Uss! Nú er ég virkilega svekktur. Eiginlega bara hundfúll. Þess vegna ætla ég mér að gagnrýna svolítið.
Mér langar að setja svolítið spurningamerki við Jenas. Ég er eiginlega bara ekki almennilega að skilja hvað hann hefur fram að færa sem er liðinu svo dýrmætt að hann eigi fast sæti í liðinu. Það býr alveg slatti af hæfileikum í þessum manni því maður hefur séð hann spila mjög vel, en maður sér það kannski ekki nema í svona 1 leik af hverjum 20 eða eitthvað álíka. Þess á milli er hann annað hvort frekar slakur eða lélegur. Við sjáum einfalda hluti eins og hornspyrnur vera eitthvað sem hann ræður illa eða ekki við. Í kannski 5 hverjum leik heppnast hjá honum hornspyrna. Halló!! Er þetta virkilega svo erfitt að koma boltanum yfir fyrsta varnarmanninn? Hlutverk framsækins miðjumanns á að vera að koma upp með boltann og dreyfa spilinu. En það gerir Jenas ekki. Þannig að eðlilegt er að spurja sig hvað er þessi maður að gera? Jú hann skorar nokkur mörk á tímabili en það dugar skammt. Ég er allavega orðinn alltof langeygur eftir næsta góða leik hans og finnst hann ekki vera að vinna fyrir sæti sínu í liðinu.
Ég set svo líka spurningamerki við Lee. Ég er eiginlega að vona að hann sé þarna inni vegna fjarveru Ekotto. Hann er ekkert að gera neina skandala inná vellinum. En við fáum ekkert út úr honum. Hann er rosalega sókndjarfur bakvörður sem er svo sem ekkert slæmt í sjálfu sér. En hann er ekkert að gera fram á við. Spáið í því að Robbo skv. tölfræðinni bar höfuð og herðar yfir Lee í sóknarleiknum. Lee hefur ekki einusinni náð að gefa stoðsendingu hvað þá mark sem leikmaður Spurs. Pælið í því! Og vegna þess hvað hann er mikið framliggjandi er hann yfirleitt ekki mættur í vörnina þegar andstæðingurinn sækir hratt. Þannig að hann er í raun ekkert að nýtast okkur fram á við og nýtist ekki vel í vörninni. Hinsvegar má alveg segja að þegar Lee er í vörninni skilar hann varnarvinnunni ágætlega.
En þessi gagnrýni á ekki bara við um leikinn í dag heldur er ég að gagnrýna þá yfir langt tímabil sem ég hef fylgst með þeim. En að leiknum.
Leikurinn var í sjálfu sér fínn hjá okkar mönnum. Við vorum svo sem ekkert endilega lélgegri aðilinn þó mig gruni að Arsenal hafi verið meira með boltann og sótt stífar. Leikskipulagið fólst í því að draga Arsenal framarlega á völlinn og vinna boltann og spila hraða sókn. Það var alveg að virka þannig séð (náttúrulega erfitt að segja það eftir að við höfum tapað leiknum). Við vorum að skapa helling af úrvalsmarktækifærum og hefðu leikmenn nýtt eitthvað af þessum dauðafærum hefðu úrslitin eflaust verið okkur hagstæðari. Ég stend fastur á því að Zokora hefði átt að spila þennann leik og skil illa ákvörðun Jol um að hafa hann utanvallar. Eftir á að hyggja hefði jafnvel verið best að hafa Zok og Thudd á miðjunni. Af öllum mönnum í liðinu hefði allavega Zok verið mikilvægasti maðurinn í þessum leik.
Ég verð svo enn og aftur að hrósa Bale. Ég er gjörsamlega dýrka þennann mann. Frábærar hornspyrnur og markið sem hann skoraði, my god hvað það var sweet!
Það var mikið gert úr því í leiknum að þetta væri leikurinn sem réði framtíð Jol. Kannski var þetta sá leikur? Það kemur bara í ljós. Þó svo að ég viðurkenni að Jol beri ábyrgð á gengi liðsins fyrir stjórninni, þá finnst mér leikmenn bera ábyrgð á þessu tapi. Leikmenn eins og Berbatov, Keane og Bent eiga ekki að klúðra þeim dauðafærum sem þeir fengu. Dawson og Robbo eru löglega afsakaðir fyrir að klúðra færum eins og þeir fengu en ekki þeir. Við höfum ekki efni á því að klúðra svona dauðafærum á móti sterkum liðum. Það er ekkert við Jol að sakast varðandi þessi klúður. Hann stillti liðinu upp og setti upp leikaðferð sem virkaði. Ég persónulega set spurningamerki við Jenas og Zokora en liðið og leikaðferðin voru næginlega góð til að sigra þennann leik. Það voru mistök leikmanna á ögurstundu sem urðu okkur að falli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Takk Spursari fyrir ágæta yfirferð á leiknum. Mér sýnast stjórnarmenn í Tottenhamklúbbnum á Íslandi (lesist á spjallrás spurs.is) ekki í neinu jafnvægi að til að skrifa vitrænt á netið um þennan leik fyrir okkur hina sem ekki sáum leikinn. Tap er tap en fyrirfram var nú ekkert ekkert sem sagði að líkurnar á sigri væru yfirgnæfandi fyrir Tottenham. Stóru vonbrigðin felast ekki í þessum leik heldur þeim þeim stigum sem Spurs hafa tapað á móti slakari liðum en Arsenal það sem af er tímabilinu.
Ég verð nú að vera sammála þér með ummælin sem falla af ábyrgðarmönnum á spurs.is. Mér er nokk sama hversu reiðir og pirraðir menn eru og allt það, en ekki undir neinum kringumstæðum finnst mér svona ummæli eiga rétt á sér hjá stuðningsmönnum. Mér finnst það jafn mikilvægt eða jafnvel mikilvægara að standa með liðinu þegar illa gengur. En að ráðast á liðið með svona orðbragði fer bara fyrir brjóstið á mér. Það er engin gagnrýni falin í orðum stjórnarmannsins heldur er hann að rakka niður liðið. Ég vona að Tottenhamklúbburinn fari nú að standa þétt við bakið á liði sínu, og þessi ummæli marki endalok skítkasts á liðið sem við styðjum.
Framherjarnir okkar hafa brugðist okkur illa á þessu tímabili. Bent með 1 mark og Berbatov með 1 mark í 6 leikjum !!! Bale og Malbranque eru markahæstir í liðinu með 2 mörk hvor ...
Alla vega var þessi leikur eins og við mátti búast, Tottenham kemst yfir, bakka og hleypa Arsenal inní leikinn sem skora svo að lokum 3 mörk.
Við áttum klárlega að skora fleiri mörk í þessum leik, Berbatov 3 sjénsar .. þar af 2 deddarar, Keane einn á móti markmanni, Bent einn á móti markmanni .. ef við nýtum ekki slík færi, þá eigum við ekki von á góðu.
1-1-4 er byrjunin á tímabilinu, ekki alveg það sem maður vonaðist eftir en eins og ég hef svo oft hamrað á .. það þýðir ekkert að gráta gvend, leikmennirnir verða að axla ábyrgðina ( og stjórinn líka )
Miklum peningum var eytt og markið sett hátt, nú þarf held ég að setja nýtt markmið ( ekki óraunhæft að stefna á að ná UEFA Cup sæti á næstu leiktíð )
Verð að vera sammála ykkur með skrifin á spurs.is spjallið. Fyrir neðan allar hellur finnst mér hvernig sumir skrifa þarna, eins og þeir séu varla spursarar !! fólk á bara að vera það þroskað finnst mér að vera ekkert að skrifa rétt eftir leik í einhverju reiðiskasti, menn eiga að láta renna af sér reiðina og skrifa svo.
Og þó að illa gangi, eins og staðan er núna.. er að mínu mati óviðunandi þegar Spursarar eru að skíta yfir liðið og leikmenn þess.. án þess að vera sem minnst málefnalegir.
Liðið er í bullandi erfiðleikum, sjálfstraustið er í molum og liðið þarf að koma sér í gírinn. Og þá er stuðningur aðdáenda mikilvægur.
Ég var á WHL á laugardag og vel var stutt við liðið þrátt fyrir smá baul þegar liðið gekk af velli.. enda úrslitin mikil vonbrigði. Ég mæti svo aftur á WHL á fimmtudaginn á UEFA Cup leikinn og býst ég við hörkustuðning þar, enda reiðin runnin af stuðningsmönnum og næsti leikur á dagskrá.
Spurskveðja
Birgir
Skrifa ummæli