Var Robbie Keane ekki að nýta færin sín? Var Robinson óstöðugur í markinu? Hefði Defoe átt að skora undir lok leiksins? Hefðum við átt að vinna stærra?
ÞETTA SKIPTIR ENGU MÁLI. VIÐ UNNUM!!!!
Fyrir leikinn var ég að vonast eftir jafntefli og hugsanlega að við gætum náð að stela sigri. Ég hélt að við værum að fara mæta alvöru liði. Aldrei lét ég mig dreyma um að við myndum hafa þvílíka yfirburði sem raunin varð. Þetta var í raun allt annar leikur en ég var búinn að sjá fyrir mér. Áhorfendur voru ekki eins ógnvekjandi og ég átti von á. Ég átti alltaf von á að það myndi heyrast vel í þeim sem raunin varð, en það var bara svona skemmtileg stemming þarna. Leikmenn Besiktas voru annaðhvort að eiga hörmulegann dag eða þá að við erum með svona mikið sterkara lið en þeir. Þegar ég heyrði að Berbatov myndi byrja leikinn hugsaði ég til leiksins á móti Villa á laugardaginn var. Það er orðið ansi langt síðan ég sá framherja spila svona vel í Tottenhamtreyju. Ef Berbatov var að hrökkva í gírinn núna eru skemmtilegir tímar frammundan. Ég ákvað að taka Berbatov fyrir til að vera sanngjarn í skrifum mínum þar sem ég lét hann svolítið heyra það um daginn. Allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið fyrir leikinn. Ghaly og Murphy fá líka sérstakt hrós fyrir að hafa bætt sig gríðarlega í síðustu leikjum. Ég átti ekki von á þeim svona góðum fyrir keppnistímabilið.
Maður leiksins var Spursliðið eins og það leggur sig.
Við Tottenhammenn höfum ekki beint haft ástæðu til að brosa mikið undanfarið. Þess vegna skulum við njóta þessa til fullnustu! Til hamingju allir Spursarar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Nákvæmlega. Spurs liðið var maður leiksins !!!
Snilldarsigur ... miklir yfirburðir og liðið sýndi að það býr æði margt í því.
Nú þýðir ekkert að slaka á klónni, bara halda áfram á sömu braut og sýna þessa spilamennsku í deildinni.
Frábær leikur, og (aldrei þessu vant) virtist Jol vera með taktíkina alveg 100%. Allir spiluðu vel, þó mér þætti Huddlestone reyndar örlítið mistækur. En engin ástæða til að hengja sig í það, hann er að safna í reynslubankann og liðið sem heild var mjög massíft.
Á það annars að vera eitthvað grín hvað Berbatov var góður? Ég get ekki beðið eftir að sjá hann með Lennon og Malbranque sitt hvorum megin við sig... Þetta var rosalegt!
Þetta var algjör snilld. Algjörlega það sem manni vantaði eftir dapra byrjun. Ég í sannleika sagt man ekki eftir að hafa séð alla svona jákvæða eftir leik. Yfirleitt hafa ummælin eftir sigurleiki verið "Góður sigur en ..." Ég ætla að vona að ég fái að upplifa fleirri svona daga á þessari leiktíð eins og síðustu tvo. Það er alveg ótrúlegt hvað Þetta Spurslið hefur mikil áhrif á andlega líðann manns.
Skrifa ummæli