Tottenham gegn Sheffield Utd.
Þriðjudaginn 22. ágúst kl 19:00 á White Hart Lane
Saga Sheffield Utd.
Stofnað: Árið 1889
Gælunafn: The Blades (vegna sverðana á merkinu)
Heimavöllur: Bramall Lane(svipaður að stærð og WHL)
Nágrannar: Sheff. Wed.
Knattspyrnustjóri: Neil Warnock (frá árinu 1999)
Þar sem margir vita ekki mikið um þetta félag (þ.a.m ég) hef ég ákveðið að leggjast í sögubækur og lesa mér til um þetta félag.
Borgin Sheffield (í suður Yorkshire) er ein af mestu íþróttaborgum Englands. Sheffield er oft lýst sem höfuðborg knattspyrnunnar. Knattspyrnusagan þar nær allt aftur til 1793 þar sem spilað var 6 á móti 6. Heimavöllur Sheffield Utd Bramall Lane er líka einn af elstu íþróttaleikvöngum Englands. Bramall lane er byggður árið 1855 og var upphaflega krikketleikvangur. Fyrsti fótboltaleikurinn sem fór fram á þessum leikvangi var í desember árið 1862 þegar Sheffield utd. Cricket Club spilaði á móti Hallam. Þetta þótti á þeim tíma einn glæsilegasti völlur landsins og fjölmargir úrslitaleikir sem áttu að fara fram á hlutlausum velli voru leiknir á Bramall Lane. Sheffield utd. Cricket Club spiluðu fótbolta yfir vetrartímann til að halda sér í formi yfir vetrarhléið í Krikket. Þetta var ansi skrautlegur hópur. William "Fatty" Foulke var að sjálfsögðu sjálfkjörinn markmaður liðsins þar sem hann þótti fylla ágætlega út í það. William þessi var um 140kg. Þess má auk þess geta að Sheffield Utd Cricket Club var fyrsta íþróttafélagið til að nota nafnið United.
Árið 1889 var svo ákveðið að búa til alvöru fótboltalið upp úr Sheffield utd.Cricket Club. Þeir leikmenn sem voru í fótboltaliðinu en ekki í krikket liðinu gengu til liðs við Sheffield Utd Fc liðsins sem var aðeins fótboltalið. krikketliðið hélt þó áfram að spila fótbolta undir merkjum Sheffield Utd. CC yfir vetrartímann.
Það er rétt tæp öld síðan Sheff. Utd unnu sinn eina Englandsmeistaratitil. Á þessari öld hafa þeir alltaf verið svona jójó lið milli deilda. Tímabilið 1981-82 voru þeir að spila í fjórðu deildinni 9 tímabilum síðar voru þeir komnir í efstu deild. Þeir náðu að halda sér í efstu deild í 4 tímabil áður en þeir féllu 1994. Síðan þá hafa þeir verið í næst efstu deild þar til nú.
Sheffield Utd.
Sheff.utd hefðu nú eflaust kosið að byrja tímabilið á aðeins auðveldari nótum svona fyrirfram. Fyrstu tveir leikirnir eru á móti Lfc og Spurs. Sheffield mætti Liverpool á heimavelli sínum á laugardaginn. Fyrirfram hefði maður að sjálfsögðu veðjað á útisigur þar. Leikmenn Sheffield voru hinsvegar ekkert að sýna of mikla virðingu og stóðu í hárinu á Lfc allann leikinn. Flestir leikmenn Sheffield voru að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og stuðningsmenn liðsins voru að mæta á fyrsta úrvalsdeildarleik Sheffield í 12 ár. Stemmingin var því öll þeirra megin. Sheffield spiluðu leikkerfið 4-5-1 með Hulse fremstann.Sheffield komst yfir á 46 mínútu með skallamarki frá Hulse eftir aukaspyrnu. Robbie Fowler jafnaði svo metin úr umdeildri vítaspyrnu sem Gerrard fiskaði. Lokatölur 1-1. Það eru greinilega leikmenn þarna sem kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta. Þeirra stærsta stjarna er Phil Jagielka. Jagielka þessi var valin besti leikmaður næstefstu deildar í fyrra. Ég tók samt ekki mikið eftir honum en hann er svona sópari á miðjunni (líkt og Makelele). Þeir sem mér fannst standa sig hvað best voru David Unsworth (vinstri bakvörður), Chris Armstrong (ekki hinn eini sanni, hægri kanntur), Danny Webber (eldfljótur miðjumaður) og Hulse (framherjinn sem skoraði markið). Einnig er í þessu liði leikmaður sem kannski einhverjir þekkja. Keith Gillespie sem spilaði á tímabili með Man U. Fréttaþulirnir á Sky segja að Gillespie sé sá leikmaður í sögu Sheff. Utd sem oftast hefur komið inná sem varamaður.
Ég á fastlega von á því að Sheffield Utd spili sama kerfi með sama mannskap í leiknum gegn okkur.
Hægri Vinstri
-------------------Kenny----------------------------
Geary-------Bromby--------Morgan----Unsworth
Armstrong---Ilfil--Jagielka--Tonge--Webber
-----------------------Hulse---------------
Tottenham
Tímabilið byrjaði ekki jafn byrlega fyrir okkur og Sheff.Utd. Við vorum hreint út sagt arfaslakir á móti Bolton í okkar fyrsta leik. Það er alveg ljóst að leikmenn okkar verða að taka sig til í andlitinu fyrir þennann leik. Það er ljóst að ef við eigum ekki topp leik á þriðjudaginn munum við tapa fleirri stigum. Við erum sterkari en þeir á pappírunum, en fótbolti er ekki pappírsvinna. Okkar akkílesarhæll er að við eigum oft í miklum vandræðum með minni liðin.
Nú skulum við aðeins færa okkur yfir á jákvæðari nótur. Það er ekki hægt að segja að fyrsta umferðin gefi góða mynd af því sem koma skal. Við sjáum það á leikjum eins og Sheff.Utd - Liverpool og Arsenal - Aston V. að þetta eru ekki marktækir leikir til að dæma um stöðu liða. Á laugardaginn kepptum við á móti liði sem tapaði aðeins 3 af 27 heimaleikjum sínum á síðasta tímabili. Við vorum ekki að keppa á móti neinum byrjendum í fótboltanum. Það er nokkuð ljóst að leikmenn Spurs munu ekki vilja spila annann svona leik fyrir framan stuðningsmenn sína á heimavelli. Þess vegna býst ég við heimasigri á þriðjudaginn.
Ég á ekki von á að Jol breyti liðinu mikið á þriðjudaginn. Ég þó von á að Gardner komi inn í liðið á kostnað Davenport. Ég vona innilega að Tainio komi inn í liðið í stað annaðhvort Jenas eða Davids, en mig grunar að það verði þó ekki. Svona býst ég þá við að liðið líti út á Þriðjudaginn.
Hægri Vinstri
---------------Robinson-------------------
Lee-----Gardner--------Dawson-------Ekotto
Lennon---Jenas---------Zokora-------Davids
---------Berbatov------Defoe-------------
Því miður get ég ekki rifjað upp síðasta sigurleik þar sem það eru komin þó nokkuð mörg ár síðan hann fór fram og heimildir mínar ná ekki svo langt til baka.
Staðreyndir
Við höfum mætt Sheff.Utd.4 sinnum í úrvalsdeild og í þessum 4 leikjum hafa verið skoruð að meðaltali 4 mörk í leik.
Við höfum mætt Sheff.Utd 42svar á heimavelli okkar og:
Unnið 26
Tapað 6
jafnt 10
Þannig að tölfræðin er okkur í hag.
Við höfum einusinni spilað við Sheff.Utd á dagsetningunni 22 ágúst. Það var á heimavelli líkt og nú og unnum við leikinn 2-0.
Að lokum
Þó að við séum enn sárir eftir síðasta leik þá er alveg ástæða til þess að vera bjartsýnn fyrir leikinn. Við erum feiknar sterkir á heimavelli og Tottenham leikmennirnir munu leggja sig alla fram um að sína áhangendum sínum að síðasti leikur var aðeins feilspor. Ég er nokkuð öruggur allavega á að við vinnum þennann leik.
COYS!!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli