laugardagur, október 21, 2006

Tottenham - West Ham









Sunnudaginn 22 október. Kl 14:00 á WHL.

Saga West Ham

Stofnað: 1895 sem Thames Ironworks F.C.
Gælunafn: Hammers,The Irons, Academy of football
Heimavöllur: Boleyn Ground (35.647)
Borg: (austur) London
Nágrannarígur: Millwall, Chelsea og Spurs
Stjóri: Alan Pardew


West Ham virðist vera eitt af fáum liðum sem er ekki stofnað af krikketliði sem vildi halda sér í formi yfir vetrartímann. West Ham er stofnað af járniðnaðarmönnum sem ákváðu að hafa smá hobby eftir vinnu. Fyritækið sem félagið var stofnað af hét Thames Ironworks and Shipbuilding Company. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta aðalega skipasmíði sem fyritækið sá um. West Ham er nafnið á úthverfi London sem nafnið á félaginu er dregið af. Gælunafnið Hammers er dregið af hömrunum sem eru á merki félagsins og hamrarnir á merki félagsins eru til komnir vegna uppruna félagsins. Gælunafnið The Irons eða Járnin er auðvitað líka dregið af uppruna félagsins. Gælunafnið Academy of football er aðalega notað af stuðningsmönnum West Ham til að leggja áherslu á hversu margir góðir leikmenn koma þaðan. Tottenham hefur einmitt notið góðs undanfarið af ungmennastarfi West Ham. Þeir leikmenn sem við höfum fengið frá West Ham undnfarið eru m.a Defoe, Kanoute og Carrick. Reyndar var fyriliðinn Ledley King leikmaður ungmennaliðs West Ham áður en Spurs krækti í kappann á unglingsaldri. Þeir eru margir að gera það gott þessa daganna sem komu frá West Ham. Þar má m.a nefna Frank Lampart, Joe Cole, Rio Ferdinand, Glen Johnson ásamt auðvitað fyrrnefndum leikmönnum.

West Ham er ekki með sigursælustu liðum Englands. Þeim hefur aldrei tekist að vinna Englandsmeistaratitilinn. Þeir hafa unnið evrópukeppni bikarhafa einusinni, Intertoto einusinni og FA bikarinn þrisvar. West Ham féll úr úrvalsdeild árið 2003 eftir 10 ára veru í efstu deild. Þeir komust svo aftur upp í úrvalsdeild árið 2005. Þetta fyrsta ár í úrvalsdeild fór fram úr björtustu vonum. Ekki aðeins náðu þeir að halda sér uppi (9. sæti) heldur komust þeir í úrslitaleikinn í FA bikarnum þar sem þeir töpuðu reyndar fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni. Með því að komast í úrslitaleikinn höfðu West Ham tryggt sér sæti í UEFA cup.

West Ham

Eins og hver einasti Íslendingur veit er Eggert Magnússon í viðræðum við West Ham um kaup á félaginu. Ég ætla ekkert að fara nánar út í þá sálma hér. Fyrir tímabilið gerði West Ham einhver furðulegustu kaup sumarsins. Argentínumennirnir Carlos Tevez og Javier Mascherano gengu öllum að óvörum til liðs við West Ham. Báðir leikmennirnir höfðu verið eftirsóttir af stórliðum í Evrópu og því göptu margir yfir ákvörðun þeirra að ganga til liðs við West Ham. Upp úr því spruttu margar samsæriskenningar. Ein var m.a að Roman Abramovic stæði að þessu bakvið tjöldin. Argentínumennirnir tveir hafa þó engann veginn staðið undir væntingum. Auk þessara tveggja fékk West Ham leikmenn á borð við Carlton Cole, Lee Bowyer og Robert Green til liðs við sig. Með komu þessara leikmanna bjuggust margir við West Ham sem spútnikliði deildarinnar í ár. Þeir draumar eru hægt og rólega að snúast upp í martröð. Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham. Þeir hafa nú tapað sex leikjum í röð og takið eftir! Þeir hafa ekki skorað mark í síðustu sex leikjum. Þeir eru nú dottnir úr UEFA Cup og eru í 18 sæti í deildinni. Það er líklega farið að hitna ansi vel undir Alan Pardew stjóra West Ham þó að stuðningsmenn West Ham styðji hann ennþá.

Liðsuppstilling West Ham
Ég ætla að spá liðinu þeirra svona:

Hægri                                                          Vinstri
---------------------Carrol--------------------
Spector----Gabbidon----Ferdinand--Konchesky
Benayoun-Reo-Coker-Mascherano—Etherington
--------Sheringham------Zamora---------

Ég á ekki von á að Tevez byrji leikinn þar sem hann hóf æfingar á föstudag eftir rúmlega tveggja vikna fjarveru. Lee Bowyer og Dean Ashton eru meiddir og koma ekki við sögu í leiknum.
     Þarna eru nokkrir leikmenn sem við Tottenhammenn ættum að þekkja. Konchesky, Etherington, Sheringham og Zamora hafa allir leikið fyrir Spurs. Þrátt fyrir dapurt gengi er Zamora sjóðandi heitur. Hann hefur nú skorað 5 af 6 mörkum West Ham (Charlton Cole með hitt).

Tottenham
Við Spursarar erum í skýjunum núna eftir 2-0 sigur okkar á Besiktas á útivelli. Þetta var besta frammistaða Spurs í mjög langann tíma. Allt liðið spilaði vel og leikmenn lögðu sig alla í leikinn. Það sjálfstraust og sigurviljinn sem mörgum fannst vanta í leikmenn kom skyndilega upp í leikmönnum í þessum leik. En að leiknum á sunnudaginn. Við eigum harma að hefna frá síðasta leik okkar gegn West Ham í lokaleik síðustu leiktíðar þegar West Ham (og vondur matur) kom í veg fyrir þáttöku okkar í meistaradeildinni. Það er vonandi að leikmenn Spurs rifji það upp fyrir leikinn á Sunnudaginn. Einnig munu leikmenn rifja upp heimaleik sinn á móti West Ham í fyrra þegar Anton Ferdinand skoraði með skalla á lokamínútunni og jafnaði leikinn 1 – 1.
     Ledley King er tæpur fyrir leikinn, Zokora er líklega ekki leikfær vegna flensu og Tainio og Malbranqe eru meiddir. Það má búast við að sumir leikmenn séu sumir hverjir ansi þreyttir eftir síðasta leik. Það hefur eflaust tekið á að fljúga til Asíu og spila leik og svo aftur til baka og eiga þá aðeins nokkra sólahringa í næsta leik sem er Lundúnaslagur. Það má því allt eins búast við að Jol muni kannski hvíla suma leikmenn aðeins. Því er erfitt að segja til um hvert byrjunarliðið verður. Ég ætla hinsvegar að skjóta á að liðið verði lítið breytt frá því á fimmtudaginn

---------------------------Robbo--------------------
Chimbonda-----Dawson-----King-------Ekotto
Lennon----Huddlestone-----Jenas-----Murphy
---------------Defoe---------Berbatov-------

Tölfræði og Staðreyndir
* Við höfum 62svar mætt West Ham á WHL. og:
Unnið 32
Tapað 14
Jafnt   17

* Við höfum ekki tapað fyrir West Ham heima í 6 ár.

*West Ham hefur hafa aðeins náð einu stigi á útivelli og það var á móti Watford í upphafi tímabils.

*Síðasti heimaleikur sem við spiluðum á dagsetningunni 22 okt var árið 1977, þegar við unnum Bristol Rovers 9-0

*West Ham hefur aldrei unnið útileik á þessari dagsetningu. Þeir hafa spilað tvo útileiki og tapað þeim báðum samtals 11-1.

Mitt mat
Þegar horft er á allar tölur og pappíra ætti þetta að vera auðveldur sigur fyrir okkur. West Ham hefur ekkert getað í síðustu leikjum á meðan það hefur verið stígandi í okkar liði. En þegar lið hefur tapað 6 leikjum í röð eins og West Ham hef ég það á tilfinningunni að liðið sé tifandi tímasprengja. Það þolir enginn að tapa. Þegar lið hefur tapað svona mörgum leikjum er bara tímaspursmál hvenar þeir munu gefa allt í leikinn. Þá skiptir engu máli hvaða lið mætir þeim. West Ham hefur alveg gæðin til að vinna hvaða lið sem er á góðum degi.West Ham hefur alltaf litið á Spurs sem erkifjendur. Þessi leikur skiptir þá gríðarlegu máli. Þetta verður spurning um heiður. Ég álít það þannig að það á ekkert lið sem mætir West Ham sigurinn vísann. Við verðum bara að vona að West Ham sé ekki enn búið að ná botninum.

Ég ætla að tippa á sigur í þessum leik. Ég held að það skipti öllu máli fyrir okkur að ná tökum á leiknum í upphafi. Þeir munu koma vel stemmdir til leiks, engin spurning. En ef hlutirnir virka ekki sem skildi fyrstu 25 mínúturnar munu þeir verða óþolinmóðir og pirraðir og stemmingin mun hverfa úr liðinu. Ég held að það sé líka nokkuð ljóst að leikmenn okkar munu vilja hefna ófaranna frá því í fyrra.
3-0 sigur

Coys

2 ummæli:

Birgir sagði...

Vona svo sannarlega að þín spá gangi eftir ... en ég er fjarri því að vera svo bjartsýnn. West Ham í tómu tjóni undararið og það fer að líða að þeim leik þar sem allt gengur upp hjá þeim !! bara vonandi ekki á morgun.
West Ham hafa verið vesen fyrir Spurs síðustu ár !! það er bara eitthvað við West Ham, okkur er ekkert að ganga neitt rosalega vel gegn þeim.
Ég vonast auðvitað eftir 3. stigum.. en einhvern veginn hef ég feeling fyrir 1-1 jafntefli !!
En ef Spurs spilar eins og þeir gerðu á fimmtudag... þá verða það 3 stig í höfn.

Nafnlaus sagði...

Góður pistill. Vonandi gengur spáin þín eftir, en ég þori engu að spá, enda með eindæmum lélegur spámaður. Held að 9 réttir sé mitt besta skor :-)