föstudagur, ágúst 25, 2006









Tottenham        Gegn      Everton


Laugardaginn 26 ágúst. Kl: 14:00 á WHL.


Everton
*Stofnað: Árið 1878 (undir nafninu St. Domingo fc.)
*Gælunafn:The Toffies (Karamellurnar)
*Heimavöllur: Goodison Park (rúmar 40.569 manns)
*Nágrannar: Liverpool
*Knattspyrnustjóri: David Moyes


Everton er eitt af þeim 12 liðum sem stofnuðu ensku deildarkeppnina árið 1888. Everton hefur um margt merkilega sögu. Þeir eru eina liðið á Englandi sem hefur verið yfir 100 ár (samamlagt) í efstu deild. Everton spiluðu fyrst um sinn á Anfield eða allt til ársins 1891. Þá keypti maður að nafni John Houlding Anfield. Hann ákvað að hækka leiguna á Anfield upp í 250 pund á ári. Þetta sættu Everton sig ekki við og ákváðu því að fara yfir á Goodison Park. Það vekur ómælda ánægju fyrir Evertonmenn að Liverpool skuli spila á gamla heimavelli þeirra og segja í gríni að Poolararnir geti fengið Goodison Park þegar þeir byggji nýjann leikvang.
Goodison Park
Goodison Park.

Everton
Á síðusta leiktímabili lenti Everton í 11 sæti eftir að hafa náð 4.sæti tímabilið áður. Everton voru að strögla allt síðasta tímabil og spiluðu leiðinlegann bolta. Þeir voru meðal þeirra liða sem skoruðu hvað fæst mörkin í deildinni. Þeir náðu aðeins að setj'ann 34 sinnum (ekki einusinni mark í leik).
     Everton byrjaði síðasta tímabil á forkeppni í CL á móti Villareal. Þeir töpuðu því einvígi og duttu þá niður í UEFA Cup. Þar mættu þeir Dinamo Bucharest og töpuðu því einvígi 5-2 samanlagt. Þar með lauk evrópuævintýri Everton það tímabilið. Það má því segja að tímabilið hafi verið vonbrigði allt frá upphafi.
     Við mættum Everton tvívegis á síðasta leiktímabili. Í fyrra skiptið mættum við þeim á heimavelli lau. 15 okt.
Tottenhamklúbburinn var með skipulagða ferð á þennann leik í tilefni 10 ára afmælis Tottenhamklúbbsins á Íslandi. Þar sáu þeir sem mættu okkar menn vinna Everton á WHL 2-0. Mido og Jenas skoruðu mörkin á 5 mínútna kafla í seinni hálfleik. Við unnum svo útileikinn 0-1.
     Þó svo að það sé margt okkur í hag í þessum leik skulum við ekki vanmeta Everton. Þeir hafa styrkt sig í sumar og því til stuðnings má geta þess að þeir hafa keypt markahrókinn Andy Johnson frá Crystal Palace. Þeir unnu Watford 2-1 á heimavelli í sínum fyrsta leik og gerðu svo jafntefli við Blackburn í vikunni á útivelli.

Liðsuppstilling í síðasta leik:
Hægri                                                       Vinstri
---------------------Howard--------------------------
Yobo--------Neville--------Stubbs------Naysmith
Carsley------Arteta------Osman--------Kilbane
-------------Beattie-------Johnson-------------------

Myndbönd
Ég hef nú ákveðið að brjóta odd af oflæti mínu og sleppa því að fara yfir síðasta sigurleik og koma með tvö myndbrot í staðinn. Það fyrra eru mörkin í 5-2 sigri okkar á Everton á nýársdag árið 2005.
Tottenham 5 - Everton 2
Seinna myndbrotið er líklega eitt fallegasta mark sem við höfum séð okkar menn skora á móti Everton
F. Kanoute

Tottenham
Fyrstu 20-30 mínúturnar í síðasta leik var ég gjörsamlega að missa mig yfir því hversu vel við vorum að spila. Það var ekki veikur punktur í liðinu okkar á þessum mínútum. Robbie Keane hækkaði standardinn all svakalega á þessum hálftíma. Nú er bara að vona að hann geti spilað fullann leik í svona formi. Ef Robbie getur spilað svona í heilt tímabil erum við pottþéttir í meistaradeildina. En það var ekki bara Keane sem var að spila vel þessar mínútur. Það var allt liðið í heild sinni að spila háklassa knattspyrnu. Seinni hálfleikur var hálfgerð vonbrigði eftir þessa frábæru byrjun. Við vorum ekki að spila neitt illa í seinni hálfleik en gæðamunurinn á fyrri og seinni hálfleik var svo mikill að maður varð hálf leiður á að horfa á okkur leggja 70% í leikinn.
     Að leiknum á laugardaginn. Við erum með alla leikmenn leikfæra nema King. Þannig að liðsuppstillingin ætti að vera keimlík því sem við höfum séð í undanförnum leikjum. Ég held að ég geti sagt það án hlutdrægni að sá mannskapur sem við höfum úr að velja fyrir þennann leik sé töluvert sterkari en leikmannalisti Everton. Þar sem ég hef verið frekar slakur í að giska á byrjunarliðið okkar í síðustu leikjum ætla ég að láta það vera í þetta sinn.

Af hverju munum við vinna?
VIÐ HÖFUM ALDREI TAPAÐ FYRIR EVERTON Á WHL Í ÚRVALSDEILDINNI!!!!

Við höfum aðeins tapað 2 fyrir Everton í 28 leikjum í úrvalsdeildinni!!!

Við getum því verið vongóðir fyrir leikinn. Það er enginn vafi í mínum huga að við vinnum Everton á laugardaginn. WHL er nánast óvinnandi vígi fyrir gesti og því getum við nánast bókað heimasigur.

COYS!


PS' Þessi upphitun var skrifuð undir mikilli tímapressu. Ég lofa alvöru upphitun fyrir leik okkar gegn Man U.......... og endilega skiljið eftir ykkur Komment ;-)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld!

Nafnlaus sagði...

Þetta er skemmtilegar lesningar hjá þér. keep up the good work !

Þori aldrei að spá fyrir um leiki okkar manna þannig að ég vona bara.