Jæja nú ætla ég að slúðra svolítið. Það er enginn fótur fyrir neinu af þessu svo ég viti en ég ætla samt að tala svolítið um þetta. Nú hef ég sambönd inn á lokaða msn grúbbu sem snýst einvörðungu um Spurs. Þar kom maður sem sagðist hafa mjög góðar inside info um að Jol væri að fara undirbúa tilboð í Mido.
Undir lok tímabilsins vorum við í samningsviðræðum við Roma um kaupverð Mido. Það ríkti samkomulag um kaupverðið. Roma hinsvegar bakkaði með það allt saman og vildi hækka verðið um rúm 30%. Þessi viðskipti kærðu forráðamenn Spurs sig ekki um og hættu viðræðum við Roma. Roma taldi sig geta fengið góðann pening fyrir Mido þar sem þeir töldu að hann hefði sannað sig. Annað kom á daginn og einungis Blackburn hafa sýnt honum alvarlegan áhuga, en áhuginn var ekki gagnkvæmur. Nú er hinsvegar ekkert að gerast í málum Mido og hann vill finna sér nýtt lið.
Nú hafa Roma séð að Mido var ekki eins eftirsóttur og þeir héldu í upphafi. Það er því talið líklegt að þeir myndu taka tilboði í Mido sem myndi hljóða upp á ca. 4 millj £. Það var einmitt upphæðin sem Spurs voru tilbúinir að borga fyrir hann. Þar sem Jol og Mido hafa sama umboðsmann hefur það því borist Jol til eyrna að Mido sé falur fyrir þennann pening og vilji spila. Jol vill fá annann góðann stórann framherja.
Það er gaman að velta þessu fyrir sér. Ég væri glaður maður ef þetta væri satt. Ég sakna Mido. Það er líka oft sagt með þessa stóru menn að þeir þreytast fyrr í leikjum en þeir minni. Það væru endalausir möguleikar í sókninni með fjóra góða framherja. Ég bið til guðs að það leynist eitthvert sannleikskorn í þessu.
Ég ítreka enn og aftur að þetta er slúður af verstu gerð og aðeins sett fram til gamans.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mido á leinið!
Öss!! Þá myndum við taka okkur saman um að stofna Mido-fanclub á Íslandi.
Skrifa ummæli