laugardagur, ágúst 04, 2007

Spá/vangaveltur fyrir komandi tímabil

Þá er það fyrsti pósturinn um komandi tímabil, og þar langar mér aðeins að vellta fyrir mér möguleikum okkar. Ég ætla að byrja á að telja upp þau lið sem við munum ekki vera berjast við.

Manchester United
Chelsea
Liverpool.

Auðvitað er aldrei hægt að segja aldrei. Á pappírunum eru þessi lið bara einfaldlega of sterk. En fótbolti er fullur af óvæntum uppákomum. En ef við horfum t.d á Man U. Þá eru þeir að fara vinna CL í ár sé tekið mið af mannskapnum. En auðvitað gæti það orðið basl hjá Fergie að pússla saman þessum stjörnum. En líkurnar á því eru litlar.

Chelsea er líka klassanum fyrir ofan okkur. Frábær mannskapur og engar byltingar á leikmannamarkaðnum í sumar. Ég er eiginlega mest viss um að þeir verði í topp 3 af öllum liðunum. Litlar breytingar þýða oftast meiri stöðugleika.

Liverpool hafa verið grimmir á leikmanna markaðnum í sumar. Leikmenn eins og Babel og Voronin munu styrkja liðið mjög mikið og hópurinn er nægilega sterkur til að þeir geti verið að slást um Englandsmeistara titilinn. Það er ekki ónýtt að hafa Voronin, Kuyt og Crouch til að velja úr sem framherja og geta þá haft mann eins og Torres á bekknum.

Þá er bara spurning um fjórða sætið. Ég blæs á allar raddir sem segja að Spurs eigi það sæti á silfurfati eftir að Henry fór frá Arsenal. Nú er ég ekkert að fara upphefja Arsenal neitt sérstaklega en við spiluðum held ég 4 leiki gegn Arsenal í fyrra án þess að Henry kæmi við sögu. Tölfræðilega voru þeir samt sterkari en við. Arsenal brilleraði í bikarkeppnunum (allavega annari) án Henry. Auðvitað var hann frábær hjá þeim en við skulum þó ekki halda að Arsenal hafi staðið og fallið með Henry.
Hinsvegar eigum við alveg góða möguleika á að enda ofar en Arsenal. Fjórða sætið er alveg raunhæfur möguleiki. En það er fásinna að ætla að það verði auðvelt að ná því. Við þurfum að spila fanta vel og hafa heppni með okkur til að ná fjórða sætinu. Það myndi ekki koma mér á óvart þó að það yrðu Arsenal, Blackburn og Spurs sem væru að berjast um þetta sæti fram í lokaumferðina. Ég myndi allavega vilja sjá það sem markmið (vill ekki tala um það sem kröfu eins og sumir) fyrir þetta tímabil að við myndum enda í 4. sæti.

Smá svona skemmtilegar og óskemmtilegar vangaveltur

Undanfarin tímabil hafa einkennst af lægð eftir áramót. Janúar og febrúar hafa ekki verið að skila miklu undanfarin ár. Í ár lítur janúar og febrúar svona út:

Aston Villa - úti
Chelsea - úti
Sunderland - heima
Evert0n - úti
Man U. - heima
Derby - úti
Chelsea - Heima

Ég myndi segja að líkurnar á rýrum upphafsmánuðum næsta árs séu nokkuð miklar. En mars og Apríl hafa verið okkar mánuðir og leikjaplanið þar gefur góð fyrirheit.

Svona af því að ég er byrjaður að spá eins og norn langar mig að henda fram nokkrum spám í viðbót svona til að geta sagt "I told you so" þegar tímabilið er búið.

*Zokora verður frábær á þessu tímabili.
*Prince (nýji maðurinn með þrjú nöfnin) á eftir að koma á óvart.
*Taarabt mun verða svona ágætur á þessu tímabili (verður svona frískur af bekknum í nokkrum leikjum).
*Defoe á því miður ekki eftir að ná sér á strik þetta tímabilið en nær þó nokkrum góðum leikjum fyrir áramót.
*BAE á eftir að sanna sig sem vinstri bakvörður nr 1 hjá Spurs (kannski meiri óskhyggja en spá).
*Steed og Tainio eiga eftir að verða ansi mikilvægir leikmenn á tímabilinu.

Coys!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg sammála um að við eigum fjórða sætið alls ekkert víst. Held reyndar að það geti fleiri lið en þessi þrjú sem þú nefndir blandað sér í þá baráttu. Hvað með Portsmouth, West ham, Everton, Newcastle og jafnvel Man. City? Held að þessi lið hafi alveg burði til að gera atlögu að Evrópusæti. Svo eru alltaf sputnik lið sem koma á óvart og þá bæði fyrir góða og slæma frammistöðu. Ætla leyfa mér að spá því að Liverpool verði liðið sem kemur á óvart með slæmri frammistöðu, kannski er þetta líka óskhyggja hjá mér. Alltaf erfitt að spá um hver komi á óvart uppá við. Get ekki alveg séð fyrir mér að eitt af þeim liðum sem komu upp komi til með að gera einhverjar rósir en ef ég ætti að veðja á eitthvert þeirra myndi ég sennilega veðja á Sunderland. Veit ekki alveg útaf hverju kannski bara útaf Roy keane. Held reyndar að deildin stefni í að verða jafnari en oft áður allavega vona ég að svo verði. Mörg lið hafa verið að styrkja sig mikið, þó svo að það sé engin trygging. Ef lið lenda í basli í upphafi móts er oft eins og þau nái ekki að hrista það af sér.

Sicknote sagði...

Þessi lið sem þú nefndir gætu flest verið að berjast um fimmta sætið spái ég. Newcastle gæti hugsanlega barist um fjórða sætið en þá þurfa þeir að hafa heppnina með sér. Þeir hafa verið svo lánlausir undanfarin ár.

En auðvitað gætum við lennt í meiðslatímabili í ár eins og Newcastle og West Ham í fyrra og þá er fjórða sætið úr sögunni og jafnvel evrópusætið líka. Já svo gæti verið að blandan hjá okkur sé frábær í ár og leikgleði og heppni með meiðsli skili sér. Þá erum við farin að verða ógn við stórveldin.

Svo eins og þú segir eru líka svona spútniklið á hverju ári.

Og mikið óskaplega vona ég að spá þín um lélega framistöðu Liverpool rætist. Ekki af því að mér sé illa við þá heldur á maður náttúrulega svo marga Liverpoolfélaga sem gaman væri að dissa.

Svo er ég sammála þér með að Sunderland sé svona líklegast af þeim liðum sem komu upp til að sleppa við fall í maí.