sunnudagur, ágúst 13, 2006

Óleyst vandamál

Ég er á þeirri skoðun að tímabilið í fyrra hafi verið allt í lagi tímabil fyrir okkur. Framfarir á sumum sviðum, staðnaðir á öðrum sviðum og svo var líka afturför á sumum sviðum. Framfarirnar eru að sjálfsögðu árangur okkar í deildinni og þ.a.l evrópukeppni í ár. En við rituðum okkur líka á spjöld sögunar sem það lið í úrvalsdeild sem hefur átt lélegasta bikartímabilið.

Eftir tímabilið var það hlutverk klúbbsins að hlúa að því sem vel var gert og bæta það sem miður fór. Ef við teljum upp hvað vantaði í hópinn í fyrra var það þetta:

1)Stór framherji í toppklassa.
2)Minnst einn vinstri kanntmaður.
3)Góðann varnarmann sem backup fyrir Daws og King.

Þetta voru augljósustu vandamálin. Þetta átti maður von á að væri farið strax í að redda. Svo náttúrulega átti maður alveg von á að fá menn í hinar og þessar stöður (t.d hægri bakvörðinn) til að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil þar sem að stefnan er sett hærra en að tapa báðum bikarleikjunum.

Hvað hefur svo verið gert í sumar til að leysa þessi vandamál?

1)Erum við með tvo stóra framherja í toppklassa?
2) Erum við búnir að kaupa toppklassa vinstri kanntmann?
3)Erum við búnir að kaupa toppklassa backup fyrir Daws og King?

Ég er ekki enn búinn að sjá nein vandamál leyst í sumar. Nú er ég alls ekki að gera lítið úr þeim leikmönnum sem hafa komið í sumar. Berbatov lítur rosalega vel út á undirbúningstímabilinu og ef Ekotto heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera erum við komnir með einn besta vinstri bakvörð í deildinni í dag. Ég geri ráð fyrir að Zokora sé ágætis leikmaður líka. En þeir eru ekki að leysa þau vandamál sem voru á síðasta tímabili.

Berbatov getur að öllum líkindum fyllt skarð Mido í sókninni. En hver á að vera stóri framherjinn okkar ef Berbatov skildi nú lenda í slæmum meiðslum og vera frá í nokkra mánuði? Mér finnst það algjört lykilatriði að við höfum alltaf möguleika á að setja inn stórann mann í sóknina. Einhæfur sóknarleikur er ekki leiðin að árangri fyrir okkur.

Vinstri kanntmaður var okkar stærsta vandamál í fyrra. Það er algjörlega fáránlegt að ekki hafi verið lögð meiri áhersla á að leysa þetta vandamál í sumar.

Okkur vantar líka varamann fyrir King og Daws. King er mikið meiddur og þó Dawson hafi verið nánast meiðslalaus í fyrra þá á hann mikla meiðslasögu að baki sér. Ég vill bara alls ekki sjá Gardner spila annann leik í Spurstreyju. Að mínu áliti er Gardner mjög óheiðarlegur leikmaður og mjög klaufskur. Hann er ungur en langt frá því að vera efnilegur. Ef eitthvað er finnst mér hann fara versnandi með hverju árinu. Hann sýndi það líka í fyrra að þetta er ekki leikmaður sem við viljum treysta mikið á.

Það eru bara rúmar tvær vikur sem við höfum til að kaupa leikmenn. Ég er ekki að sjá okkur komast í 8 liða úrslit í Uefa og ná meistaradeildarsætinu (bara mínar væntingar) með þessi vandamál óleyst. Auðvitað getur Jol reddað sér með því að setja menn í stöður sem þeir eru ekki vanir að spila og svoleiðis, en það mun ekki skila tilætluðum árangri. Ef ekkert verður aðhafst í þessum málum fyrir tímabilið mun ég líta á það sem metnaðarleysi.

Ég vill minna menn á sem eru nú að farast úr bjartsýni vegna undirbúningstímabilsins að það endurspeglar ekki raunveruleigan styrk okkar. Á síðasta undirbúningstímabili unnum við lið eins og Lyon og gerðum jafntefli við Bocca Juniors. En þegar við mættum stórliðunum í deildinni var lítið um sigra. Við unnum engan leik á móti toppliðunum 4. Í raun unnum við aðeins 4 leiki af 18 á móti liðunum í topp 10. Þannig að undirbúningstímabilið er ekki góður mælikvarði á styrkleika liða.

Engin ummæli: