Það er alveg sama hvernig við höfum spilað undanfarin ár gegn Everton. Það við byrjum hvern leik með hreint blað. Þó svo að við höfum haft tak á Everton undanfarin ár er Everton liðið nú einfaldlega mörgum númerum of stórt fyrir lið Spurs. Ég hef samt litlar áhyggjur af fallslagnum. Þó svo að við séum aðeins að slípa þetta svona í byrjun held ég að við munum alltaf halda okkur í þægilegri fjarlægð frá fallsætunum. En það er ekkert sjálfgefið. Við þurfum að berjast fyrir öllu í þessari deild því við fáum ekkert gefins.
COYS
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
HA,,,
Ertu nú ekki aðeins of tapsár. Talar um að stefna bara á að falla ekki.
Jú ég er ansi tapsár í dag. Enda var þetta svo sárt því að við vorum svo miklu, miklu lélegri þó svo að við værum manni fleirri. Það var margfaldur klassa munur á þessum liðum í dag og við vorum stálheppnir í þessum leik. Það er í raun það jákvæða við leikinn að Everton voru bara sáttir efir 2 mörk. Ég er David Moyes ævinlega þakklátur fyrir að hafa ekki tekið þá ákvörðun að rótbursta okkur.
Það stefnir í sama og undanfarin áratug. Miðjumoð, engin fallbarátta, engin keppni um bikar.
Að halda með Tottenham er fyrir hjartveika. Ekkert stress, engin spenna, bara sama dútlið.
Skrifa ummæli