Fyrsti leikur okkar í deildinni boðar ekki gott. Það vantaði svona eitt og annað í okkur í dag.
*Við vorum 11 einstaklingar að spila á móti 11 manna liði. Bæta það.
*Það vantaði ákveðni í sóknarleikinn hjá okkur. Bæta það.
*Það vantaði ákveðni í miðjuna okkar. Bæta það.
*Það vantaði ákveðni í vörnina. Bæta það.
*Leikmönnum vantaði yfirsýn. Bæta það.
*Leikmenn voru ekki að koma með hlaup án bolta. Bæta það.
*Sendingarnar voru hugmyndasnauðar og ónákvæmar. Bæta það.
*Leikmenn voru að "hlaupa" of mikið úr stöðum sínum. Bæta það.
*Leikmenn sendu boltan nánast undantekningalaust í fæturna á Berbatov en gáfu háa skallabolta á Davids. Bæta það.
*Ekotto getur ekki séð bæði um varnar- og sóknarleikinn vinstrameginn. Bæta það.
*Það var enginn tilbúinn að taka af skarið og berja liðið saman á vellinum. Bæta það.
*Við nýttum föstu leikatriðin illa. Bæta það.
*Enginn leikmaður spilaði nógu vel til að verðskulda yfir 6 í einkun. Bæta það.
Fyrir utan þetta var þetta alveg sæmilegt hjá okkur. Við höfum alveg 3 daga til að leysa þessi vandamál þannig að það er ekkert að örvænta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli