Já heldur betur frábær leikur sem boðið var uppá í dag. Held að ég hafi aldrei áður sprottið jafn oft úr sætinu tilbúinn að fagna en þurft að setjast vonsvikinn aftur niður og í dag. En frábær leikur hjá okkur og algjörlega frábært að sjá að þó svo að við séum að notast við miðverði nr.4 og 5 í goggunarröðinni að þá nær vörnin að þétta sig ágætlega.
Mér fannst flestir leikmenn standast áskorunina í dag en varð fyrir svolitlum vonbrigðum með Keane og Steed Malbranque. Aðrir leikmenn stóðu sig vel. Mér finnst ekki hægt að skrifa markið á neinn í okkar liði. Mér finnst aldrei hægt að kenna markmanni um mark þegar skot breytir um stefnu þegar hann snertir einhvern leikmann. Þetta var ekki mikil stefnubreyting en samt nóg. Mér finnst heldur ekki hægt að kenna dómaranum um neitt. Mér fannst það svona 50/50 með Wes Brown hvort við ættum að fá víti. En dómarinn hefði þurft að standa fyrir aftan endamörk til að geta séð þetta og því finnst mér óréttlátt að kenna dómaranum um eitthvað. En það er vitað að gamla tuggan um að það sé ekkert dæmt á stóruliðin mun blossa upp.
Allavega fannst mér við miklu betri aðilinn. Við kannski sóttum ekki jafn mikið en mér fannst liðið allt öruggara í sínum aðgerðum og þó það sé aldrei spurt um hvor var betri aðillinn heldur hvernig leikurinn fór, þá vorum við samt betri aðilinn. Það gefur ekki stig en það gefur mér ánægju og von.
Svo verð ég aðeins að minnast á viðmælenda Harðar Magnússonar fyrir hönd Spurs. Það var hann Bogi Ágústson. Eins og það kann að fara í taugarnar á mönnum hvað ég er bjartsýnn og tala vel um Spurs fer það rosalega í taugarnar á mér þegar menn eru svartsýnir og tala niður til Spurs (þá sérstaklega ef það er stuðningsmaður Spurs). Ég umber það á svona netspjalli og finnst það í lagi ef menn gæta hófs. En þegar menn missa trúnna á sitt eigið félag í beinni útsendingu verð ég brjálaður. Þegar þú situr gegn Liverpoolmanni og Man U.manni þá er eins gott að týna allt það góða til sem Spurs á. Þú getur horft á stöðunna frá sjónarhorni þeirra sem vilja okkur ekki vel og kallað það raunsæji. Þú getur t.d talað um að við höfum aðeins unnið einn leik. Þú getur talað um að fréttir um þjálfaramál muni eyðileggja tímabilið, þú getur talað um hvað okkur vantar.
En svo getur þú líka horft á þetta frá augum stuðningsmanna sem reyna að finna það jákvæða og kallað það líka raunsæji. Þú getur talað um að það séu aðeins fjórir leikir búnir og nóg eftir af mótinu til að koma til baka, þú getur talað um að ef United verður að berjast á toppnum og við erum betri aðilinn á þeirra heimavelli (þrátt fyrir tap) þá ættum við að vera þar líka, þú getur talað um að nú þegar allt fárið í kringum Jol sé búið geti liðið og leikmenn einbeitt sér að því sem er að gerast inná vellinum ofl.
Allavega ef við erum búnir að missa af 4. sætinu vegna lélegrar byrjunar þá er United líka í vondum málum. En að mínu mati verða annað hvort Chelsea og Man U. meistarar og við eigum mjög góða möguleika á CL sæti.
Svo langar mig að óska Mido til hamingju með annað markið sitt i jafn mörgum leikjum (ef mér telst rétt til). Ég sagði þegar hann fór að hann yrði líklega með 10 markahæstu mönnum PL. Það fer kannski eftir því hversu langt Egyptar ná í afríkumótinu en hann er allavega að standa sig vel eins og við var að búast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Til hamingju Tottenham í dag .... liðið stóð sig alveg frábærlega, spilið var gott, baráttan var til fyrirmyndar og við fengum fullt af færum .. og við vorum að spila á Old Trafford fyrir framan um 70.000 manns.
UPPSKERUBRESTUR !!!!
Liðið átti meira skilið en ekkert eftir frammistöðuna í dag ... en svona er bara boltinn ... shit happends.
Dómarinn var ekki alveg á okkar bandi .. þar sem ég tel okkur hafa átt skilið að fá víti í leiknum ... alla vega eitt stk :)
En það þýðir ekkert að gráta þetta .. liðið var að sýna góða takta og ég er aldrei þessu vant mjög bjartsýnn á framhaldið .. lykilleikmenn að koma tilbaka, og þá er ég að meina fyrir vinstri vænginn .. Bale var bara góður sem left wing .. vandamálið leyst þar að mínu mati.
Svo eigum við slatta inni í meiddum leikmönnum .. miðvörð nr. 1 , 2 og 3 .. hehe , Lennon á kantinn, Bent í sóknina og Ekotto í vörnina.
Eins og ég skrifaði á spurs spjallið .. þá er ég líklega búinn að smitast af þér sicknote í bjartsýnini .. en alla vega miðað við frammistöðuna í dag, baráttuna í dag, leikgleðina í dag, samheldnina í dag .. skemmtilegur sóknarbolti, fullt af færum og gáfum ekki mörg færi á okkur þrátt fyrir mjög svo vængbrotna vörn ( vantar 3 miðverði .. sem eru nr. 1-3 ) þá sé ég bjarta tíma framundan .. nú eru leikmenn farnir að spila sínar stöður og þá smellur þetta.
Vonandi heldur þetta áfram .. og þá verður 4. sætið okkar.
Bjartsýni er málið ...
kv. frá UK
Birgir
Góður Birgir. Frábært að fá mann með sömu rödd og ég í umræðuna. Það er líka svo miklu skemmtilegra að horfa á björtuhliðarnar. Skemmtilegra að hlakka til leiks heldur en að kvíða leik. Það er líka skemmtilegra að tala illa um önnur lið en Spurs. Skemmtilegra að rakka niður leikmenn annara liða en Spurs. Það er allavega mín reynsla og ég hef prófað að vera bjartsýnn og svartsýnn.
Svo meigum við taka stuðningsmennina á vellinum í gær til fyrimyndar eins og þú minnist á. Við erum að tapa leik og ennþá syngja stuðningsmenn lofsöngva um Spurs. Það kalla ég að standa með liðinu í gegnum súrt og sætt, en ekki bara gengum sætt.
Allavega bíð ég þig velkominn í bjartsýnisland og vona að dvöl þín ílengist ;)
Ég var ágætlega sáttur við leikinn, þó svo að við hefðum tapað honum. Hugsaði það í byrjun leiks, þegar ég sá hollinguna á liðinu, að það væri engin skömm af því að tapa þessum leik og ekki nærri eins svekkjandi, þegar maður sá hvað menn voru að leggja sig fram og berjast. Ekkert í líkingu við tapið á móti Sunderland. Þó var ég pínu ósáttur við það hvað við féllum aftarlega á völlinn eftir fyrstu tuttugu mínúturnar.
Seinni hálfleikur var virkilega góður af okkar hálfu, náðum að koma til baka og vorum miklu líklegri heldur en Manu. Svo gjörsamlega trompaðist kallinn þegar Wes Brown "varði" með hendinni, að mínu mati. Fannst það tvímælalaust vera víti.
Vill samt halda áfram að vara við of mikilli bjartsýni fyrir næstu leiki. Þó svo að menn séu bjartsýnir þá finnst mér að menn þurfi líka að vera raunsæir. Þetta eru jú allt saman erfiðir leiki, alveg sama á móti hverjum er verið að spila. Okkur hefur einhverra hluta vegna ekki gengið alltof vel á móti Fulham og leikirnir við Arsenal eru alltaf erfiðir. Derby leikir sem við höfum ekki farið neitt alltof vel út úr á undanförnum árum. Þó svo að við séum með marga meidda, leikmenn sem eiga vera miklu betri heldur en þeir sem hafa verið að spila undanfarið þá er ekki þar með sagt að allt smelli og liðið blómstri.
Það er ekkert að því að vera bjartsýnn. Ég fer alltaf bjartsýnn að horfa á leiki og hef enn ekki fallið flatt á því. Ef að við töpum leiknum þá er ég bara bjartsýnn á framhaldið. Ég get ekki séð hvernig einhver ætti að vera svo bjartsýnn að hann sé óraunsær nema hann sjá það sem formsatriði að klára tímabilið í 1. sæti eða eitthvað álíka. Ég á enn eftir að sjá þann mann.
Einhver spekingurinn hjá Spurs sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið "It's better to aim high and fail, than aiming low and succseeding" . Þetta er hugarfarið sem fólk ætti að tileinka sér finnst mér. Næstu leikir eru kannski erfiðir, en setjum markið hátt! Verum bjartsýn. Ef það klikkar höfum við val um að vellta okkur uppúr því og röfla og rakka leikmenn niður eða líta björtum augum á framhaldið. Hvort villt þú?
Ég ætla á þess vegna á móti að hvetja menn til að vera bjartsýnari og muna að við fórum í gegnum nokkra töluvert stærri öldudali í fyrra en náðum samt besta árangri liðsins í yfir 20 ár.
Tekið af spursarinn fyrir leikinn gegn Sunderland:
Ossie said...
............. Ég held að þetta verði mjög erfiður leikur og er ekki eins bjartsýnn og flestir eru í tippleiknum á spallinu. Það er allavega einhver órói í manni fyrir leiknum því eins og þú segir þá "eigum" við að vinna þennan leik, þeir voru að koma upp og við vorum í fimmta sæti. Ég er þess handviss um að þeir mæti eins og grenjandi ljón, vona samt að við náum að merja sigur……………………………..
Sicknote said....
Ossie.
Þetta er hugarfarið sem maður á að horfa á svona leiki með. Miðað við spár manna á Spurs.is óttast ég hið versta á því spjallborði ef leikurinn vinnst ekki. Menn verði kallaðir öllum illum nöfnum og menn dragi hæfni Jol í efa. Þannig að ég vona extra mikið að við vinnum þennann leik. ……………………………………..
Hvað hefur breyst?
Jú jú allt í lagi að vera hóflega bjartsýnn, ekkert að því. En eftir því sem bjartsýnin er meiri þeim mun meiri væntingar gera menn fyrir leiki, þannig skil ég það allavega. Það þýðir bara hærra fall og meira svekkelsi ef svo fer að leikurinn tapist. Mér finnst ósköp eðlilegt að gera kröfur á liðið og mínar væntingar hafa sennilega ekki verið eins miklar í mörg herrans ár. Svo finnst mér líka allt í góðu að tala um hvað sé að og hvað megi betur fara þegar illa gengur, hvort sem það kallast röfl eða að rakka niður og að sjálfsögðu að tala um hvað sé vel gert. Að þegja og líta eingöngu á björtu hliðarnar er ekkert annað en að stinga hausnum í sandinn og ber vott um metnaðarleysi og ekkert annað í mínum huga. Eins og ég sagði þá er ég bjartsýnni en í mörg ár en samt sem áður þá finnst mér það ef ég lít á þetta raunsætt að við erum ennþá á eftir topp fjögur liðunum, þau eru einfaldlega betri og lengra komin. Í bjartsýnisköstum dreymir mig um topp fjögur.
Það er eitt sem ég hef lært í upphitunum. Það er að reyna líka að koma fólki niður á jörðina. Því eins og þú minnist á eru vonbrigðin í sömu hlutföllum og væntingar hjá stuðningsmönnum. Gegn liðum eins og Sunderland sem flestir virtust vanmeta rosalega þá vill ég kannski koma mönnum niður á jörðina. En gegn Man U. þar sem menn eru ekki jafn bjartsýnir reyni ég að ýta undir það frekar. En ég get lofað þér því að þú getur farið í gegnum allar upphitanir sem ég hef gert og þú munt aldrei sjá mig spá tapi. Þannig að ekkert hefur breyst hjá mér.
Svo held ég að þú sést að misskilja það sem ég er að tala um að rakka liðið niður og það. Í mínum huga er gagnrýni allt annar hlutur. Þegar menn kalla Jenas aumingja, vilja senda Steed í burt á fleka, efast um að Jol sé hæfur í starfið af því liðið tapar tveimur leikjum o.s.frv. finnst mér menn ekki vera að gagnrýna á uppbyggilegann hátt. Það væri að sama skapi ekki uppbyggileg gagnrýni ef maður lokaði augunum fyrir öllum þeim vandamálum sem liðið á við að stríða.
Svo hef ég líka oft tekið þann pól í hæðina að þegar allir tala um hvað allt er ömurlegt, leiðinlegt og lélegt að fara aðrar leiðir. Ég hef oft sagt að ég syndi á móti þeim straumum sem eru í umræðunni. Þegar enginn minnist á ljósu punktana finnst mér ég geta bara bent á ljósu punktana og þar með reynt að skapa eitthvað jafnvægi í umræðunni.
Svo er eitt sem er hægt að hugsa um. Hvernig væru leikir ef stuðningsmenn væru alltaf rakka niður sína menn. Stuðningsmenn okkar myndu púa á leikmann af því að hann skoraði ekki og syngja níðsöngva um leikmenn sem gerðu mistök? Væri það ekki svolítið súrt? Maður ætlast til þess að stuðningsmenn úti hvetji leikmenn og styðji liðið jafnvel þó illa gangi. Af hverju er það þá svona óeðlilegt að ég geri það sama hér fyrir og eftir leiki?
En ég viðurkenni að ef allir væru að farast úr bjartsýni væri umræðan heldur ekkert skemmtileg.
Skrifa ummæli