föstudagur, október 27, 2006

Watford - Spurs









Laugardaginn 28.Okt Kl:14:00 á Vicarage Road


Saga Watford
Stofnað: 188
Gælunafn: The Hornets, Golden Boys
Heimavöllur: Vicarage Road
Borg: Hertfodshire (27 km frá London).
Nágrannarígur: Luton Town.
Stjóri: Aidrian Boothroyd


Watford var stofnað árið 1881 undir nafninu Watford Rovers. Það er varla hægt að segja að Watford eigi glæsilega sögu þó hún sé nokkuð löng. Þeir hafa mestann hluta þessara 125 ára spilað í neðrideildunum. Þeir áttu eitt sex ára tímabil í efstudeild árin 1982-1988. Þeir spiluðu svo eitt tímabil í úrvalsdeild tímabilið 1999-2000. Næstu 6 tímabil eyddu þeir svo í næst efstu deild. Þeir unnu sér inn sæti í úrvalsdeild á síðasta ári eftir að hafa sigrað Leeds í einvígi um úrvalsdeildarsætið. Þá eru tímar þeirra í efstu deild upptaldir. Það kemur því ekki á óvart að Watford getur ekki státað sig af mörgum titlum.

Watford í dag
Það er nokkuð ljóst að Watford er ekki að fara gera neitt annað þetta tímabil en að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeir sitja sem stendur í 18 sæti deildarinnar og það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu vera þar ennþá þegar tímabilinu líkur. Þetta er ekki stjörnum prýtt lið, í raun er þarna enginn sem ég þekki, nema Les nokkur Ferdinand sem er ennþá að harka á gamalsaldri í boltanum. Les á enn eftir að spila leik fyrir Watford. Þeir hafa aðeins 6 leikmenn í hópnum sem hafa einhverntíma á ferlinum keppt fyrir landslið sitt. Þeir eru nú eina liðið í deildinni sem á enn eftir að vinna leik. Þeir eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa staðið sig ágætlega á heimavelli í vetur og aðeins tapað þar einum leik. Sá leikur var á móti Manchester Utd. það var eingöngu reynsluleysi sem var þeim að falli því þeir voru síður lélegri aðilinn í þeim leik. Þeir spila fastann varnarbolta og beita skyndisóknum. Watford hefur nú skorað fleirri mörk en við í deildinni. Líklegt byrjunarlið þeirra.


----------------------Foster---------------------------
Doyley------DeMerit-----Shittu-------Steward
Mahon------Francis-------Smith------Bouazza
--------------Henderson---Young--------

Tottenham
Eftir slaka byrjun eru úrslitin nú farin að falla okkur í hag. Við erum taplausir síðustu sex leiki. Við tókum MK Dons í bakaríið í vikunni og Spursarar um allann heim ganga nú um með sældar svip.
Þó svo að Watford séu nú ekki auðveld bráð hef ég enga trú á öðru en að þeir muni tapa sínum öðrum heimaleik á tímabilinu á laugardaginn. Ég á alls ekki von á neinum stórsigri en 0-1 eða 1-2 finnst mér líkleg úrslit.

Ég tippa á byrjunarliðið svona:
---------------------Robinson-----------------
Chimbonda----Dawson----King-------Ekotto
Lennon-----Jenas-------Huddlestone—Murphy
------------------Berbatov-----Defoe-----------

Þetta verður ekki lengra að sinni.
Coys!

1 ummæli:

Birgir sagði...

Þetta verður erfiður leikur, Watfordmenn er þyrstir í fyrsta sigur sinn í deildinni, það er alveg á hreinu. Ef Defoe spilar er varnarmaður Watford, DeMerit búinn að gefa það út að hann hyggst bögga Defoe út af "bitinu" hans um síðustu helgi. Ef rétta tækifærið býðst, ætlar hann að reyna að æsa Defoe upp. Vona bara að Defoe láti ekki svoleiðis rugl trufla sig.
Við erum með mun betra lið og gengi liðsins upp á síðkastið mjög gott. Vonandi náum við að halda sama dampi og sigra þennan leik.. mér er svosem alveg sama með úrslit, ÉG VILL BARA 3. STIG Í HÚS. Ef Spurs skorar fyrst, vinnum við 2-0 , en ef Watford skorar fyrst(og þá yrði það Young) þá vinnum við 2-1.
GOOOOOO SPURS