Jæja önnur færsla um Carrick. Ég má til þar sem Carrick er nú búinn að skrifa undir. Nú hefur margt skýrst í þessum málum öllum og reiðin runnin af mér. Við seldum Carrick fyrir 16 millj £ sem geta hækkað (og munu að öllum líkindum hækka) upp í 18,4 millj £. Það hefur líka komið í ljós að West Ham fá ekkert af þeim peningum.
Nú hef ég ekki heyrt neinn Spursara segjast vera óánægður með þetta. Þannig að ég sit uppi einn með þá skoðun. Tottenhammenn segja að þetta sé meiri peningur en þeir gátu látið sig dreyma um að fá fyrir Carrick og að við séum með Zokora sem geti fyllt skarðið hans Carricks og svo framvegis. Menn eru líka svo ánægðir yfir klókindum Levi að hafa ekki viljað taka það í mál að hafa söluprósentu í kaupsamningnum.
Ég vill hinsvegar meina að góður díll hefði verið ef Man U hefði keypt hann á minnst 30 millj £. Mér sýnist allir vera að gleyma því að Man U, Arsenal, Liverpool og Chelsea hafa verið að hirða meistaradeildarsætin undanfarin ár. Við vorum svo nálægt því í fyrra að komast inn og komandi tímabil er/var okkar tækifæri. Hugsunin við að veikja liðið okkar og styrkja eitthvert þessara liða meikar ekki sens fyrir mér. Ef Carrick hefði farið erlendis fyrir 15 milljónir hefði ég verið fullkomnlega sáttur. En ef við komumst ekki í meistaradeild að ári getum við reiknað með að við missum af tekjum upp á c.a 15 milljónir (hef ég heyrt nefnt). Á meðan við erum ekki í meistaradeild mun það líka reynast okkur erfitt að ná í stórstjörnur og því myndi ég ætla að 18.4 milljónir séu bara ekkert svo góður díll. Þetta var skref aftur á bak. Ef Jol tekst ekki að ná í menn sem eru í toppklassa fyrir tímabilið verður þetta þungur róður fyrir okkur. Ég verð samt að éta öll þessi orð ofan í mig "big time" ef við náum Cl á næstu leiktíð. Ég er bara ekki að sjá það gerast.
Varðandi söluprósentuna sem West Ham fær ekki verð ég að segja að ég sárvorkenni þeim. Mér finnst þetta rosalega hart fyrir þá. Á sínum tíma var Carrick að verða samningslaus hjá West Ham. Carrick var í viðræðum um nýjann samning hjá Hömrunum þegar Spurs sýnir áhuga. Líkt og nú sá Carrick eitthvað glitra og ekki var aftur snúið. West Ham var þá milli steins og sleggju. Þeir gátu ekki farið fram á mikinn pening og höfðu lélegann samningsgrundvöll. Ef þeir myndu fæla Spurs frá samningsborðinu var hætta á að Carrick myndi fara frítt. Spurs vissu þetta líklega og settu W.H líklega afarkosti. Þeir neituðu að kaupa hann með klásúlu um framtíðar söluprósentu. West Ham þurfti að kyngja því vegna lélegrar samningstöðu og þurfa nú að horfa upp á þetta. Ég sárvorkenni öllum West Ham mönnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
http://technologiesuae.com/#rx xanax xr 1 mg twice a day - custa alprazolam 0 5mg
Skrifa ummæli