættum við að tapa þessum leik en ekkert er fast í hendi í boltanum. Ég ætla að vona að við stuðningsmennirnir förum ekki að setjast fyrir framan skjáinn með það í huga að nú séum við að fara rústa Villa. Það er uppskrift af vonbrigðum eftir leik. Ég myndi sætta mig við jafntefli í þessum leik fyrirfram. En held í vonina að við munum eiga góðann dag og Aston Villa missi aðeins dampinn, þá er aldrei að vita nema að við gætum stolið sigrinum.
Hann á afmæli í dag, Hann á.....
Ég vill óska Ledley King til hamingjum með daginn í dag. Hann er 26 ára kappinn. Það væri nú ekki leiðinlegt ef að hann myndi halda upp á það á laugardaginn með stórleik á móti Villa. Ef Ledders er að lesa þessa síðu þá vill ég segja "Cheers mate!"
Jæja verð að halda áfram með upphitunina. Kemur vonandi í kvöld
Jæja verð að halda áfram með upphitunina. Kemur vonandi í kvöld
þriðjudagur, október 10, 2006
Berbatov orðinn snarbilaður?
Já Berbatov missti algjörlega stjórn á skapi sínu og jós úr skálum reiði sinnar á blaðamannafundi búlgarska landsliðsins á dögunum. Hann var að svara gagnrýni varaforseta búlgarska knattspyrnusambandsins þar sem Berbatov og liðsfélagar hans voru sakaðir um að leggja sig ekki alla fram í síðasta landsleik. Berbatov missti eins og áður segir stjórn á skapi sínu og sagði að kannski ætti varaforsetinn að spila næsta leik. Þessi ummæli virðast hafa farið eitthvað illa í v.forsetann og verður Berbatov nú sektaður fyrir ummæli sín. Svo tala menn um að Mido hafi klúðrað málunum með landsliði sínu fyrr á þessu ári. Ég held að Berbatov hafi nú toppað þetta núna.
Mér finnst þetta algjör snilld! Þetta var auðvitað allt skrifað í kaldhæðni. Ef að þessi frétt er rétt finnst mér v. forsetinn gera sig að fífli með þessari refsingu. Þetta komment Berbatovs er svo langt innan velsæmismarka.
Mér finnst þetta algjör snilld! Þetta var auðvitað allt skrifað í kaldhæðni. Ef að þessi frétt er rétt finnst mér v. forsetinn gera sig að fífli með þessari refsingu. Þetta komment Berbatovs er svo langt innan velsæmismarka.
sunnudagur, október 01, 2006
Tottenham 2 - Portsmouth 1
Jæja nú er á mörgu að taka. Við náðum að vinna annann úrvalsdeildarleikinn í dag. Ég ætla að lýsa því yfir núna að lægðin sé yfirstaðin. Mér fannst algjör bragarmunur á liðinu frá því sem maður hefur séð hingað til í síðustu tveimur leikjum. Maður er samt ekkert of öruggur með sigur í næsta leik þar sem við erum að fara mæta heitasta liði deildarinnar. En að leiknum í dag. Ég tel það hafa verið hárrétta ákvörðun hjá Jol að hafa Mido á bekknum í þessum leik eftir ummæli hans.
Markið hans Murphy var algjör snilld!!! Það skrifast reyndar að hluta til á David James þar sem hann var of seinn að átta sig. En að skora mark eftir nokkra sekúndna leik er náttúrulega byrjun sem allir óska sér. Mér fannst enginn leikmaður í okkar liði eiga slakan dag í dag og mér fannst ég sjá glytta í gamla takta hjá Defoe. Lánleysi Jenas hélt áfram í dag en ágætis leikur samt. Dawson var algjörlega frábær. Ghaly sýndi að hann hefur hæfileikana til að spila í Spurstreyju þó hann þurfi aðeins að slípa leik sinn að ensku deildinni. Já liðið var bara fínt í dag. En ég er samt ekki sáttur. Ég er gjörsamlega brjálaður yfir hegðun Zokora í leiknum. Zokora henti sér í jörðina í vítateig Portsmouth og fiskaði þar með víti. Maður hefur hingað til flaggað því við stuðningsmenn annara liða að Spurs sé líklega eina liðið í deildinni sem er bara með fótboltaleikmenn en enga fótboltaleikara. Þetta tókst Zokora að eyðileggja fyrir stuðningsmönnum Spurs í dag. Munið þið eftir atviki í leik Slavia Praha og Spurs þegar R.Keane rann á sleipu grasinu og spratt á fætur og veifaði vísifingri í átt að dómaranum til að gefa það til kynna að það hafi ekki verið brotið á honum? Þetta er það sem ég er að tala um! Svona vill ég að mitt lið leiki. Það sást líka þegar Zokora fiskaði var enginn sem heimtaði vítaspyrnu (sýndist mér)nema Zokora. Það var ekki einn leikmaður sem kom og gaf Zokora klapp fyrir þessa tilburði. Í algjörri hreinskilni myndi ég heldur viljað hafa náð jafntefli úr leiknum frekar en að orðspor félagsins hafi verið svert með svona leikaraskap. Ef ég réði eitthverju í Spurs myndi ég sekta Zokora fyrir þetta.
Note to self: skrifa við tækifæri um markvörðslu Robbo á lokamínútunum.
Markið hans Murphy var algjör snilld!!! Það skrifast reyndar að hluta til á David James þar sem hann var of seinn að átta sig. En að skora mark eftir nokkra sekúndna leik er náttúrulega byrjun sem allir óska sér. Mér fannst enginn leikmaður í okkar liði eiga slakan dag í dag og mér fannst ég sjá glytta í gamla takta hjá Defoe. Lánleysi Jenas hélt áfram í dag en ágætis leikur samt. Dawson var algjörlega frábær. Ghaly sýndi að hann hefur hæfileikana til að spila í Spurstreyju þó hann þurfi aðeins að slípa leik sinn að ensku deildinni. Já liðið var bara fínt í dag. En ég er samt ekki sáttur. Ég er gjörsamlega brjálaður yfir hegðun Zokora í leiknum. Zokora henti sér í jörðina í vítateig Portsmouth og fiskaði þar með víti. Maður hefur hingað til flaggað því við stuðningsmenn annara liða að Spurs sé líklega eina liðið í deildinni sem er bara með fótboltaleikmenn en enga fótboltaleikara. Þetta tókst Zokora að eyðileggja fyrir stuðningsmönnum Spurs í dag. Munið þið eftir atviki í leik Slavia Praha og Spurs þegar R.Keane rann á sleipu grasinu og spratt á fætur og veifaði vísifingri í átt að dómaranum til að gefa það til kynna að það hafi ekki verið brotið á honum? Þetta er það sem ég er að tala um! Svona vill ég að mitt lið leiki. Það sást líka þegar Zokora fiskaði var enginn sem heimtaði vítaspyrnu (sýndist mér)nema Zokora. Það var ekki einn leikmaður sem kom og gaf Zokora klapp fyrir þessa tilburði. Í algjörri hreinskilni myndi ég heldur viljað hafa náð jafntefli úr leiknum frekar en að orðspor félagsins hafi verið svert með svona leikaraskap. Ef ég réði eitthverju í Spurs myndi ég sekta Zokora fyrir þetta.
Note to self: skrifa við tækifæri um markvörðslu Robbo á lokamínútunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)