fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Pascal Chimbonda

Hérna er eitt nafn sem ég er orðinn ansi þreyttur á að heyra "Chimbonda". Ég vona svo innilega að þær fréttir um að Spurs hafi nú ákveðið að hætta við kaupin séu sannar. Chimbonda (sem ég kalla hér eftir PC) er líklega fjári góður leikmaður. Hann komst meðal annars í draumaliðið á síðustu leiktíð. Þótt hann hafi ekki sannfært mig í þeim 4 leikjum sem ég sá hann er hann líklega leikmaður sem myndi styrkja Spurs.

Af hverju er ég þá ánægður með að Spurs séu líklega hættir við? Jú, ég fæ reglulega flashback þegar ég velti þessu fyrir mér. Þarna er um að ræða leikmann sem við höfum verið á eftir í nokkra mánuði. Muna ekki allir eftir eitthverju svipuðu í fyrra sumar? Hringir nafnið Dirk Kuyt einhverjum bjöllum? Þar var leimaður sem við reyndum allt sumarið að ná í. Við reyndum svo mikið að við gleymdum að hugsa það til enda ef hann kæmi nú ekki. Svo kom á daginn rétt fyrir lokun leikmannamarkaðarins að hann myndi ekki koma. Þá fór allt í háa loft og the amazing race í leit að stórum framherja var sett í gang. Við þurftum að sætta okkur við pólskan leikmann að nafni Raziak til að verða okkar fjórði framherji. Þetta má bara ekki gerast aftur!!!

Ef við fáum PC núna er ég ánægður. Ég vill samt ekki sjá Levi, Comolli og Jol setja öll eggin í sömu körfuna. Nú verða þeir að segja "við erum búnir að reyna í 2 mánuði og ekkert hefur gerst. Við verðum að snúa okkur að öðrum möguleikum". Þetta er ástæða þess að ég vona að fréttirnar um að Spurs hafi endað þennann skrípaleik séu sannar, en ekki vegna þess að ég vilji ekki PC. Spurning hvort við snúum okkur að Gallas? ;)

Engin ummæli: