föstudagur, september 14, 2007

Tottenham - Arsenal

Bara smá upphitun fyrir leikinn á morgunn. Brjálað að gera þannig að þetta verður bara stutt.

Mörgum væntanlega til ama er ég handviss um sigur á morgun. Leikirnir hjá okkur undanfarið eru svosem ekki beint ávísun á neitt stórkostlegt. Ég sé samt nokkuð margt gott í þeim leikjum sem búnir eru. Ég hef séð fínann sóknarleik gegn Derby og Fulham. Ég hef séð góða baráttu í vörninni gegn Man U. Þannig að ef við næðum upp baráttu og góðum varnarleik eins og gegn Man U. Góðum sóknum eins og gegn Fulham, þá munum við vinna. Ég veit að ég get verið svartsýnn og sagt að við stóðum okkur vel gegn Man U. en töpuðum, við skoruðum 3 mörk gegn Fulham en klúðruðum því samt. Þannig að við höfum sýnt bæði góða og slæma hluti en ég fæ mig með engu móti til að leggjast í þunglyndi yfir slæmu hlutunum. Þetta verður leikurinn sem við liðið mun draga fram allt sitt besta.

Ég er alls ekki að vanmeta andstæðinginn. Öll tölfræði bendir til þess að við vinnum ekki. Hvort sem við horfum á viðureignir liðana síðustu ár eða gengi liðana það sem af er tímabili, lendir maður á sömu niðurstöðu. Hinsvegar skiptir tölfræðin leikmenn litlu máli þegar inn á völlinn er komið. Leikmenn vita að þetta er leikurinn sem allra augu beinast að. Þetta er leikurinn sem allir leikmenn þrá að spila. Það þarf enga hvatningaræðu frá Jol til að leikmenn komist í gírinn.

Ég ætla að verða svolítið kræfur og spá því að við fáum að sjá markaleik. Ég held að við mætum í leikinn til að sækja til sigurs og leikurinn fari kannski 4-3 fyrir okkur.

Ég spái liðinu svona:
----------------------------Robbo--------------------
Chimbo------------Daws-------Kaboul---------Bale
Lennon------------Jenas-------Zokora-------Steed
---------------------Keane-------Berbatov-----------

Ég held að það ef að allir eru tilbúnir sem eiga að vera tilbúnir eins og Lennon og Dawson muni þetta líta nokkurnveginn svona út. Það er kannski líklegra að Thudd spili í stað Zokora, en samt ekki. Ef að ég hef rétt fyrir mér með að við munum blása til sóknar í leiknum held ég að Zok henti betur. Thudd er kannski hættulegri fram á við, en Zok er hentugri þegar við liggjum framarlega á vellinum. Hann lokar svæðum vel og er snöggur og bindur vörn og miðju betur saman en Thudd, sem er frekar hægur en frábær spyrnumaður og með ágætis auga fyrir sendingum.
Svo er kannski spurning með vinstri helminginn. Bale hlýtur að vera í liðinu og þá spurning hvort Lee eða Steed detti út úr liðinu, nema Lennon sé ekki tilbúinn í heilann leik. Þá mun Steed vera hægrameginn og Bale vinstrameginn og Lee í bakverðinum.
Það er svo líka hugsanlegt að Bent verði þarna frami með Berbatov en ég tippa samt á Keane því hann er í betra leikformi.

En hvernig sem liðið verður mun það vinna leikinn. Ef ég væri gamblari myndi ég eflaust leggja góða summu undir.

Coys!

Hér er svo fín upphitun frá síðasta tímabili

Engin ummæli: