Ég kíkti á spursspjallið eftir leikinn á laugardaginn og omg! Held að ég sleppi bara alfarið að fara þangað inn núna.
Annars var fyrri hálfleikur alveg ótrúlega skemmtilegur, svona hlutlaust mat. Bæði lið sókndjörf og leikurinn galopinn. En því miður var seinnihálfleikurinn ekki jafn skemmtilegur. Þó við höfum tapað er samt framfarir frá fyrsta leik (þó það hafi verið fullt af vanköntum á leik okkar núna) og það er ég ánægður með. Við sóttum meira upp kanntana, Chimbonda var sæmilegur (var lélegur í gegn Sunderland), við sköpuðum okkur fleirri færi, Jol leggur leikinn vel upp, Gardner opnar markareikning okkar á tímabilinu ofl.
Auðvitað er maður svekktur með að hafa tapað leiknum. En það er leikur eftir þennann leik og allt það. Ég er ennþá bjartsýnn um góðann árangur í vetur. Við þurfum bara að sætta okkur við það að við erum ekki lið í úrvalsklassa þegar leikmenn eins og Dawson, King, BAE, Lee, Kaboul (að meðstu leiti), Bale og Lennon eru ekki með. Svona blóðtaka myndi lama hvaða lið sem er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Sá því miður ekki leikinn en kannski svona eftirá sem betur fer?
Þessi byrjun er samt sem áður langt frá því að vera ásættanleg, þó svo að þessi leikur hafi verið eitthvað skárri heldur en á móti Sunderland. Maður fer bara að velta því fyrir sér hvort undirbúningi fyrir tímabilið sé eitthvað ábótavant. Erum við að gera eitthvað annað en hin liðin. Það á ekki að vera sjálfsagður hlutur að það taki liðið þrjá, fjóra eða fimm leiki til að smella saman. Það virðist vera koma í ljós að við höfum ekki það mikla breidd. Þegar menn meiðast þá koma ekki nógu sterkir menn í staðin.
Held að það sé ekki hægt að kenna breiddinni um þetta beint. Ef einn leikmaður meiðist á að koma annar í hans stað en ef 3 vinstribakverðir meiðast eða 3 miðverðir er kannski ekki hægt að ætlast til að við séum með breidd í að kóvera það. Ef einn bakvörður meiðist höfum við breidd í það en það er ekkert lið sem er með 4 jafn sterka leikmenn í öllum stöðum vallarins.
Þessi meiðslavandræði eru frekar óheppileg þar sem 6 leikmenn úr tveimur stöðum vallarins eru meiddir.
Byrjunin er eftir aðstæðum eins og sagt er. Ég er alveg viss um að þegar mönnum fer að fækka á meiðslalistanum munum við fá að sjá það sem við viljum sjá.
Hinsvegar er það svolítið böggandi að sjá hversu gífurlega mikilvægur Lennon er liðinu. Ef við hefðum annann mann sem gæti fyllt skarð hans væri breyddin rosaleg hjá okkur.
Mér finnst þessi byrjun á tímabilinu með öllu óásættanleg. Gríðarlegum peningum eytt, en ekki endilega í þær stöður sem okkur vantaði. Það var ekki eins og okkur vantaði 16.5M striker !!!
Margir menn í meiðslum, dræm afsökun.
Mér finnst vera lítið hungur og hugur í mönnum. Bæði Sunderland og Everton virðast vera miklu áhugasamari en Tottenham !!
En það kemur leikur eftir þennan leik og það kemur líka leikur eftir þann leik !! .. gamall frasi.
Derby er heima næst, og svo koma 2 útileikir fyrir stóra leikinn gegn Arsenal.
Einhvern veginn grunar mig að við verðum með max 5 stig eftir fyrstu 6 leikina í deildinni !!!
Og það gæti þýtt endalok Martins nokkurs Jol.
Veðbankar á Englandi nú þegar kominn með Jol sem fyrsta stjórann til að vera rekinn á tímabilinu.
Eftir að hafa eytt um 40M punda fyrir tímabilið, var planið sett hátt.. nú átti að vera árið sem Tottenham kæmist inn í topp 4, og ef liðið ætlar ekki að taka sig saman í andlitinu, þá þarf einhver að borga fyrir það, og það mun verða Jol.
Við byrjuðum síðasta tímabil mjög illa , en með góðum endaspretti náðum við 5. sætinu !!! það er bara mjög fjarlægt að ætla að ná einhverju sæti ofar en það ef við byrjum þetta tímabil álíka illa og við gerðum í fyrra.
Vona bara að liðið fari að sýna almennilega hvað í því býr, því með þessu áframhaldi ... verður maður að lifa við það að vera aðhlátursefni fyrir það að vera Tottenham aðdáandi..
COYS
Þessi byrjun okkar eru mikil vonbrigði. Áttum að eiga þægilega byrjun er hún er orðin að martröð. Ég skil ekki þetta lið, vantar allan vilja og allt hungur. Mér hefur fundist undanfarin ár að leikmenn kjósi að fara til Spurs vegna þess að þeir hafa jú gaman af fótbolta og fá greitt fyrir það en that´s it ! Oft á tíðum samansafn af pappakössum sem ekkert af toppliðunum fjórum gætu notað. En ég vona það besta, verðum að rétta úr kútnum gegn Derby á laugardag.
Í fyrra fannst mér stuðningsmenn full fljótir að missa sig yfir gengi liðsins og það var í febrúar. Svo kom á daginn að þetta var okkar besta tímabil í langann tíma. Nú eru liðnir tveir leikir og menn starx farnir að missa sig. Það eru ennþá 106 stig í pottinum.
Vissulega hefði maður viljað að Spurs væri nú með 6 stig. En mér finnst viðbrögðin ekki vera í samræmi við raunveruleikann. Ég þori að veðja að öll stórliðin eigi eftir að tapa tveimur leikjum gegn slökum liðum á tímabilinu.
Jol fær náttúrulega ekki allann tíma í heiminum. Ef liðið verður ekki í efri hluta töflunar um jólin þar vissulega að meta stöðuna upp á nýtt.
Staðan er ekki ósvipuð og hjá Liverpool í fyrra. Þeir mættu nýliðum Sheff.utd í fyrsta leik og náðu rétt svo jafntefli. Næsti leikur var gegn Everton og þeir töpuðu honum 3-0. En svo gerðist magnaðasta kraftaverk sögunar (sé tekið mið af viðbrögðum spursara í dag) þeir enduðu ekki bara í topp 4 heldur í þriðja sæti!!!! Þvílíkt og annað eins kraftaverk!!!!
Kommon við skulum aðeins slaka á. Það er auðvitað ekkert gaman að horfa á liðið tapa. Þetta eru lið sem við eigum að vinna ef við höfum flesta af okkar bestu mönnum. En það er ekkert vonlaust að snúa þessu við bara af því að við erum búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum. Hafið aðeins meiri trú á liðinu! Og þó að við myndum ná að snúa þessu við og byrja á að sigra leiki, meigið þið alveg vera viðbúnir því að við munum jafnvel tapa fleirri leikjum í vetur.
Við erum ennþá að mínu mati það lið sem er líklegast til að hirða 4 sætið af Arsenal. Ég er ennþá bjartsýnn fyrir tímabilið og mun vera það eitthvað áfram. þannig að þið megið áfram búast við öðruvísi skrifum hér en á spursspjallinu.
ps'
Er ekki ennþá búinn að kíkja þangað. Yfirleitt eru ekki jafn stórar yfirlýsingar í kommentuum hérna þannig að ég býst við að stóru orðin séu notuð óspart þar. Þannig að ég mun að öllum líkindum ekki fara þangað inn fyrr en í fyrsta sigurleik :)
Sicknote í bjartsýnislandi eins og venjulega ;o)
Auðvitað er nóg eftir af mótinu .. nóg af stigum eftir í pottinum .. og við erum nú bara tveimur stigum á eftir Man Utd sem á nú að vinna deildina létt !!! staðreyndir allt saman.
En liðið eins og það er að spila í dag er bara ekki lið sem á heima í topp 4.
Ég hef engann áhuga á að lenda í topp 4 ef liðið er ekki að höndla það, sjáið bara hvað kom fyrir Everton um árið !! náðu á endanum ekki einu sinni inn í UEFA CUP .. hehe
Það er þessi ANDLEGI þáttur sem er að hrjá Tottenham þessa dagana, getan er til staðar, leikmennirnir eru þarna .. en það er "eitthvað" sem vantar. Eitthvað sem Jol virðist ekki geta gefið liðinu, sjálfstraust, áræðni, græðgi, baráttu, vilja, fórnfýsi, leikgleði og svo mætti lengi telja. Þetta allt er eitthvað sem þjálfarinn hefur rosalega mikið að segja um. Ef þjálfarinn nær að virkja þessa hluti hjá liðinu og liðið eru engu að síður mjög lélegt í fótbolta, næst ágætis árangur .. einhver spekingur sagði eitt sinn að fótboltageta væri um 60 % sálfræði !!
Þessi sálfræðipartur finnst mér skrifast á Martin Jol. Hann er maðurinn sem á að koma mönnum í gírinn, hann er maðurinn sem á að gera menn blóðþyrsta fyrir hvern leik, hann er maðurinn sem á að sjá til þess að allir leikmennirnir séu með toppstykkið á réttum stað og séu algerlega 100% ready í leikinn.
Mitt álit er að M. Jol hefur ekki staðið sig sem best við þetta. Leikmenn eru ekki að sýna hvað í þeim býr og eru langt í frá að sýna sinn besta leik.
Lítur út fyrir að það vanti einhvern til að sparka ærlega í rassgatið á þeim ...
Og ef Jol getur ekki komið þessum köppum í gírinn, því við vitum allir / öll að liðið hefur getuna, gæti verið spurning ef þetta gegni heldur áfram að fá einhvern annan til að koma liðinu í gírinn. Við getum ekki beðið endaulaust .....
kv.
Birgir
Já ég skil alveg hvað þið eigið við. Ég er bara ekki sammála því. Ég er ennþá bjartsýnn og býst við einhverju stórkostlegu í vetur. Ég er bara á þeirri skoðun þegar tæplega helmingur okkar bestu leikmanna er fjarverandi fúnkerar liðið mjög illa. En þegar við erum með flesta okkar menn heila held ég að liðið virki mun betur, og betur en flest önnur lið.
Þess vegna lít ég bara svo á að við þurfum að þrauka þar til við fáum menn til baka úr meiðslum og þá vonandi fara stigin að hrannast inn.
Mér finnst líka mun skemmtilegra að fylgjast með liðinu þegar ég hef þetta hugarfar, og svo finnst mér skemmtilegra að synda á móti straumnum. Ef allir hefðu mitt hugarfar núna myndi ég líklega tala með sama hætti og þið bara til að fylgja ekki straumnum. Það er líka hluti af skýringunni af hverju ég held ekki með Liverpool, Man U. eða Arsenal.
Skrifa ummæli