Stuðningur úr óvæntri átt.
Nú þekkja allir Tottenhammenn orðið "coys". Þetta er skammstöfun á slagorðinu Come On You Spurs, eða "koma svo Spurs!". Nú eru jafnvel önnur lið í deildinni farin að nota þetta slagorð okkur til stuðnings. Það er ekkert nema gott að hjarta annara liða slái svona annað hvert slag til okkar. Ef þið klikkið á þennann link sjáið þið hvað ég á við http://www.comeonyouspurs.co.uk ;) Það væri ekkert nema gaman ef fleirri lið myndu tileinka sér þá stefnu að hvetja okkur "sofandi risana" til dáða. Manchester Utd myndi t.d hafa lénið á heimasíðu sinni "the-future is-bright-the-future-is-lillywithe" o.s.frv.
King
nú var ég að lesa ansi skrýtna frétt um það að King væri að fara í hnéuppskurð. Það kom í ljós í nóv/desember í fyrra að King þyrfti að fara í uppskurð á hnéi sem myndu kosta hann tveggja mánaða fjarveru. Jol tók það ekki til greina að það yrði gert þá vegna mikils leikjaálags og sagði að þetta væru meiðsli sem gætu beðið aðhlynningar. Talandi um að fresta vandamálunum! Af hverju er King ekki löngu farinn í þennann uppskurð? Eru menn sem metnir eru á milljarða virkilega látnir skakklappast þar til þeir hnýga niður? Ekki skrýtið að King hafi verið svona mikið meiddur í löppunum undanfarið ár!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli