sunnudagur, júlí 30, 2006

Tottenham 2 - Inter 1

Í aðdraganda leiksins:
Æfingaleikur okkar við Inter fór fram í dag. Eftir að hafa eytt nokkrum klukkutímum í tölvunni og eftir að hafa dánlódað fjöldanum öllum af einhverju rusli fann ég loksins stöð sem sýndi leikinn. Í örvæntingu minni ýtti ég bara stanslaust á "Yes" í hvert skiptið sem tölvan kom með spurningar. Nú er tölvan full af einhverju drasli og sjálfsagt vírusum. En þegar ég loksins komst inn á einhverja asíska stöð og leikurinn byrjaði náði ég svo góðum gæðum að ég hefði aldrei trúað því.

Leikurinn
Við spiluðum í dag í brúnum búningum ( þriðji búningurinn eins og það er kallað) með gulllituðum röndum. Ég er ekki alveg að fíla þessa búninga en það kannski kemur. Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi mönnum (4-3-3):
------------------------Cerny----------------
Routhledge----Davenport--Daws------Ekotto --
Tainio------Huddlestone----Davids-------
-------Keane-------Berbatov------Defoe------
Leikurinn byrjaði ágætlega. Við náðum fljótt yfirhöndinni í leiknum og strjórnuðum honum nánast frá upphafi til enda. Án þess að hafa neinar tölfræði upplýsingar held ég að við höfum örugglega verið svona 65% með boltann. Það er svona mín tilfinning. Inter voru þó hættulegir í leiknum og beittu skyndisóknum með hinum fótfráa Martins í fremstu víglínu.
Leikurinn stóð aldrei undir væntingum. Þó stuðningsmenn hafa örugglega haft gaman af því að fylgjast með nýju mönnunum okkar þá var þessi leikur mjög leiðinlegur. Það er eitthvað svo niðurdrepandi að horfa á leik þar sem leikmenn eru ekki að leggja allt undir. Menn nenntu ekki að hlaupa fyrr en þeir fengu boltann í fæturna og þá stóðu hinir kjurrir og biðu eftir því að fá sendingu. Ég er ekki bara að tala um okkar menn. Það var alveg ljóst að bæði lið vissu að þetta var leikur sem skipti engu. Það voru þó nokkrir leikmenn sem voru þarna til að sanna sig fyrir þjálfaranum og reyndu sitt besta.

Fyrsta markið var sjálfsmark. Þrumufleigur frá Tainio af 20 metra færi sem fór í varnarmann og skildi Toldo eftir varnarlausann 1–0.
Skömmu síðar átti Inter skot að marki sem Cerny náði að verja glæsilega en Martins kom og hirti lausann boltann og skoraði 1-1.
Tainio innsiglaði svo sigurinn á 80 mín með glæsilegu marki, þegar hann óð upp allann völlinn og skaut vinstrifótarskoti af 20 metra færi fram hjá Toldo. 2-1 lokatölur.

Einkunir
Cerny: Stóð sig vel í markinu. Það reyndi nokkrum sinnum á hann og hann kom vel út úr leiknum (spilaði reyndar bara fyrri hálfleik). Einkun 7.

Routledge: Var einn af þeim mönnum sem voru að reyna að sanna sig á vellinum í dag. Hann lagði mikið í leikinn og gerði sitt besta. En einhvernveginn náði hann aldrei að klára það sem hann byrjaði á. Lélegar sendingar og lélegur varnarleikur. Einkun: 6

Dawson: Spilaði óaðfinnanlega eins og vanalega. Hann var svosem ekkert að henda sér í tæklingar eða aðrar dramantískar aðgerðir (enda vináttuleikur). Það reyndi nú heldur ekkert mikið á hann í leiknum. Sóknaraðgerðir Inter (þá einkum í seinni hálfleik) voru yfirleitt kæfðar á miðjunni. Einkun 8

Davenport: Mér fannst hann alls ekkert sérstakur í leiknum. Hann gerði engin mistök eða neitt, en mér fannst hann bara ekki vera í takt við leikinn. Hann hvarf alveg í fyrri hálfleik og stórann hluta seinni hálfleiks. Einkun 6

Ekotto
: Spilaði svo sem ekkert frábærlega. En maður sá samt að í þessum manni búa miklir hæfileikar og þegar hann nær að aðlagast liðinu og leiksikipulaginu verður hann brilljant. Hann er mjög góður varnarmaður og með mjög góðar sendingar. Hlakka til að sjá meira af honum í vetur Einkun 7

Tainio: Býst við að flestir fjölmiðlar velji hann mann leiksins. Ég er hins vegar á því að hann hafi ekki unnið fyrir því. Hann var ekki að spila neitt svakalega vel. En svo komu svona ein og ein sókn þar sem hann setti allt í gang og tók á rás. Það var eins og hann nennti þessu ekki en tæki svona einn og einn sprett til að sýna hvernig ætti að gera þetta. Ef hann getur gert það sem hann gerði í nokkrum sóknum í dag í 90 mínútur þá erum við í góðum málum í vetur. Einkun 7,5 fær mínus fyrir að halda ekki tempói

Huddlestone: Þessi maður er náttúrulega ekkert minna en þurs að vexti. Sýndi annað slagið góða takta en eins og margir aðrir var eins og hann væri ekki að leggja allt sitt í leikinn. Einkun 6,5

Davids: Nú hef ég ekkert verið mikill Davids aðdáandi. En hann kom bara sæmilega út úr þessum leik. Það er eitt sem maður getur bókað að fá frá honum og það er barátta. Hann var líka að taka svolítið þátt í sókninni og gerði það ágætlega. En mér finnst oft eins og baráttan sé of mikil hjá honum og það var engin undantekning í þessum leik. Davids á það oft til að hlaupa í manninn með boltann og reyna að ná honum. Þetta gerir það að verkum að hann er oft kominn úr stöðu sinni. Hann er of villtur. En í leik þar sem menn lögðu lítið á sig fær Davids klapp á bakið. Einkun 7.

Defoe: Var mjög beittur í upphafi leiksins og sýndi gamalkunna takta. Allt í einu sá ég hvað vantaði í Defoe síðari hluta síðasta tímabils. Það geyslaði af honum sjálfstraust og öryggi. Hann var frábær fyrsta hálftímann en svo fannst mér aðeins draga af honum, en hann var samt að standa sig ágætlega restina af leiknum. Einkun 7.

Berbatov: Það var gaman að sjá hann í dag. Ég sver það að þessi maður er bara klón af Mido (allavega í þessum leik). Þeir spila nákvæmlega eins. Ég get ekki komið því fyrir mér hvað það er nákvæmlega sem varð þess valdandi að mér fannst þetta en bara að horfa á hann var eins og að horfa á Mido (fyrir afríkumót). Hann var sæmilegur í þessum leik. Engin tilþrif og engar rangar ákvarðanir. Berbatov þarf að fá meiri aðstoð til að geta spilað vel. Hann lofar þó góðu. Einkun 7

Keane: Var alls ekki að spila neitt áberandi illa miðað við aðra leikmenn em mér fannst hann vera þarna á vellinum til að slaka á. Hann náttúrulega var að brillera á síðasta ári. Það var dugnaðurinn sem kom honum svona langt í fyrra. En dugnaðurinn var lítill í þessum leik. Ég man varla eftir því að hann hafi tekið sprett í leiknum. Þetta var mest bara skokk á honum. Einkun 6 því hann var bara spila á hálfu tempói.

Varamenn
Fullop: Kom inná fyrir Cerny í seinni hálfleik og fékk ekkert tækifæri til að sanna sig í markinu. Það komu engin almennileg skot og hann sást ekki. Einkun: Get ekki dæmt hann af neinu, reyndi aldrei á hann.

Ghaly: Þarna er leikmaður sem ég vill sjá meira af. Hann er léttur á sér mjög kvikur í hreyfingum og útsjónarsamur. Hann fékk reyndar bara nokkrar mínútur en var samt með flott hlaup án bolta og bauð sig í hvert skipti sem þjarmað var að leikmanni okkar. Hann gerði reyndar ekkert stórkostlegt í leiknum en maður sá á honum að hann hefur hæfileikana til að gera góða hluti. Einkun 7,5

Murphy: Hann gerði ekkert og sást ekkert í þessar nokkrar mínútur sem hann var inná. Einkun 5. Ég vill sjá hann á sölulista.

Heilt yfir
Leiðinlegur leikur! Leikmenn lögðu sig ekki fram. Þeim til varnar þá er þetta ekki leikur fyrir áhorfendur heldur til að meta stöðu liðsins og bæta það sem bæta þarf. Gaman samt að sjá okkar menn þegar þeir tóku rispur, en þær voru of fáar til að gera leikinn skemmtilegan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einkunn

Sicknote sagði...

Það er rétt hjá þér. Ég skal fúslega viðurkenna að ég get með naumindum stafsett nafnið mitt rétt. Vona bara að stafsetningavillurnar séu ekki það margar að textinn sé ólæs ;)