laugardagur, júlí 22, 2006

Staðreyndir og slúður af leikmannamarkaði

Nú er leikmannamarkaðurinn í fullum gangi og rétt að kíkja aðeins á það sem er að gerast. Það var að koma í ljós að Daimien Duff var að ganga til liðs við Newcastle fyrir 10 milljónir punda. Við vorum búnir að bjóða 6-7 m.p. í Duff en án árangurs. Ég veit ekki hvort við hefðum átt að bjóða þessar 10 milljónir í leikmanninn. Þetta er sanngjarnt verð fyrir báða klúbbana og allt það og vinstri vængurinn var vandræða staða allt síðasta tímabil. Ég er samt mjög ánægður með að við skulum hafa reynt við Duff. Það þýðir að Jol er að hugsa um að hætta með þá leikaðferð að hafa varnarsinnaðann miðjumann á vængnum og láta bakvörðinn sækja upp. Nú er bara að vona að hann Jol finni annann leikmann í stað Duff.
Það má vel vera að Ziegler eða Routhledge séu nógu góðir leikmenn til að sinna þessari stöðu, en ég efast samt um það. Ziegler er nógu góður til að vera backup fyrir annann betri leikmann. Þetta er sú staða sem við verðum að leysa. Staða hægri bakvarðar eða stór framherji má bíða á meðann við finnum mann í þessa stöðu.
Carrick
Maður veit ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga í málefnum Carricks. Síðustu slúðurfréttir herma að Manchester Utd. hafi boðið okkur 16 millj. punda + Silvestre eða O'Shea. Undir eðlilegum kringumstæðum myndi ég segja "nei takk!". Á meðan við erum vel stæður klúbbur sé ég enga ástæðu til að selja okkar bestu menn til liða sem eru í samkeppni við okkur um meistaradeildarsæti. Þá myndi ég frekar sætta mig við minni pening ef hann yrði seldur úr landi. Carrick er nefninlega gríðarlegur liðstyrkur fyrir hvaða lið sem er, líka okkur. Ef þetta væri svona einfalt væri ákvörðin jafn einföld. Málið er hinsvegar aðeins flóknara. Stjórn Spurs er nefninlega ekki tilbúin að borga laun í samræmi við getu leikmannsins. Carrick á aðeins 2 ár eftir af samningi sínum við Spurs og verðið á ekki eftir að hækka eftir því sem nær dregur samningslokum. Carrick hefur einnig lýst því yfir að hann vilji fara til Man Utd.
Málið er erfitt. Eigum við að selja einn mikilvægasta leikmann okkar eða halda honum? Það er alltaf leiðinlegt að hafa leikmann sem vill ekki spila með liðinu sínu. Við viljum hafa leikmenn sem hafa hjarta sem slær fyrir félagið og leggur allt undir til að tryggja árangur félagsins. Launaumræðurnar hafa verið svo fáránlegar að hálfu Spurs að Carrick ákvað að draga sig út úr þeim. Það lítur út fyrir að við séum ekki að fara semja við hann. Þannig að mitt mat er það að ef við ætlum ekki að fara út í samningviðræður af neinni alvöru og ef Carrick vill ekki vera hjá okkur eigum við að selja hann. Við ættum að reyna allt sem í okkar valdi stendur til að selja hann liði sem ekki ógnar stöðu okkar. Ef Real Madrid vill fá hann er það eflaust okkar besti kostur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»