Nú var ég að lesa frétt á NewsNow sem mér fannst mjög leiðinleg. Á síðasta tímabili tók ég ástfóstri við einum af leikmönnum okkar kannski umfram aðra. Ég er að tala um leikmanninn Mido. Ástæða þess að ég var svo hrifinn af honum var ekki bara að mér þótti hann góður leikmaður heldur líka hvað hann var góður teamplayer. Hann kom reglulega fram í fjölmiðlum til að dásama félagið og talaði alltaf vel um samherja sína og svona. Hann var svona nice guy. Hann er kannski betur þekktur sem bad boy en mér fannst eitthvað hafa breyst á síðasta tímabili. Nú ætla ég hinsvegar að lýsa yfir óánægju minni með Mido undanfarið. Mér finnst hann hafa verið hrokafullur og leiðinlegur það sem af er tímabili. Í fyrra klappaði hann alltaf lófunum ef hann fékk góða sendingu frá samherjum, svona til að gefa sendingamanninum kredid fyrir góða sendingu. Þetta finnst mér alltaf góðs viti, svona smá pepp og sýnir góða liðsheild. Þetta hefur alveg hætt eftir endurkomu hans. Ég sá Mido einnig oft hughreysta samherja þegar þeir klúðruðu færi eða gerðu önnur mistök. Þetta hef ég heldur ekki séð eftir endurkomu hans. Svo les ég það í þessari grein að hann sé að segja að Sol Cambell sé lélegasti varnarmaður sem hann hefur mætt. Nú ætla ég ekkert að fara verja Sol eða neitt þannig, en hvernig dettur Mido í hug að segja þetta? Þvílíkur hroki. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta gæti hafa verið grín. En þá því miður hefur hann bara ekki efni á því að gera grín á kostnað annara. Mido er búinn að vera í lægð núna í 8 mánuði. Þetta finnst mér alveg óhemju hrokafullt í því ljósi.
Ég er mjög ósáttur við þessi ummæli Mido en ef hann lætur ekki Sol Cambell líta mjög illa út á sunnudaginn mun Mido verða fyrir gríðarlegum álitshnekkjum. Það er eins gott að hann standi undir þessu. Ég mun því hafa auga með því hvernig Mido gengur á móti Sol á sunnudaginn.
föstudagur, september 29, 2006
fimmtudagur, september 28, 2006
Sigur!
Ef að Tottenham menn geta ekki tekið gleði sína á ný núna þá er eitthvað meira að. Við sigruðum nokkuð sannfærandi í kvöld. Enn vantar þó sjálfstraust í leikmenn nema Jenas virðist vera. Við áttum leikinn þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir hjá Slavia mönnum. Robbie Keane náði loks að skora eftir 5 mánaða markaþurrð. Þrátt fyrir að 1-0 sigur sé ekki stórsigur þá skulum við ekki gleyma því að við vorum með 5 stórjaxla meidda og því er það frábær árangur að vinna leikinn. Nú erum við komnir í riðlakeppnina í Uefa cup.
mánudagur, september 25, 2006
Tottenham Slavia Praha
Fimmtudaginn 28 sept. Kl: 19:00 á White Hart Lane
Slavia PrahaGælunafn: Seweds
Stofnað: 1892
Stjóri: Karel Jarolím
Leikvangur: Stadion Evžena Rošického (19.032)
Grannar: Sparta Praha
Þó svo að Slavia geti varla talist sem eitt af stórveldum evrópu er þetta þó um margt merkilegt lið. Þetta er eitt af elstu knattspyrnufélögum á meginlandi evrópu. Þetta lið eru nú heimsmethafar fyrir það að vera það lið með elstu búningana. Frá árinu 1896 hafa Slvaia Praha aldrei skipt um liti eða eða þema á heimavallarbúningum liðsins. Heimavöllurinn er nú ekki mjög stór miðað við það sem gengur og gerist í Englandi. Hinsvegar hefur Slavia annann völl til að spila á ef um STÓRLEIKI er að ræða. Í aðeins göngufæri frá heimavelli Slvaia er stærsti íþróttaleikvangur heims til húsa (tekur 250.000 áhorfendur í sæti). Í augnarblikinu spilar Sparta Praha heimaleikina sína á einum af þeim 8 knattspyrnuvöllum sem eru til staðar í þessari byggingu.
Sem stendur er Slavia Praha í fjárhagsvandræðum og hefur því ekki getað haldið í sína stærstu stjörnur. Flestir leikmenn liðsins eru ungir og efnilegir leikmenn. Þeir eiga nú 3 leikmenn sem spila í U-21 með landsliðum sínum. Slavia hefur undanfarin 15 ár alið af sér nokkra leikmenn á heimsmælikvarða eins og Patrik Berger, Vladimír Šmicer, Karel Poborský og Pavel Kuka.
 Glory tímabil Slavia var á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Á þeim tíma voru Slvaia með einn besta leikmann heims. Leikmaðurinn hét Josef "Pepi" Bican. Pepi þessi vann 5 sinnum gullskóinn í evrópu (flest mörk skoruð með félagsliði í evrópu). Hann náði auk þess þeim árangri að vera markahæsti leikmaður í deildarkeppni 12 sinnum á ferlinum. Eitt sinn var reynt að hafa uppá hvað Pepe hafi skorað mörg mörk á ferlinum og fengu menn þá út að hann hafi skorað um 5.000 mörk (Pele skoraði um 1.000). Þessi tala hefur aldrei fengist staðfest og því er það ekki heimsmet.
Á þessum tíma voru Slavia Praha eitt af bestu liðum evrópu og náði langt í evrópukeppnum. Á síðustu árum hafa Slavia dregist nokkuð aftur. Fyrir 10 árum náðu þeir þó að vinna tékknesku deildina og komast í undanúrslit í Uefa Cup. S.P hafa ekki náð að standa undir væntingum það sem af er þessu tímabili líkt Spurs. Þeir hafa tapað 3 leikjum af 7 í deildinni og eru sem stendur um miðja deild.
Eignarhald
Nú var ég ekki á landinu né í netsambandi þegar fyrri leikurinn fór fram og veit því ekki hvort það hafi verið mikið í umræðunni að það séu sömu aðilar sem eiga ráðandi hlut í Slavia Praha og Tottenham. ENIC Sports Ltd á um 97% hlut í Slavia Praha sem er auðvitað ráðandi hlutur. Þetta sama fjárfestingafyrirtæki á 29,8% hlut í Tottenham Hotspur sem er ráðandi hlutur. Svona fyrst ég er á þeim nótum er í lagi að það komi fram að næst stærsti hluthafi Spurs (13%) er Alan Sugar fyrverandi stjórnarformaður Spurs. Eins og allir vita er það Daniel Levi sem er stjórnarformaður Spurs fyrir hönd ENIC Sports Ltd. ENIC á einnig ráðandi hlut í gríska félaginu AEK Aþenu.
Tottenham í Uefa Cup
Uefa Cup var sett á laggirnar árið 1971. Það lið sem var fyrst til að vinna þessa keppni og vígði bikarinn var auðvitað Tottenham Hotspur. Við skulum aðeins fara yfir það ár.
Við drógumst í fyrstu umferð á móti þáverandi íslandsmeisturum Keflavík. Fyrri leikurinn var háður á Íslandi. Tottenham áttu ekki í miklum vandræðum með Íslendingana í þeim leik og unnu leikinn 6-1. Svo komu víkingarnir úr rokkbænum í heimsókn á WHL nokkru síðar. Ekki veittu þeir okkur meiri mótspyrnu í þeim leik og unnum við leikinn heima 9-0. Keflavík kemur því nokkrum sinnum fyrir í sögubókum Spurs þar sem 9-0 er stærsti sigur okkar í evrópukeppni og 15-1 er stærsti samanlagði sigur okkar í evrópukeppni. Við unnum að leið okkar að titlinum lið eins og Nants og AC Milan. Úrslitaleikurinn var svo á móti Wolverhampton Wanderers. Á þeim tíma var enginn einn úrslitaleikur heldur var spilað tvo leiki og samanlögð úrslit skáru úr um sigurvegara (breytt í einn úrslitaleik árið 1997). Við unnum fyrri leikinn við Wolves 2-1 með tveimur mörkum frá Martin Chivers (markahæsti leikmaður Spurs frá upphafi í evrópukeppni). Seinni leikurinn fór svo jafntefli 1-1 og var það miðjumaðurinn Alan Mullery sem skoraði mark Tottenham í þeim leik.
Seinni titillinn okkar í Uefa Cup kom svo 12 árum síðar. Leið okkar að titlinum var um margt keimlík leiðinni að fyrsta titlinum. Við byrjuðum á að leggja lágt skrifað lið með miklum mun. Við unnum Drogheda samanlagt 14-0 í fyrstu umferð. Við unnum á leiðinn að titlinum lið eins og Feyenoord og Byern Munchen. Fyrri leikurinn fór 1-1. Úrslitaleikurinn var svo gegn Anderlect. Enn og aftur bar Ísland á góma þar sem Arnór Guðjónsen spilaði með liði Anderlect á þeim tíma. Arnór er svo sannarlega Tottenhammönnum góðu kunnugur eftir þann leik. Hér er video af úrslitaleiknum. Smella hér.
Síðast spiluðum við í evrópukeppni árið 1999. Við byrjuðum á að leggja Fc Zimbru 3-0 samanlagt. Við duttum svo út í annari umferð á móti Kaiserslautern. Við unnum fyrri leikinn 1-0 heima með vítaspyrnu frá Steffen Iversen. Það var hinsvegar sjálfsmark Carr sem sendi okkur úr keppninni þegar Kaiserslautern vann okkur 2-0.
Tölfræði og staðreyndir
*við höfum spilað 100 evrópuleiki (intertoto undanskilið) og við höfum
Unnið 60
Tapað 21
Jafnt 19
*Við höfum spilað 49 heimaleiki og:
Unnið 40
Tapað 1
Jafnt 8
*Við höfum aldrei dottið út í fyrstu umferð evrópukeppni.
*Við höfum aldrei tapað fyrir tékknesku liði í evrópukeppni (heimildir ótraustar).
*Höfum reyndar tapað hverjum einasta heimaleik á dagsetningunni 28.9 í 43 ár. En aldrei spilað evrópuleik á þessari dagsetningu þannig að þessi tölfræði skiptir engu ;) Minni bara á heimavallatölfræði okkar í Evrópukeppni.
Mitt mat
Það er alveg ljóst að leikmenn Tottenham munu ekki vilja tapa þessum leik á heimavelli sínum eftir að hafa brugðist aðdáendum sínum gegn Liverpool á laugardaginn síðasta. Stuðningsmenn Spurs eru búnir að vera ansi langeygðir eftir að sjá liðið sitt spila í evrópu. Það er enginn leikmaður sem er tilbúinn til að taka það á sig að vera þess valdandi að við dettum út úr keppninni á móti þessu liði. Þess vegna er ég svo viss um að þessi leikur muni vinnast. Þjálfari Slavia Praha sagði eftir fyrri leikinn að þeir þyrftu kraftaverk til að komast áfram. Ég ætla bara að taka undir orð þjálfarans. Það þarf algjört kraftaverk að gerast til að við dettum út á fimmtudaginn. Ég ætla að spá okkur fyrsta þriggjamarka sigrinum í tæpt eitt og hálft ár. Enda eins og oft áður hefur komið fram er ég orðinn ansi þreyttur á biðinni eftir þriggjamarka sigri.
Ég vona að allir njóti þess að horfa á leikinn og styðji við bakið á okkar mönnum þó svo að við séum ekki á vellinum.
COYS!!!
sunnudagur, september 24, 2006
ATH!!!
Upphitun fyrir evrópuleikinn á fimmtudaginn kemur á morgun eða mánudag. Þetta verður ýtarleg upphitun full af fróðleik ;)
laugardagur, september 23, 2006
Liverpool 3 - Tottenham 0
17. sætið! Úff! Maður er farinn að ókyrrast heldur betur. Ég þykist samt sjá ákveðin batamerki á liðinu í dag. Svo það komi fram strax þá ber ég mikla virðingu fyrir liverpool. Mér finnst þeir hafa gríðarlega massífann og breiðann hóp góðra leikmanna. Ég var því hóflega bjartsýnn fyrir leikinn. Mér til mikillar ánægju sá ég Spurs spila mjög vel fram undir fyrsta mark Liverpool.
Nú hefur það alltaf loðað við mig að vera á móti meirihlutanum. Ég veit ekki hvort það sé ástæða þess að mér fannst Jenas fínn í leiknum eða hvort það sé bara mitt einlæga mat. Á síðasta tímabili hafði ég ekki mikið álit á Jenas þegar aðrir lofuðu hann. Nú hinsvegar er ég farinn að taka hann í aðeins meiri sátt þegar stuðningsmenn Spurs eru farnir að gagnrýna hann. Ég stend þó við það að þessi leikmaður býr yfir svo miklu meiri hæfileikum en hann hefur verið að sýna. En hvernig er annað hægt en að gefa þessum manni kretid á þessum tímum. Jenas hefur skorað helmingi fleirri mörk en allir 4 framherjar okkar. Hann reyndar klúðraði upplögðu marktækifæri í leiknum í dag, en kommon! Jenas var eini maðurinn sem nennti að hlaupa (f.u Davids sem var nýkominn inná óþreyttur). Framherjarnir okkar áttu ekki einusinni gott marktækifæri allann leikinn.
Við vitum það alveg að Spurs hafa verið að spila langt undir getu. Það kallast í fótboltanum að vera í lægð. Lægðin tekur þó enda og það er miklvægt að á meðan liðið þitt ströglar að sýna stuðning. En sanngjörn gagnrýni á alltaf rétt á sér hvernig sem gengur. Ég er viss um að þegar lægðin endar verður ekki skemmtilegra að vera stuðningsmaður neins annars liðs en Tottenham. Þess vegna stöndum við við bakið á okkar mönnum og tökum þátt í jafnt gleði sem sorgum liðsins. Við erum ekki "glory hunters" og það sýnum við með því að styðja liðið á tímum sem að "glory hunterarnir" myndu snúa sér að öðrum liðum.
Nú hefur það alltaf loðað við mig að vera á móti meirihlutanum. Ég veit ekki hvort það sé ástæða þess að mér fannst Jenas fínn í leiknum eða hvort það sé bara mitt einlæga mat. Á síðasta tímabili hafði ég ekki mikið álit á Jenas þegar aðrir lofuðu hann. Nú hinsvegar er ég farinn að taka hann í aðeins meiri sátt þegar stuðningsmenn Spurs eru farnir að gagnrýna hann. Ég stend þó við það að þessi leikmaður býr yfir svo miklu meiri hæfileikum en hann hefur verið að sýna. En hvernig er annað hægt en að gefa þessum manni kretid á þessum tímum. Jenas hefur skorað helmingi fleirri mörk en allir 4 framherjar okkar. Hann reyndar klúðraði upplögðu marktækifæri í leiknum í dag, en kommon! Jenas var eini maðurinn sem nennti að hlaupa (f.u Davids sem var nýkominn inná óþreyttur). Framherjarnir okkar áttu ekki einusinni gott marktækifæri allann leikinn.
Við vitum það alveg að Spurs hafa verið að spila langt undir getu. Það kallast í fótboltanum að vera í lægð. Lægðin tekur þó enda og það er miklvægt að á meðan liðið þitt ströglar að sýna stuðning. En sanngjörn gagnrýni á alltaf rétt á sér hvernig sem gengur. Ég er viss um að þegar lægðin endar verður ekki skemmtilegra að vera stuðningsmaður neins annars liðs en Tottenham. Þess vegna stöndum við við bakið á okkar mönnum og tökum þátt í jafnt gleði sem sorgum liðsins. Við erum ekki "glory hunters" og það sýnum við með því að styðja liðið á tímum sem að "glory hunterarnir" myndu snúa sér að öðrum liðum.
We love you Tottenham, we do,
We love you Tottenham, we do,
We love you Tottenham, we do,
oh, Tottenham, we love you
COYS!
miðvikudagur, september 20, 2006
:(
Vegna tímaskorts mun þriðja upphitunin í röð falla niður. Ég biðst forláts en vona að mér gefist tími til að skrifa upphitun fyrir evrópuleikinn gegn Slavia Prague.
mánudagur, september 18, 2006
Að vera Spursari
Á tímum sem þessum þegar við höfum aðeins náð 4 stigum af 15 mögulegum í deildinni er ekki auðvelt að vera Tottenhammaður. En að styðja liðið sitt þrátt fyrir svona gengi finnst mér aðdáunarvert. Við völdum ekki að halda með Spurs af því að það er auðvelda leiðin. Auðvelda leiðin hefði að sjálfsögðu verið Arsenal, Liverpool, Manchester. Það eru auðvitað flestir sem velja auðveldu leiðina. Þessi þrjú lið eru og hafa verið gríðarlega sigursæl og munu vera það áfram næstu árin. Það sama er ekki hægt að segja um Tottenham. Þegar flest okkar byrjuðu að halda með Spurs vissum við að við gætum ekki átt von á því að Spurs yrðu stórt félag á heimsmælikvarða hvað árangur varðar á næstu árum. Þrátt fyrir það ákváðum við að styðja Tottenham. Það er einmitt það sem mér finnst svo frábært. Við höldum áfram að fylla velli og fylgjast með og hvetja þrátt fyrir að vera ekki í kringum toppinn. Ég man að Liverpool lennti í svipuðum hremmingum í upphafi tímabils í fyrra. Á þeim tíma fór aðsókn stuðningsmanna þeirra að minnka og þeir hættu að geta fyllt sætin á útileikina og margir Liverpool menn sem ég þekki voru farnir að tala um önnur lið sem þeir hrifust mikið af eins og Wigan og Charlton.
Það eru líklega margir hér sem byrjuðu að halda með Spurs eftir glory tímabilið. Það er því nokkuð ljóst að stuðningur okkar við Tottenham er ekki háður árangri. Það kalla ég trygga stuðningsmenn. Ég held að flest lið geti öfundað okkur af einmitt þessu. Þetta er svona svolítið eins og gerðist á NBA tímabilinu á Íslandi. Þegar Jordan var að spila voru allir rosalega hrifnir af Chicago Bulls. Þegar Jordan svo hætti fór gengi þeirra versnandi og þá reyndi á stuðningsmennina. Það sem gerðist var eins og allir vita var að stuðningsmennirnir hættu að fylgjast með NBA og bólan sprakk.
Þeir leikmenn sem spila fyrir Spurs vita það þeir hafa stuðning hvernig sem gengur. En þeir sem spila fyrir stóru klúbbana vita það eitt að á meðan vel gengur munu menn styðja félagið. Þess vegna vona ég að allir þeir sem styðja Tottenham beri höfuðið hátt þessa dagana, ekki vegna árangurs okkar heldur vegna þess að það er svo sannarlega virðingavert að styðja sitt lið líka þegar illa gengur.
COYS
Það eru líklega margir hér sem byrjuðu að halda með Spurs eftir glory tímabilið. Það er því nokkuð ljóst að stuðningur okkar við Tottenham er ekki háður árangri. Það kalla ég trygga stuðningsmenn. Ég held að flest lið geti öfundað okkur af einmitt þessu. Þetta er svona svolítið eins og gerðist á NBA tímabilinu á Íslandi. Þegar Jordan var að spila voru allir rosalega hrifnir af Chicago Bulls. Þegar Jordan svo hætti fór gengi þeirra versnandi og þá reyndi á stuðningsmennina. Það sem gerðist var eins og allir vita var að stuðningsmennirnir hættu að fylgjast með NBA og bólan sprakk.
Þeir leikmenn sem spila fyrir Spurs vita það þeir hafa stuðning hvernig sem gengur. En þeir sem spila fyrir stóru klúbbana vita það eitt að á meðan vel gengur munu menn styðja félagið. Þess vegna vona ég að allir þeir sem styðja Tottenham beri höfuðið hátt þessa dagana, ekki vegna árangurs okkar heldur vegna þess að það er svo sannarlega virðingavert að styðja sitt lið líka þegar illa gengur.
COYS
laugardagur, september 09, 2006
Man U. 1 - Spurs 0
Þrjú töp í fjórum leikjum. Ekki er það nú árangur til að vera stoltur af. Hinsvegar er ég ekki ósáttur við leikinn í dag. Jú við töpuðum en við spiluðum bara vel. Það munar náttúrulega mikið um leikmann eins og Lennon og þegar ég sá að hann var ekki með var ég farinn að búa mig undir vonbrigði. Við skulum bara minna okkur á að við vorum að spila við heitasta liðið í deildinni í dag.
Það voru samt nokkur atriði sem mér fannst merkileg. Til dæmis fannst mér skrítið hvernig Mido spilaði leikinn. Hann var að spila meira og minna vinstri kanntinn og R. Keane var eiginlega einn frami. Þetta finnst mér mjög einkennilegt. Ég skal slá því föstu að þetta hafi verið skipun frá Jol. Mér finnst þetta vera dómgreindarleysi hjá Jol. Þess má þó geta að Mido var alveg hreint frábær í þessum leik. Hann vann nánast hvert einasta skallaeinvígi.
Ég skil ekki hvernig Jol fær það út að Keane sé betri "targetmaður" en Defoe. Mér finnst það ekki meika nokkurn sens. Ég ætla vona að allir skilji hvað ég á við með þessu. Ég er ekki að meina að Keane sé verri leikmaður en Defoe. Það sem ég á við að það hentar ekki Keane vel að vera einn fremstur. Það henntar honum mun betur að draga sig aðeins aftur.
Án þess að geta rökstutt það neitt nákvæmlega finnst mér eins og mórallinn hjá okkur sé ekki í lagi. Mér finnst leikmenn hafa litla trú á sjálfum sér og samherjum sínum. Ég merki þetta á því að mér finnst eins og það búi miklu meira í leikmönnum en þeir sýna. Mér fannst t.a.m Ghaly ekki hafa mikla trú á því sem hann var að gera og var meira og minna að passa sig á að gera ekkert rangt. Jenas hefur haft þetta vandamál frá því að hann kom til okkar. Keane er ekki að spila eins vel og hann getur.
Þegar boxari er í réttu hugarástandi trúir hann því að andstæðingurinn geti ekki meitt hann. Trúin á því er svo mikil að hann finnur ekki sársaukann sem fylgir höggum andstæðingsins. Þetta er hugarástand sem ég vill sjá í liðinu. Ég vill sjá menn gefa sendingu með því hugarfari að það sé ómögulegt að sendingin misheppnist. Ég vill sjá menn taka skot á markið með því hugarfari að það sé ekki hægt að klúðra þessu og svo frv. Einhvernveginn þarf Jol að mótívera leikmennina þannig að þeir hafi sjálfstraust til að sýna allar sínar bestu hliðar.
Það ætti ekki að vera mikið mál að mótívera leikmenn fyrir næsta leik sem er evrópuleikur á móti Slavia Prague. Þetta er leikur sem menn hafa beðið eftir í mörg ár. Því miður er ég á leið erlendis og get því miður ekki gert upphitun fyrir leikinn né leikinn á móti Fullham. :(
Það voru samt nokkur atriði sem mér fannst merkileg. Til dæmis fannst mér skrítið hvernig Mido spilaði leikinn. Hann var að spila meira og minna vinstri kanntinn og R. Keane var eiginlega einn frami. Þetta finnst mér mjög einkennilegt. Ég skal slá því föstu að þetta hafi verið skipun frá Jol. Mér finnst þetta vera dómgreindarleysi hjá Jol. Þess má þó geta að Mido var alveg hreint frábær í þessum leik. Hann vann nánast hvert einasta skallaeinvígi.
Ég skil ekki hvernig Jol fær það út að Keane sé betri "targetmaður" en Defoe. Mér finnst það ekki meika nokkurn sens. Ég ætla vona að allir skilji hvað ég á við með þessu. Ég er ekki að meina að Keane sé verri leikmaður en Defoe. Það sem ég á við að það hentar ekki Keane vel að vera einn fremstur. Það henntar honum mun betur að draga sig aðeins aftur.
Án þess að geta rökstutt það neitt nákvæmlega finnst mér eins og mórallinn hjá okkur sé ekki í lagi. Mér finnst leikmenn hafa litla trú á sjálfum sér og samherjum sínum. Ég merki þetta á því að mér finnst eins og það búi miklu meira í leikmönnum en þeir sýna. Mér fannst t.a.m Ghaly ekki hafa mikla trú á því sem hann var að gera og var meira og minna að passa sig á að gera ekkert rangt. Jenas hefur haft þetta vandamál frá því að hann kom til okkar. Keane er ekki að spila eins vel og hann getur.
Þegar boxari er í réttu hugarástandi trúir hann því að andstæðingurinn geti ekki meitt hann. Trúin á því er svo mikil að hann finnur ekki sársaukann sem fylgir höggum andstæðingsins. Þetta er hugarástand sem ég vill sjá í liðinu. Ég vill sjá menn gefa sendingu með því hugarfari að það sé ómögulegt að sendingin misheppnist. Ég vill sjá menn taka skot á markið með því hugarfari að það sé ekki hægt að klúðra þessu og svo frv. Einhvernveginn þarf Jol að mótívera leikmennina þannig að þeir hafi sjálfstraust til að sýna allar sínar bestu hliðar.
Það ætti ekki að vera mikið mál að mótívera leikmenn fyrir næsta leik sem er evrópuleikur á móti Slavia Prague. Þetta er leikur sem menn hafa beðið eftir í mörg ár. Því miður er ég á leið erlendis og get því miður ekki gert upphitun fyrir leikinn né leikinn á móti Fullham. :(
föstudagur, september 01, 2006
Upphitun
Manchester Utd.
Stofnað: 1878 (1902 undir réttu nafni).
Nágrannar: Manchester City
Gælunafn: Red Devils/Man U.
Heimavöllur: Old Trafford.
Stjóri Alex Ferguson.
Man U. var stofnað árið 1878 undir nafninu Newton Heath FC. Newton Heath var samansafn verkamanna sem unnu við að leggja járnbrautateina. Árið 1902 þegar félagið var nærri gjaldþrota keypti maður að nafni John Henry Davies liðið og breytti nafninu í Manchester Utd.Fc.
Manchester er stór borg í norður Englandi. Manchester er sjötta stærsta borg Englands með um 450.000 íbúa. Heimavöllurinn Old Trafford er staðsettur í Trafford hverfinu eins og nafnið gefur til kynna. Old Trafford tekur nú um 76.000 áhorfedur. Völlurinn var tekinn í gagnið árið 1910. Síðan þá hafa miklar endurbætur átt sér stað og er hann nú einn glæsilegasti völlurinn í Evrópu. Manchester United er af mörgum talið stærsti fótboltaklúbbur heimsins. Þeir hafa gríðarlegan stóra aðdáenda hópa um allann heim. Man U er tekjuhæsta fótboltafélag heimsins í dag. Þeir gerðu nýverið auglýsingasamning við tryggingafélagið AIG sem er fjórða stærsta fyritæki í heiminum í dag skv. Forbes.
Manchester
Manchester hafa byrjað tímabilið geysilega vel. Þeir eru einir á toppi deildarinnar með 9 stig úr þremur umferðum. Þeir hafa markatöluna 10-2. Það er nokkuð ljóst að þeir verða með í baráttunni um englandsmeistaratitilinn í ár eins og undanfarin ár. Alex Ferguson hefur nú ekki beint verið iðinn við kolann á leikmannamarkaðnum í sumar. Þeir keyptu eins og hver einasti Tottenhammaður veit Michael Carrick frá okkur fyrir væna fúlgu. Þeir misstu reyndar frá sér markamaskínuna Ruud Van Nistelrooy en engin önnur stóráföll. Það er í raun furðulegt að þrátt fyrir að missa einn mesta markaskorarann sinn undanfarin ár hafa þeir skorað lang flest mörkin í deildinni sem komið er.
Meiðsli og leikbönn
Wayne Rooney og Paul Scholes verða í leikbanni í leiknum gegn okkur á Laugardaginn. Gary Neville, Gabriel Heinze og Vidic eru allir tæpir fyrir leikinn.
Tottenham
Það hefur ekki beint verið sólskinsbrosið á okkur spursurunum undanfarna daga. Liðið hefur ekki verið að spila sannfærandi fótbolta og eftir síðasta leik erum við farnir að fá flashback frá fyrri tímum þegar við vorum alltaf um miðja deild. En auðvitað erum við alltaf bjartsýnir fyrir næsta leik. Þetta er auðvitað bara tímaspursmál. Við tókum lægðina okkar eftir áramót í fyrra. Lægðin er bara á öðrum tímapunkti núna. Það er algjör óþarfi að missa stjórn á sér þó maður geri það nú alltaf eftir tapleikina. Við getum horft til þess að í upphafi tímabilsins í fyrra var Liverpool að berjast í neðri helmingnum í deildinni. Við getum líka horft til þess að Arsenal eru nú ekki að spila á pari nú í upphafi leiktíðar. Tapið gegn Everton var kannski lán í óláni. Það vita allir uppá sig sökina sem spiluðu þennann leik. Það var hrikalegt að sjá spilamennskuna. Það er nokkuð ljóst að ef einhver metnaður er í þessu Spurs liði munu þeir reyna að bæta upp fyrir þennann leik í næsta leik. Við eigum svo að spila evrópuleik 5 dögum síðar á móti Slavia Prague. Það eru náttúrulega tímamót fyrir okkur að vera loksins að fara spila evrópuleik. Það er samt vonandi að leikmenn verði ekki með hugann við þann leik á laugardaginn.
Ýmislegt hefur breyst frá síðasta leik okkar gegn Everton. Við höfum fengið ágætis liðstyrk í formi Mido, Chimbonda og Steed (reyndar ekki liðstyrkur fyrr en eftir 2-3 mán). Svo má einnig geta þess til að peppa okkur aðeins upp að Man U. Spilaði síðasta leik á móti Watford og náði aldrei almennilegum tökum á leiknum þó þeir hafi unnið leikinn 1-2. Það er s.s allt hægt. Ef við gátum spilað eins og meistarar í 20 mínútur á móti Sheff. utd þá hljótum við að geta spilað 90 mínútur eins og meistarar. Ef það dettur inn í þessum leik munum við ná stigi/stigum. Auk þess hefur verið mikið álag á leikmönnum Man U þar sem flestir eru byrjunarliðsmenn hjá landsliðum sínum og eru því búnir að spila 5 leiki á 14 dögum. Man U eiga svo eftir að keppa við Celtic 4 dögum eftir leikinn við okkur. Nú bíða að sjálfsögðu allir eftir því að sjá hvernig liðinu verður stillt upp nú þegar nýir menn hafa bæst í hópinn. Ég get nú ekki sagt að þetta sé eitthvað líkleg uppstilling. En mér dettur í hug að þetta gæti verið uppstillingin í næsta leik.
Hægri Vinstri
-----------------------Robbo----------------
Cimbonda---Dawson----Davenport---Ekotto
Lennon------Jenas-------Zokora------Lee
---------------Mido-------Defoe------
Þetta er ekki draumauppstillingin mín en... Mér finnst líklegt að Cimbonda fari beint inn í liðið. Mér dettur í hug fyrst að Lee spilaði mikið vinstrameginn í fyrra og Jol viðurkenndi í síðasta leik að það væri ekki mikið að koma út úr vinstri kanntinum að hann setji Lee þar. Það er svo mitt mat að Defoe hennti betur frami í þessum leik en Keane. Jenas verður að spila leikinn þar sem Manchester virðist hennta honum ágætlega. King verður sem fyrr meiddur og Berbatov er tæpur. .
Tölfræði
*Við höfum ekki tapað fyrir Man U á útivelli síðustu tvö tímabil.
*Vð höfum spilað 18 leiki á dagsetningunni 9.9 og unnið 12 af þeim leikjum. Við höfum reyndar unnið 8 af síðustu 9 leikjum á þessari dagsetningu.
*Fyrsti leikur okkur við Manchester(hét þá Newton Heath) á útivelli fór fram árið 1899 og unnum við þann leik 3-5.
Myndbönd
Myndband 1.
Man U - Tottenham
Tottenham - Man U.
Jenas enn og aftur
Að lokum
Það er ekkert ómögulegt í knattspyrnunni. Það er langt frá því að Man U sé eitthvað óvinnandi lið. Ef að Watford getur staðið í þeim er það alveg eins líklegt að við getum gert gott betur en það.
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)