Carrick farinn til Utd.
Það er ekki minn siður að fara ófögrum orðum um leikmenn, en nú get ég ekki hamið mig um það.
Alltaf hef ég haft þann grun að Carrick gengi ekki alveg heill til skógar. Þá er ég ekki að ræða um hann sem knattspyrnumann heldur sem mann. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að hann sé svona "on the slow side". Ég held að það gæti verið erfitt fyrir mann sem kominn er yfir kynþroskann að tala við hann. Þið skiljið hvað ég er að fara. Ég vissi alltaf að ef Carrick sæi eitthvað glitra myndi það fanga huga hans. Þess vegna kom það mér ekkert á óvart að hann vildi fara til Man Utd. Ég stóð nú samt alltaf í þeirri trú að hann hefði umboðsmann sem hefði það hlutverk að hafa vit fyrir honum.
Bandaríkjamenn eru sagðir hafa kosið Bush þar sem hann væri people's person, þ.e hann féll inn í hópinn. Nú hallast ég að því að umboðsmaður Carrick hafi verið ráðinn af sömu forsendum. Hann er á pari við Carrick í vitsmunaþroska.
Nú er það í mínum huga ljóst að hugsunin við að fara til Man U hafi verið að fara til betra liðs. Það eru held ég ekki peningar þar sem við gátum gefið honum peninga. Þannig að þeir félagar hafa haldið að grasið sé grænna hinumeginn. Það þarf engann snilling til að sjá heimskuna í þessu. Þetta lið byggir á mönnum sem eru búnir að ná hátindinum og eru á niðurleið (Giggs, Van Der Saar, Scholes, Neville). Þetta er lið sem róterar Scholes og Fletcher!!! Come on!. Liðið var rétt í þessu að selja markamaskínuna Nistelrooy. Ronaldo er jafnvel á leiðinni frá félaginu. Þetta er lið sem er með stjóra sem er búinn að fæla frá sér fjöldann allann af stórstjörnum með fáránlegri hegðun s.b.r Beckham, Staam og Nistelrooy. Carrick þarf nú að spila í skugga Roy Keane sem er hampað sem dýrlingi á Old Trafford.
Er einhver sem getur sagt mér hvar skynsemina í þessu öllu saman er að finna. Tottenham er ungt lið á uppleið á meðan Man U er á niðurleið.
Ég gæti líka tekið þann pól í hæðina að rakka Carrick niður með því að segja að hann hafi óttast samkeppnina. Að hann hafi séð fram á að vera e.t.v varamaður þar sem Zokora er kominn og Huddlestone sé að ná Carrick að getu. Það er leiðinleg leið. Auðvitað hefði Carrick alltaf verið fyrsti kosturinn í liðið. Meira segja Carrick hefur örugglega áttað sig á því.
ohhhhggg! ég er svo fúll yfir þessu! Ég á samt örugglega eftir að þakka honum fyrir tímann hjá okkur seinna. Akkúrat núna er mér bara ekki þakklæti í huga. Kannski á þessi færsla eftir að hverfa þegar mér rennur reiðin, en þangað til Enjoy!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli