þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Velkominn aftur Mido!

Þegar ég fékk fréttir af því í vor að við myndum ekki kaupa Mido var ég í öngum mínum. Mido var í raun eini maðurinn í Spurs sem virkilega sýndi ást á klúbbnum og var allur af villja gerður. Hann átti eins og allir vita dramantískt augnarblik sem hann átti erfitt með að vinna úr. Nú er Mido kominn aftur ( ég er fullviss um að hann fái atvinnuleyfi) og fær nú aðeins meiri samkeppni um sæti í liðinu en frá Rasiak í fyrra. Nú erum við komin með tvö álíka góð sóknarpör. Þá er spurningin hvað er sterkasta sóknarparið?

Litli framherjinn er að sjálfsögðu Keane miðað við framistöðu undanfarin misseri.

Stóri maðurinn verður í mínu tilfelli að vera Mido. Ég hreifst svo að honum á síðasta tímabili að ég verð að taka hann fram yfir Berbatov. Ég hugsa að flestir séu ósammála mér. Berbatov er líklega af hlutlausum aðilum talinn betri leikmaður (sést líka á verðmiðanum) en stundum heldur maður bara meira með sumum leikmönnum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Verð að vera sammála þér með að Mido virðist út á við hafa stórt Tottenhamhjarta. Hann er að sjálfsögðu velkominn aftur. Berbatov er eldri, reyndari, dýrari og fjandanum markheppnari, svo Mido hlýtur að spila aðra fiðlu í samsetningunni og það er allt í lagi ef hann sættir sig við það sjálfur. Sem hann hlýtur að gera fyrst hann er kominn aftur.

Nafnlaus sagði...

Berbatov - Defoe er yrði mitt drauma sóknarpar :D en já Mido hefur risa tottenhamhjarta getur enginn efast um það ;)

Sicknote sagði...

Já ég býst ekki við öðru en að Berbatov verði fyrsti valmöguleikinn þegar að stóra framherjanum kemur.... til að byrja með. Eftir því sem líður á tímabilið fer Jol náttúrulega að velja eftir því hverjir eru að standa sig best og ef Mido smellur í sama gír og hann var í fyrir akkúrat ári síðan þarf Berbatov að vinna mikið fyrir sæti sínu.

Siggi
Ég get verið sammála þér með Defoe að sumu leiti. Ég væri til dæmis mikið til í að sjá hann á móti Utd. held að hann sé hentugri kosturinn þar. Utd. ætla sér sigur í leiknum og spila framarlega og það eru kjöraðstæður fyrir Defoe. Það er hans aðalmerki að stinga sér innfyrir varnir andstæðingana.