Nú voru að berast þær fréttir að Ledley King verði frá næstu 2 mánuðina. Þetta eru hrikalegar fréttir! Þetta fékk mig samt til að hugsa svolítið. Mér finnst Ledley vera búinn að vera mjög mikið meiddur. Hann hlýtur að flokkast undir það sem kallast "injury prone player". King missti einnig af upphafsleikjum síðasta tímabils vegna meiðsla, reyndar missti hann af einum þriðja af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Mér telst til að á síðasta tímabili hafi hann misst af 13 leikjum í 5 meiðslalotum svo eins og allir vita missti King af HM vegna meiðsla. Þetta eru gríðarlega mikið af veikindadögum. Nú vitum við sem eitthvað vitum um Tottenham að King er einn sá allra besti þegar hann er heill. King á að vera leiðtoginn okkar. En þegar menn eru eins mikið fjarverandi og hann hefur verið þarf að endurskoða málið. Þegar menn eru svona mikið meiddir þá er ekki lengur hægt að treysta á þá. Við þurfum að hafa varamann sem getur fyllt skarðið. Það er mitt mat að Gardner kemst ekki nálægt því að fylla skarð King í vörninni. Davenport er auðvitað ekki sá leikmaður heldur. Spurningin er þá hvort við getum ekki sett Huddlestone í vörnina. Hudd spilaði oftast sem slíkur í varaliðinu (nema undir það síðasta) við góðann orðstýr. Ég allavega get ekki treyst King til að covera þessa stöðu í vetur nema að hluta til og einhver verður að fylla skarðið hans í þeim leikjum sem hann mun koma til með að missa af.
Nú koma hinsvegar góðar fréttir til að vega upp hinar fréttirnar. Reyes vill fara frá Arsenal! Hann segist vera kominn með heimþrá og hafi í raun aldrei náð að festa rætur í London. Hann hefur með óbeinum hætti kallað á hjálp til Real Madrid. Sky Sports
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli