Aðvörun!
Ef þið viljið lesa neikvæða umfjöllun um leikinn í dag er ykkur bent á spjallborð spurs.is, hin ýmsu spjallborð tileinkuð Spurs á englandi, spjallborð West Ham og spjallborð Arsenal á englandi. Eiginlega er þetta einfalt ef þið viljið heyra hvað spurs er lélegt og fleirra í þeim dúr getið þið lesið það allstaðar annarstaðar en hér. Þetta þýðir samt ekki að ég sjái ekki neitt slæmt í leik okkar manna heldur aðeins það að ég nenni ekki að skrifa það sama og allir eru að skrifa um.
Ég er ekki einn af þeim sem eru á þeirri skoðun að það lið sem er heppnast af öllum vinnur deildina. Þeir sem tala alltaf um heppni andstæðinganna og óheppni sinna manna eru að mínu mati þeir sömu og neita að horfast í augu við vanda. Þessi leikur fannst mér samt sveipaður óheppni okkar manna og heppni Fullhammanna. Þegar okkar leikmenn eiga þrumuskot í stöng og Berbatov nær að komast einn á móti marki en á furðulegann hátt er alltí einu mættur Fullhammaður á línuna á réttu augnabliki. Fulham á skot sem Rocha nær ekki að komast nógu vel fyrir og boltinn dettur í fallegum boga undir þverslánna og svo kemur bakfallsspyrna sem dettur niður undir samskeytin. Þetta finnst mér vera leikur þar sem hægt er að tala um heppni og óheppni. En auðvitað var þetta ekki bara heppni og óheppni.
Þó úrslitin hafi verið viss vonbrigði var leikurinn bráðskemmtilegur og margt jákvætt að gerast. Mér fannst menn eins og Bale og Kaboul koma rosalega sterkir inn í liðið, og eiga þeir hrós skilið fyrir framistöðu sína. Berbatov var líka stórkostlegur í þessum leik. Eiginlega átti enginn leikmaður okkar slæmann dag að mínu mati. Mér fannst sóknarleikurinn okkar mjög góður og einnig var gaman að sjá að Bale getur skapað mikla hættu með hornspyrnum sínum, með hann innanborðs ættum við að geta bætt okkur í föstum leikatriðum til muna. Mér fannst reyndar varnarleikurinn alls ekki svo slæmur hjá okkur þó við höfum fengið á okkur 3 mörk.
Þar sem maður er oft duglegur við að láta dómara fá það óþvegið finnst mér að sama skapi að ég eigi að hrósa þeim þegar þeir standa sig vel. Ég er ekki að segja að dómarinn hafi ekki gert nein mistök í dag enda eru það óraunhæfar kröfur. En mér fannst hann hafa mjög góð tök á leiknum. Hann beitti hagnaðarreglunni af mikilli skynsemi og var ekkert að lyfta spjöldunum of mikið. Hann lét leikinn fljóta vel, og stundum sá maður ekki dómarann í langann tíma.
Með Jol þá veit maður ekki alveg hvað maður getur sagt. Liðinu vel stillt upp og leikmenn mættu vel undirbúnir til leiks, en skiptingin á Keane og Defoe var slöpp. En kannski má maður ekki vera svo einfaldur. Defoe á enn eftir að skrifa undir samning og vill fá að spila meira áður en hann fer út í þá sálma þannig að það hefur kannski spilað einhvern þátt í skiptingunni. Svo er heldur ekki hægt að segja að Jol hafi verið að skipta einhverjum viðvaningi inná. Það býr meira í Defoe og hann verður að láta hann taka ábyrgð líka. Hefði Jol vitað að Defoe myndi verða hörmulegur í þennann hálftíma hefði hann líklega ekki skipt honum inná. En það er auðvelt að dæma eftir á.
Ef þessi leikur sýndi manni eitthvað þá sýndi hann manni að við getum auðveldlega unnið Arsenal í næsta leik en þá þurfum við líka að vera einbeittari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Sá því miður ekki leikinn en eftir því sem mannsi skilst þá hafi þetta verið framan af verið ágætis skemmtun fyrir okkur spursara, allavega þangað til Fulham skoraði tvö síðustu mörkin. Einnig skilst manni að við hefðum átt að vera löngu búnir að klára leikinn.
Það sem ég er hins vegar að velta fyrir mér núna er hvort ekki sé farið að hitna undir Jol. Eins og fram hefur komið þá hefur stjórnin gert Jol grein fyrir sínum kröfum. Fjaðrafokið með Jol í pressunni held ég að hafi nú ekki verið hreinn uppspuni, það var greinilega eitthvað í gangi þar. Stjórnin heldur ekki fund með Jol án þess að telja sig hafa ástæðu til þess. Þessi úrslit í dag er þeim áreiðanlega ekki að skapi og fjögur stig eftir fimm leiki er alls ekki viðunandi.
Þú segir að þessi leikur í dag hafi sýnt að við getum auðveldlega unnið Arsenal, þá hlýtur leikurinn að sama skapi að hafa sýnt að við getum líka auðveldlega tapað fyrir Arsenal. Það er ekki eðlilegt, ef hægt er að tala um eðlilegt í sambandi við fótbolta, að tapa niður unnum leik í jafntefli. Ef það gerist þá held ég að stjórnin missi þolinmæðina við getum kvatt Jol og þakkað honum vel unnin störf fyrir klúbbinn.
Sjálfur hef ég hingað til ekki verið hlynntur því að reka Jol. Tveir til þrír leikir í viðbót með "óviðunandi" úrslitum þá held ég að það sé lítið annað í stöðunni.
Varðandi skiptingun á Defoe þá vil ég fyrst segja það honum til varnar að hann hefur svo sem ekki fengið mikinn tíma í leikjunum hingað til. Á hinn bóginn get ég ekki annað en "rakkað" hann niður með því að segja að hann hefur ekki verið að sýna neitt, ekki neitt og getur því ekki gert miklar kröfur um það að fá að spila. Annars held ég að hann fái nú fleiri tækifæri þegar öll mót eru komin í gang og þetta er komið í tvo leiki í viku.
Var ansi argur eftir leikinn.Vil bara tjá mig stuttlega.Við áttum að klára dæmið.Jol sýndi kjarkleysi sitt með því að draga liðið aftur fyrir miðju í þeirri von að halda 3-1 stöðunni og láta Defoe sitja einan uppi.Þar tókst honum tvisvar að vinna boltann í mjög góðri stöðu, en fékk enga aðstoð þar sem hann var aleinn og enginn samherji á þeim vallarhelmingi!Jol er alltof varkár og ég er sársvekktur út í taktíkina hjá honum.Robinson fannst mér svo alltof framanlega í teignum,skil ekki af hverju hann þarf að skilja markið eftir svona óvarið á stundum.Að lokum: Bale var frábær í þessum leik og margir plúsar að finna í leik okkar manna.Þetta var ekki alslæmt.Samt sársvekktur.C.O.Y.S.!!!
Einbeitingarleysi !!!
Liðið að spila stórvel í dag á köflum. Fullt af færum, skora 3. mörk og hefðu átt með réttu að setja alla vega 2-3 í viðbót.
En einbeitingarleysi í vörninni er að kosta okkur .. menn verða að vera á tánum í allar 90. mínúturnar.
2 mörk eftir föst leikatriði ( það sem var mikið vandamál í fyrra, og virðist vera áfram ) og svo þetta skot á Smertin sem var alger lukka .. en hann átti bara aldrei að fá að skjóta þarna.
En mig hlakkar til að mæta á WHL eftir um 2 vikur .. því við eigum eftir að vinna Gunners !!! alveg á því. Miðað við hvað við erum að leka inn mörgum mörkum, vinnum við þann leik 4-2.
Bale var frábær í dag .. sé ekki að okkur vanti vinstri kantmann !! Og gæinn er táningur.
Áfram með smjerið Tottenham, haldið áfram að skemmta stuðningsmönnunum ..
COYS
kv
Birgir
Hingað er miklu skemmtilegra að mæta til að lesa umfjallananir og skoðanir manna heldur en á Spurs-spjallið þar sem allt er á neikvæðu nótunum. Enda er ég ekki einu sinni skráður þar inn.
Persónulega finnst mér liðið vera á réttri leið þó að úrslitin séu ekki að falla alveg með okkur og síðustu þrír leikir okkar hafa verið bara alveg þokkalegir.
Að reka Jólann finnst mér vera út í hött á þessum tímapunkti, hins vegar ef ekkert fer að falla með okkur má fara að skoða það í október. Hann þarf að fá aðeins meiri tíma því ef við skiptum um stjóra, hvort sem það er núna eða seinna, þarf liðið að byrja á öllu frá grunni aftur. Byrja alveg frá núlli og það er ekki vænlegt á "miðju" tímabili...
ÁFRAM TOTTENHAM!
já Birgir, tvö mörk eftir föst leikatriði. Það sama og var að gerast í fyrra. Segir það okkur ekki að Jol er ekki að finna lausnirnar. Þegar þetta er svona augljóst vandamál þá á það að vera eitthvað sem tekið er á og lagfært. Höfum haft allt undirbúningstímabilið til að kippa því í liðinn. Bara spyr? Því eins og ég sagði þá hef ég ekki verið á því að reka Jol og er sammála Garðari með það að það yrði stökk aftur á við, en vil nú ekki taka alveg svo djúpt í árina að segja að það sé stökk aftur á byrjunarreit.
Verð að bæta við, kannski meira af gamni en alvöru, að eitt af því jákvæða við leikinn í gær var að við fórum upp um fjögur sæti þrátt fyrir allt ;-)
Við fengum kannski á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem var líka vesen í fyrra. Þetta sér maður þegar maður einblínir á slæmu hlutina.
Hvaða annað vandamál áttum við við að glíma í fyrra? Jú að það kom aldrei neitt út úr föstum leikatriðum hjá okkur í fyrra. Núna hinsvegar vorum við rosalega ógnandi í horn- og aukaspyrnum og náðum m.a að setja eitt mark úr föstu leikatriði, og sköpuðum næstum alltaf usla í vörn Fullhamvarnarinnar í föstu leikatriðunum.
Svo finnst mér stundum skrýtið að lesa það að á sama tíma og fólk krefst stöðugleika, heimta þeir breytingar??? Fólk má ekki gleyma því að það er lokaniðurstaðan sem á að vera góð. Stærstu liðin í englandi vinna og tapa fyrir litlu liðunum og vinna og tapa fyrir stóru liðunum en stærstu liðin enda alltaf í efstu sætunum. Það er stöðugleikin sem við viljum. Ekki stöðugleiki milli hálfleikja eða milli einstakra leikja (þó það myndi vissulega auka á stöðugleika og framfarir liðsins). Sagan dæmir ekki árangur af einstaka leikjum heldur lokaniðurstöðu.
Jol hefur núna bætt árangur sinn á hverju einasta tímabili síðan hann tók við liðinu. Það skiptir mig minna máli hvað hann hefur gert í fyrstu sex leikjum tímabilsins frá því að hann tók við liðinu.
Auðvitað er leikur liðsins ekki fullkominn og endalaust hægt að bæta hluti. Það er bara sama sagan með öll lið. Það er ekkert lið sem hefur ekki rými fyrir framfarir og bætingar.
Í mínum huga þarf Jol ekki að sanna að hann sé maðurinn í starfið að svo stöddu. Við stöndum framar nú en við höfum gert í áraraðir og mér finnst að það þurfi að ganga miklu alvarlegri hlutir á til að ég missi trúnna á Jol.
Það er bara ósköp eðlilegt að mínu mati að þegar illa gengur að menn ræði hvað er að, ekkert athugavert við það. Vona nú að þú sért sammála mér í því að það sé að ganga illa hjá okkur núna? Til þess að ná framförum þarf það einmitt að gerast að menn vinni í veikleikunum. Eins og ég segi þá sá ég ekki leikinn og get því ekki sagt neitt um það hversu hættulegir við vorum í okkar föstu leikatriðum, bara gott mál ef svo er það er, það a.m.k. framför.
Skil ekki alveg, það má ekki minnast á það sem miður fer!!! Þú ert væntanlega ekki svo svakalega bjartsýnn að þú haldir að Jol sé að lesa þessa síðu og verði miður sín ef það er sagt hið minnsta styggðaryrði um liðið hér.
Að sjálfsögðu þarf lokaniðurstaðan að vera góð og vissulega er eitthvað til í klysjunni um langhlaupið en ekki spretthlaup. Held bara á þú sért að raða þessu vitlaust upp. Það þarf einmitt breytingar til þess að ná stöðugleika sérstaklega hjá Tottenham hotspur sem hefur verið þjakað af óstöðugleika síðastliðin tuttugu ár eða svo. Það viðukennist fúslega að þetta hefur verið heldur í áttina tvö síðustu tímabil, ekki spurning.
Mér finnst bara fínt mál að þú skulir hafa bullandi trú á Jol, gott mál. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að það sé alltaf fyrsti kostur þegar á móti blæs að láta stjórann fjúka. Hann á bara ekki að fá endalausan tíma að mínu mati. Það sem ég er smeykur við er að ef þetta fer ekki að lagast þá festumst við í þessu fari og náum ekki að rífa okkur upp. Í kjölfarið koma hefðbundnir fylgikvillar, menn verða pirraðir, lélegur mórall o.s.frv. Þetta hefur margsýnt sig hjá mörgum liðum.
Rétt eins og þú talar um að lokaniðurstaðan verði að vera góð, hlýtur að gilda það sama um hvern leik fyrir sig. Það er ekki nóg að eiga góðar tuttugu mínútur hérna eða gott korter þarna ef leikurinn tapast svo kannski þrjú núll.
Einmitt núna þarf Jol að sanna sig það segir a.m.k. stjórnin.
Ossie! No offence en mér finnst einhvernveginn eins og ég sé búinn að segja það nógu oft að ég er að mynda mótvægi við neikvæðu umræðuna sem á sér stað allstaðar, í öllum fjölmiðlum og netmiðlum. Mér finnst enginn tala um það sem þó vel er gert og það er það Ossie sem fer í taugarnar á mér. Eins og ég segi í nánast hvert skipti sem ég kommenta finnst mér ekkert að því að vandamálin séu rædd og liðið gagnrýnt. En af hverju í ósköpunum er það þannig að það er enginn tilbúinn að sjá það sem þó vel er gert og minnast á það í bland við það sem betur má fara???
Það eru hundruðir greina, bloggsíða og spjallborða sem tala nær eingöngu um vandamál spurs og hvað allt sé ömurlegt. Til mótvægis við allt þetta finnst mér eins og það sé líka í lagi að einn og einn spursari styðji stjórann og leikmenn.
Ég sé alveg vandamálin, en ég bara nenni ekki að skrifa nákvæmlega það sama og maður les hvert sem maður fer. Þannig að ef maður vill bara horfa á eina hlið málsins skoðar maður allt annað en þessa síðu. Ef menn vilja fá fjölbreytni og sjá aðrar hliðar á málunum geta menn kíkt hingað.
Svo vill ég taka það líka fram að þó ég sé ekki á sama máli og aðrir hef ég aldrei bannað þær skoðanir. Finnst bara fínt að það séu menn með aðrar skoðanir en ég. En skoðanir mínar eru ekki eins og þær eru til að peppa Jol upp. Ég styð hann af því að ég held að hann sé besti maðurinn í starfið, ekki af því að ég sé hræddur við að særa hann eða eitthvað álíka fáránlegt.
Ég stend svo við orð mín um að stöðugleikinn sem spurs á að stefna að er lokaniðurstaðan á tímabilinu. En ekki einstakir leikir. Mér er slétt sama um hvaða leikir vinnast og hverjir tapast eða hvort við vinnum fáa leiki fyrir jól og alla eftir jól, svo framarlega sem við erum í góðum málum eftir lokaumferðina.
Við höfum áður lennt í lægð með Jol innanborðs (það er það sem bölsýnismenn muna) en við höfum rifið okkur upp úr lægðum líka með Jol innanborðs og það ber að hafa í huga líka.
En auðvitað er Jol ekki æviráðinn. Hann ber ábyrgð á gengi liðsins. Ákvörðunin um að láta hann fara þarf að mínu mati að byggjast á gríðarlega sterkum grunni. Hún á ekki að byggjast á nokkrum slæmum leikjum. Þannig að ég er tilbúinn að endurskoða þetta eftir svona 15 leiki. Þangað til styð ég stjórann, leikmenn og liðið í heild sinni.
það er nu bara einu sinni þannig að managerinn er látinn bera ábyrgð a slöku gengi liðs, þetta er bara þannig, alveg eins og skiptstjori er latin bera ábyrgð ef skip er tekið i landhelgi, jafnvel þótt skiptstjórinn hafi verið sofandi þegar Stýrimaðurinn stalst innfyrir línuna ,, Stjórinn ber alltaf ábyrgð,
mar getur ekki annað en Vorkennt Defoe . þegar hann kemur inn a móti fulham fær hann enga hjálp uppi a topp, liðið dettur alltof aftarlega og jol gerir enn verra þegar hann ákveður að setja Dawson inn og taka malbranq ut ,er það ekki annars rétt hjá mér skipti hann ekki a þessum mönnum ?
það sem gerist með þessu er að við töpum miðjunni algjörlega og þeir liggja á okkur og það endar bara með marki .
ef leikurinn hefði verið 10 min lengur þá hugsa eg að við hefðum tapað honum .. og þá væri jol FARINN
oskiljanlegt að hann hafi ekki sett zokora inna i stað malbranq sem var orðinn drulluþreyttur og skiljanlega skipt út af ..en að setja dawson inn og reyna að halda fengnum hlut er bara vitleysa .og það hefur margoft synt sig að það er stórhættulegt!!!
zokora hefði þétt miðjuna og við hefðum vonandi náð henni aftur a okkar vald !!!... ekki mundi eg vilja mæta zokora nýkomnum inna á eftir 70 min eriða baráttu ..
þetta er allavega min skoðun. gæti skrifað fullt meira ef eg nennti:)
allavega spái ég tapi a laugardag ef jol sýnir ekki að hann hafi eistu og hreinlega sæki til sigurs allar 90 minuturnar
Skrifa ummæli