Bolton Gegn Tottenham
Laugardaginn 19 ágúst kl 16:15 á Reebook stadium
Loksins!!! Fyrsti leikurinn er á næstu dögum. Ég held að sálfræðingar landsins megi nú alveg fara skoða þann möguleika að áhugi á enska boltanum gæti verið besta lausnin við skammdegisþunglyndi. Á sumrin getur maður vart beðið eftir vetrinum (leiktímabilinu). En nú loksins fer biðin að taka enda og spennan fer ört vaxandi. Við þurfum ekki að bíða lengi eftir fyrsta prófsteininum. Við erum að fara keppa við lið sem hefur okkur í heljargreipum á heimavelli sínum.
Bolton
Það ætti öllum að vera orðið ljóst að Bolton er ekki auðvelt viðureignar. Bolton hefur sannað sig sem lið sem á erindi í deild þeirra bestu. Þeir áttu gott tímabil í fyrra og enduðu í 8. sæti deildarinnar og stóðu sig ágætlega í Uefa keppninni. Þrátt fyrir góðan árangur undanfarin ár ætla ég samt að spá þeim slöku gengi í ár. Ég á von á að þeir verði fyrir neðan miðju í lok tímabilsins. Ástæðan er sú að þeir hafa ekki verið duglegir í leikmannakaupum þrátt fyrir að hafa misst nokkra góða leikmenn. Þeir hafa m.a misst menn eins og Matt Jensen, Fadiga, N'Gotty, Okocha og Nakata sem ákvað að leggja skóna á hilluna 29 ára gamall. Þeir hafa bætt við sig Fortune og Meite (veit ekkert um hann nema hann var svona sæmilegur í frönsku deildinni í fyrra). Því held ég að mér sé óhætt að segja að þeir eru með veikara lið en í fyrra. Því til stuðnings má geta þess að Bolton hafa verið gjörsamlega hörmulegir á undirbúningstímabilinu og tapað öllum 4 leikjum sínum á undirbúningstímabilinu (skv. SSN). A Faye, H Pedersen, N Hunt, R Gardner eru meiddir og geta samkvæmt mínum heimildum ekki tekið þátt í leiknum. Þarna eru nokkrir sterkir leikmenn sem Bolton mun sakna sárt á laugardaginn. J O'Brien, K Davies, S Giannakopolous eru allir spurningamerki fyrir leikinn. Þetta eru að mínu mati 3 af 5 bestu leikmönnum Bolton og það mun vera risa stórt skarð í liði þeirra ef þeir ná ekki að jafna sig fyrir leikinn. Hvernig sem þessi meiðslamál fara hjá þeim megum við eiga von á erfiðum leik. Bolton liðið mun ekki gefa tommu eftir í þessum leik.
Tottenham
Hlutirnir eru í aðeins bjartara ljósi í herbúðum okkar þessa dagana. Okkur hefur gengið afskaplega vel á undirbúningstímabilinu okkar og unnið hvert stórliðið af fætur öðru. Við erum nokkra nýja menn í okkar herbúðum sem hafa verið að smella glymrandi vel inn í liðið á undirbúningstímabilinu. Berbatov hefur verið iðinn við að koma boltanum í markið og Ekotto hefur verið hreint út sagt frábær undanfarna leiki. Zokora virðist ætla að vera fljótur að finna fjölina einnig. Fyrir söluna á Carrick var markmiðið að komast í meistaradeildarsætið þetta tímabilið. Ég átti þá helst von á að við myndum halda Man U. fyrir utan hana en nú þegar við höfum styrkt lið Man U held ég að krafan sé að ná minnst 5. sætinu aftur. Meistaradeildarsætið er samt ekkert óhugsandi og innst inni er það það sem maður dreymir um. Það er alveg vel hugsandi að við gætum komist í 4. sætið á kostnað Arsenal þar sem að vörnin þeirra er spurningamerki. Það eru líka skörð hoggin í lið Spurs í þessum fyrsta leik okkar. King er að jafna sig eftir uppskurð og Keane er meiddur og litlar líkur á að hann spili leikin eftir því sem ég kemst næst, einnig eru Reid, Tainio og Routhledge tæpir.
Liðsuppstilling Spurs
Þetta eru bara pælingar úr mínu höfði og líklega verða liðin eitthvað öðruvísi.
Tottenham
Hægri Vinstri
Robinson
Lee Dawson Davenport Ekotto
Lennon Jenas Zokora Davids
Defoe Berbatov
Treysti mér ekki til að gera liðsuppstillingu Bolton á þessari stundu þar sem ég hef enga alvöru viðmiðun. Ég mun samt reyna að gera liðsuppstillingu andstæðinganna skil í upphitunum þegar líður á tímabilið og ég átta mig á hvaða leikkerfi og leikmenn liðin hafa notast við í síðustu leikjum.
Fyrri viðureignir
Eins og hefur komið fram höfum við ekki riðið feitum hesti frá Reebok Statium undanfarin ár. Við höfum ekki unnið deildarleik gegn Bolton á útivelli í 10 ár (tapað 5 af 6 leikjum okkar og eitt jafntefli). Við eigum nú harma að hefna frá síðustu heimsókn okkar til Bolton. Þeim leik töpuðum við 1-0. Í þeim leik var við ofurefli að etja. Línuvörður leiksins hefur líklega lagt mikið undir Boltonsigur í þessum leik. Ég tók upp þennann leik og ákvað að horfa á hann aftur bara til að skoða dóma línuvarðarins. Það var einn dómur sem var vafaatriði og ég ætla að láta línuvörðinn njóta vafans þar, restin voru rangar ákvarðanir. Hann meira að segja tók fullkomnlega löglegt mark af Defoe. Við unnum svo heimaleikinn á móti Bolton 1-0.
Ég hef það fyrir sið að rifja upp einn sigurleik í hverri upphitun og ég mun ekki breyta því.
Whorthngton Cup 11 des 2001
Tottenham 6 – Bolton 0
Viku fyrir þennan leik höfðum við spilað á móti Bolton í deildarkeppninni og unnið 3-2 á WHL. Bolton hvíldi nokkra af byrjunarliðsmönnum sínum í þessum leik, þar á meðal Guðna. En Tottenham ætlaði sér sigur og tefldi fram sínu sterkasta liði. Við byrjuðum leikinn vel og sóttum stíft að marki Bolton. Á 21 mín. byrjaði svo markaregnið. Simon Davies skoraði fallegt mark og staðan 1-0. Ferdinand var aðeins viku frá 35 ára afmæli sínu og ákvað að sýna kjúklingunum að aldur er svo sannarlega afstæður. Hann fullkomnaði þrennuna á aðeins 9 mínútum. Hann skoraði á 29,30 og 38 mín. og staðan í leikhléi 4-0. Hoddle ákvað þá að taka hann útaf í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði svo John Barness sjálfsmark og Iversen rak smiðshöggið á stórsigri Tottenham. Til marks um yfirburði Spurs í leiknum sást Neil Sullivan halla sér nokkrum sinnum upp að tréverkinu til að láta fara betur um sig meðan hann horfði á leikinn. Þegar áhorfendur voru að týnast af vellinum syngjandi og stoltir og hugsuðu með sér þessi dagur getur ekki batnað. Þá glumdi í kallkerfinu úrslit úr öðrum leik BLACKBURN 4 – ARSENAL 0. Það brjálaðist allt á vellinum! Seinna á tímabilinu unnum við svo Bolton í FA bikarnum 4-0.
Hoddle stillti upp í 3-5-2 og skipaði stöður á eftirfarandi vegu:
--------------------Sullivan------------
--------------King----Perry----Gardner--------
Davies-----Freund----Andreton----Poyet-----Taricco
-------------Sheringham----Ferdinand-------
Tölfræði og staðreyndir
Viðureignir frá upphafi PL
Bolton 6
Spurs 5
Jafnt 3
Við höfum spilað 14 leiki á dagsetningunni 19 ágúst og
Unnið 8
Tapað 4
Jafnt 2
Við höfum leikið alls 87 leiki við Bolton og aðeins einusinni hafa leikmönnum ekki tekist að skora, það var tímabilið 1923-24 þannig að við meigum eiga von á marki/mörkum.
Að lokum
Þó svo að tölfræðin sé okkur ekki í hag í þessum leik er ástæða til bjartsýni. Getumunurinn hefur sjaldan verið jafn mikill og nú á liðunum. Við erum á fljúgandi siglingu á meðan hvorki gengur né rekur hjá Bolton. Ef ég ætti að leggja aleiguna undir þennann leik myndi ég ekki hika við að setja allt á útisigur. Ég ætla að vera raunsær og spá leiknum 0-2.
COYS
3 ummæli:
Kem hingað reglulega. Góð síða og frábær pistill, eins og þín er von og vísa af spurs.is. Haltu bara áfram á sömu braut...
Fínn pistill
Takk fyrir þetta! Gaman að fá svona smá hvatningu.
Skrifa ummæli