þriðjudagur, ágúst 22, 2006
Spurs 2 - Sheff. Utd. 0
Við unnum Blades 2-0 í leiknum í kvöld. Svolítið skondið að þessi leikur spilaðist nákvæmlega eins og síðasti leikur fyrir utan að nú var þetta okkur í hag. Við náum 2-0 forustu á fyrstu 20 mínútunum og erum betri aðilinn allann leikinn. Ég ætla ekkert að missa mig í neinum fagnaðarlátum. Við vorum nú ekki að rústa einhverju stórliðinu. Þessi úrslit voru náttúrulega bara krafa. Við vorum betri aðilinn og spiluðum vel. Robbie Keane var gjörsamlega stórkostlegur fyrsta hálftímann. Enginn leikmaður okkar var að spila verr en upp á 7 í einkun. Þó svo ég sé ekkert að missa mig er ég samt mjög ánægður með að við skulum hafa rifið okkur upp eftir síðasta leik. Nú er bara að vona að þessi leikur sé upphafið af einhverju enn stærra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli