Já það eru ansi magnaðir hlutir að gerast á undirbúningstímabilinu. Fyrst má nefna að við erum að spila án nokkurra lykilleikmanna en samt að standa okkur gríðarlega vel. Við erum búin að vinna:
Bordeaux 1-2
Nice 0-1
Celta Vigo 0-2
Birmingham 0-2
Ef við byrjum á markatölunni þá er hún 7-1. Það er náttúrulega frábært! En samt... Allt síðasta tímabil agnúaðist ég yfir því að við næðum ekki að taka leiki föstum tökum. Það er eins og við hættum bara þegar við erum komnir með tveggja marka forskot. Leikurinn gegn Birminham t.d var á þá leið að við komumst í 2-0 eftir 14 mínútur. Við vorum víst miklu betri aðilinn restina af leiknum án þess að skapa okkur mikið af færum. Við vorum víst að hugsa fyrst og fremst um að halda forustunni (samkvæmt spjallverjum þar ytra).
Ef við horfum á hverjir eru að skora mörkin er það einnig mjög athyglisvert. Defoe er kominn með 3 mörk og virðist vera funheitur um þessar mundir. Það er heldur betur viðsnúningur frá því fyrir nokkrum mánuðum. En það sama og var uppá teningnum síðasta undirbúningstímabil. Berbatov skoraði svo tvö mörk í leiknum gegn Birmingham. Hann virðist vera finna sig ágætlega hjá okkur og ekkert nema dúndrandi hamingja með þær fréttir.
Einnig er "óþekktur" leikmaður að skjóta upp höfðinu um þessar mundir. Hossam Ghaly er að spila glymrandi bolta nú á undirbúningstímabilinu. Þessi leikmaður var keyptur í Janúarglugganum fyrr á þessu ári. Þessi 24 ára gamli leikmaður kom til okkar frá Feyenoord. Comoli var mikill aðdáandi egypska leikmannsins og sagði hann fjölhæfann og gríðarlega hæfileikaríkann. Það er að koma á daginn að eitthvað sé til í þessum ummælum hans. Ghaly þótti standa sig vel í hægri bakvarðastöðunni í leiknum gegn Celta. Í leiknum gegn Birmingham fór hann þó á kostum hægra megin á miðjunni þar sem hann átti báðar stoðsendingarnar á Berbatov. Það er spurning hvort hann fái ekki nokkra leiki undir beltið í vetur?
Annað sem kemur svolítið á óvart. Í leiknum gegn Birmingham spiluðum við leikkerfið 4-3-3 (4-3-1-2) með Keane sem fremsta miðjumann. Þetta kom víst ágætlega út. Þetta gæti kannski virkað fyrir okkur þar sem okkur vantar alvöru leikstjórnanda á miðjuna sem getur borið upp boltann (það sem Jenas var keyptur til að gera).
Næsti leikur er gegn Stevenage Borough. Það ætti að vera leikur þar sem við getum rúllað yfir andstæðingana. Ég væri alveg til í að sjá 3-0 bara til að ég geti hætt að hugsa um þetta :)
Þessir undirbúningsleikir skipta auðvitað engu máli fyrir aðdáendur liðana þannig séð. Það myndi ekki þýða neitt sérstakt ef við myndum tapa næsta leik. Þetta eru leikirnir sem þjálfarinn fær til að skoða styrkleika og veikleika liðsins og leikmanna og prufa nýja hluti sem hann myndi að sjálfsögðu aldrei hætta á í leik sem skiptir máli. En þó leikirnir eigi ekki að skipta máli þá er það það eina sem við áhangendur fáum yfir sumarmánuðina og því um að gera að blása þá úr öllu samhengi og láta sem um úrslitaleik væri að ræða:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Really amazing! Useful information. All the best.
»
Skrifa ummæli