Þvílík hörmung. Við eigum eftir að þurfa berjast fyrir sæti okkar í deildinni í vetur. Við getum alveg gleymt öllum evrópukeppnum á næsta ári.
Nei bara grínast. Ég er ennþá sicknote í draumaheimi ;)
Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessum leik. Hann var viss vonbrigði en svona samt ekki. Hann var illa spilaður en það eru til skýringar á því. Þannig að svona all in all þá er ég bara rólegur yfir þessu en svona smá svekktur yfir því að við vorum óheppnir.
Ég vissi það alltaf fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur. Sunderland var að spila fyrsta leik sinn í Pl eftir nokkra bið og mættu baráttuglaðir, staðráðnir í að sanna sig sem fyrst í deild þeirra bestu. Þeir eru öflugir á heimavelli en við erum ekki mjög öflugir á útivelli. Þannig að það var viðbúið að þetta gæti orðið jafn leikur.
Ofan á það allt saman vorum við í hrikalega miklum meiðslavandræðum. Það voru þrír vinstri bakverðir meiddir og báðir (aðal) miðverðirnir voru meiddir. Þetta þýddi það að undir eðlilegum kringumstæðum var einn leikmaður í vörninni sem á að vera í vörninni, Chimbonda. Til viðbótar við vinstri bak meiðslin var Lennon líka meiddur. Það var því vitað að við værum vængbrotnir (vinstri og hægri vængur).
Ég veit ekki alveg með Steed. Sjónvarpsmennirnir settu hann á hægri vænginn en ég gat ekki betur séð en að hann spilaði allann leikinn vinstrameginn. Þetta gerði það að verkum að við sóttum allann leikinn upp miðjann völlinn og því voru færin svona fá. Sunderland átti í litlum vandræðum með að þjappa sex manna varnarlínuna fyrir framan markið. Ekki bætti það úr skák að Chimbonda var ekki í takt við leikinn, og Jenas var slakur að venju á miðsvæðinu. Með þann mannskap sem Jol hafði úr að velja í dag hefði ég sett Jenas í hægri vænginn (því hann er yfirleitt fínn í þeirri stöðu) og Steed á vinstri. Eða Steed í hægri og Keane á vinstri. Allavega fannst mér Jol ekki gera neitt til að leysa úr vandamálunum á könntunum í þessum leik. Það var bara hent inn fleirri strækerum sem sækja alltaf inn að miðju. Það vantaði í leikinn að við sköpuðum eitthvað á könntunum bæði til að hafa fjölbreyttni í sóknarleiknum og til að dreyfa varnarmönnum Sunderland.
En svona heilt yfir þá er ég ekkert að farast úr reiði. Horfi bara til þess að Robbo virðist vera í fínu formi og átti tvær frábærar markvörslur, og Kaboul var að standa sig feikivel. Tek það góða úr leiknum og býst við okkur sterkum þegar eitthvað af þessum leikmönnum skilar sér úr meiðslum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Að sjálfsögðu eru það vonbrigði að tapa þessum leik, þó maður sé nú ekkert að deyja úr stressi eða þunglyndi yfir þessu. Þó svo að Man.u myndi tapa á móti Reading þá dytti engum í hug að segja að meistarvonir þeirra væru orðnar að engu. Auðvitað gat þetta alltaf farið svona. Það sem ég er hvað mest ósáttur við er hvernig við töðuðum þessum leik. Við vorum ekki að skapa okkur neitt, ekki eitt einasta færi. Ég kalla ekki skot fyrir utan vítateig beint færi. Það sést líka hversu slakir við vorum á því að við fengum, að mig minnir, aðeins tvær hornspyrnur í öllum leiknum. Það var ekki að nást upp neitt einasta spil að ráði, mér fannst eins og menn væru hreinlega áhugalausir og lítið um baráttu. Það á nú að heita svo að við séum með betri menn heldur en Sunderland, allavega á pappírnum en það er greinilega ekki alltaf nóg. Eins og þulirnir í sjónvarpinu bentu réttilega á þá vorum við ekki að sækja nema á tveimur til þremur mönnum, Zokora og Jenas sátu yfirleitt eftir og voru þarafleiðandi ekki að veita sóknarmönnunum neitt stuðning. Robbie keane spilaði eiginlega eins og framliggjandi miðjumaður. Veit ekki hvort þetta hafi verið uppálagt hjá Jol, finnst það samt ekki líklegt. Án þess að ég telji mig einhvern sérfræðing þá þóttist maður alveg vita að svona myndi Sunderland spila, kraftabolta og uppfullir af baráttu, það er nefnilega alveg sama hversu lélegur þú ert í fótbolta þú getur alltaf barist og það getur oft skilað þér langt.
Þú talar um það að það hafi vantað þrjá af fjórum varnarmönnum okkar það er alveg rétt. það er nú bara þannig og hefur verið tvö seinustu tímabil að King er ekki nema hálfur maður eða öllu heldur hálfs tímabils maður og Kaboul var einmitt keyptur með það í huga að ég held, þannig að ég held að hans hlutverk verði að vera sem einn af okkar aðalvarnarmönnum. Hins vegar þá er þetta fyrsti leikur hans í ensku deildinni og hann þarf sinn tíma. Þrátt fyrir það þá fannst mér hann vera standa sig alveg ágætlega og í rauninni betur en margir af okkar mönnum sem hafa verið lengur í deildinni.
Jol á erfitt verk fyrir höndum að peppa mannskapinn upp fyrir næsta leik á móti Everton á þriðjudag.
p.s. hef alveg fulla trú á því að það takist, okkur hefur oft gengið vel á móti Everton. Þeir eru reyndar fyrnasterkir.
Auk þess bíð spenntur að sjá þennan nýja Boateng hvort hann geti eitthvað.
Var svo að velta einu fyrir mér, í sambandi við bekkinn hjá okkur. Nú eru fimm menn á bekknum, þar af er einn markmaður. Ætli það verði þá þannig hjá Jol að hann hafi oftast tvo sóknarmenn á bekknum, eins og í gær voru Bent og Defoe. Allir þessir fjórir sóknarmanna okkar eru jú "stjörnur"(landsliðsmenn) og sætta sig varla við að vera utan hóps leik eftir leik. Ef t.d. Berbatov og Keane detta í stuð og skora og skora þá tekurðu ekki funheitann mann og setur hann á bekkinn. Þannig að í raun eru bara tvö pláss á bekknum eftir. Það þarf þá að vera miðjumaður og varnarmaður ekki satt? Þá sér maður ekki fram á það að þessir ungu fái mörg tækifæri í vetur. Bara svona pæling, svo eiga meiðsli og hvíld á mönnum örugglega eftir að spila þarna inn líka. En eins og ég segi bara pæling.
Ég get ekki beint verið ósáttur við það að við sköpuðum okkur ekkert. Í fyrstalagi var liðinu illa stillt upp að mínu mati. Við sáum að flest færin sem við fengum komu eftir spil upp kanntana. En það var bara enginn leikmaður tilbúinn að fara upp kanntana. Leikmenn reyndu alltaf að hlaupa inní miðjuna þar sem varnarmenn stóðu þétt upp við hvorn annann. Hefði Jol fengið leikmenn til að sækja upp kanntana hefði þetta farið öðruvísi. En honum er kannski vorkun af leikmannaúrvalinu sem hann hafði úr að moða. Þannig að leikskipulagið var það sem mér fannst valda mestum vonbrigðum sem aftur leiddi til þess að leikmenn sköpuðu sér ekki færi.
Máltakið þú spilar aldrei betur en andstæðingurinn leyfir fannst mér ekki eiga við í þessum leik. Það var ekki frábær varnarleikur Sunderland sem kom í veg fyrir okkar sigur, því varnarleikurinn hjá þeim var meingallaður. Það var okkar sök að nýta ekki veikleikana. Kanntarnir voru opnari en allt sem opið er, en við ákváðum að sækja inn í pakkann. Varnarleikur okkar var ágætur miðað við aðstæður. Kaboul að spila sinn fyrsta leik (frábær), Gardner er Gardner, Stalteri í vinstri bak og Chimbonda slakur. Miðlungslið í PL hefði slátrað þessari vörn. Þannig að ég vill orða þetta þannig að við töpuðum leiknum frekar en að Sunderland hafi unnið okkur.
Í sambandi við þessa framherja held ég að Jol muni ekki hafa þá báða á bekknum í allann vetur. Það er list að velja varamannabekk. Þú þarft að hafa sem fjölbreyttast úrval góðra leikmanna. Gegn Sunderland þurfti Jol hinsvegar að standa frammi fyrir því hvort hann ætti að velja fjölbreyttni fram yfir getu. Það sem ég á við er að hann ákvað að hafa hæfustu mennina á bekknum frekar en að hafa slakari mann í þágu fjölbreytileikans. Þegar stóru nöfnin fara að koma úr meiðslum held ég að Jol muni skilja eftir taka einn striker úr hópnum og rótera svo.
okey, skil samt ekki alveg hvort þú sért að gagnrýna Jol eða leikmennina. Vil ekki trúa því að menn séu svo gjörsamlega forritaðir að ef það eigi að heita svo að þeir séu miðjumenn þá hreinlega geti þeir ekki spilað á kantinum. Þetta eiga nú einu sinni að heita atvinnumenn sem fá nokkrar krónur á viku fyrir að spila fótbolta og gera ekkert annað. Útsjónarsamir leikmenn eiga að sjá svona hluti þ.e.a.s. ef einhver leikskilningur er fyrir hendi. Mér finnst eins og þú meinir að annaðhvort séu menn svona einhæfir á stöður eða þá að þeir hafa einfaldlega ekki farið að fyrirmælum Jol. Sammála því að vörnin var mjög ótraust.
Annað, þá er ég að velta einu fyrir mér. Nú var Taraabt notaður talsvert mikið í undirbúningsleikjunum og stóð sig bara vel eftir því sem manni skilst af umfjöllun um leikina. Afhverju var hann ekki notaður eða a.m.k. hafður á bekknum. Veit að hann er ungur og allt það en held að þar sé á ferðinni okkar næsta stjarna.
Ég er að gagnrýna Jol. Það var augljóst að kanntarnir væru opnir. Þegar Jol sér að kanntarnir eru opnir en þéttur pakki inní miðjum vítateig þeirra er það hans hlutverk að láta leikmenn fara upp kanntana.
Nú ef leikmenn hlýða ekki fyrirmælum eiga þeir að verða teknir útaf samstundis og Jol á að missa sig. Ef leikmenn hlusta ekki á hann er hann óþarfur. Þannig að allt bendir til að hann hafi ekki lagt áherslu á að leikmenn færu upp kanntana heldur myndu halda áfram að reyna að fara í gegnum 4-5 varnarmenn og reyna skotið sem er auðvitað fáránlegt. Ég held að það hafi ekki verið fleirri en svona 3 fyrirgjafir frá könntunum í þessum leik sem er góð uppskrift að tapi.
Ég held að Taarabt hafi ekki svona fyrirfram verið sniðugur kostur. Nú eftir á getur maður auðvitað sagt Defoe gat ekkert þannig að við hefðum allavega ekki tapað á að hafa Taarabt. Ég hef það á tilfinningunni að Defoe sé enn talinn sterkari leikmaður en Taarabt og hafi þess vegna fengið sætið á bekknum. Ég held að Taarabt hefði ekki boðið upp á neina fjölbreytni. Það er Taarabt er annaðhvort mjög framsækinn miðjumaður eða framherji hefði hann verið vinstri vængmaður eða eitthvað slíkt hefði hann boðið uppá fjölbreytni. Ég veit ekki hvort þetta skiljist en þetta er svona hugmyndafræði sem ég held að flestir framkvæmdastjórar hafi líka.
Tökum dæmi um varamannabekk.
Cerny - Lennon - Lee - Defoe - Thudd.
Þetta er bekkur með mikla fjölbreytni. Það skiptir engu máli hvort einhver í byrjunarliðinu meiðist, það er alltaf hægt að gera breytingu án þess að veikja liðið mikið.
Cerny - Dawson - Taarabt - Jenas - Bent.
Þetta er sterkur bekkur en mjög ófjölbreyttur. Þetta eru allt leikmenn sem spila miðsvæðis á vellinum og því myndi það veikja liðið ef einhver bakvörður eða kanntmaður myndi meiðast.
Auðvitað geta leikmenn spilað allar stöður á vellinum bara mis vel. Því eiga leikmenn það til í hita leiksins að fara í þá stöðu sem þeim líður best í. Besta dæmið um þeta er Davids á vinstri kanntinum. Manni krossbrá bara þegar maður sá hann einhverstaðar annarstaðar en miðsvæðis á vellinum.
Skrifa ummæli