föstudagur, júní 22, 2007

Bent að koma?

Nú er slúðrað svo mikið um að Bent sé á leiðinni til okkar fyrir 16 m/p að manni stendur ekki á sama. Í mínum huga getur koma Bent þýtt tvennt. Við erum að fara missa Berbatov, eða ráðamenn hjá Spurs hafa misst vitið. Það er svo sem gott og blessað að fá góðann "stórann" sóknarmann. Mido er líklega á förum þannig að okkur vantar einn stórann.

Nú á Spurs nóg af seðlum og getur leyft sér að kaupa góða menn í þær stöður sem okkur vantar í. Meira að segja gætum við eytt allt upp í 6 m/p í stórann sóknarmann. Það eru mjög miklir peningar, en það myndi lýsa metnaði félagsins að kaupa svo dýrann leikmann. Þegar við förum hinnsvegar að eyða 16 m/p í leikmann lýsir það bara heimsku... Nema eins og ég segi að Berbatov sé á förum. Þá eru þessi kaup skiljanleg.

Nú kunna margir að vera að hugsa að ég sé búinn að missa það. "Af hverju er það slæmt að kaupa leikmann í gæðaklassa, sem hefur skorað 31 mark í 68 deildarleikjum? Berbatov og Bent væri frábært dúó"

Svarið við þessu er einfalt. Bent er vissulega frábær leikmaður og ég tel komu hans ekki slæmt mál af því að mér finnst hann ekki nógu góður, alls ekki hann er frábær. En málið er að við þurfum að laga vandamálin. Sóknin er engin vandræðastaða hjá okkur. Berbatov og Keane eru frábært par sem mér finnst að eigi að fá að þróa samvinnu sína. Þá vantar okkur backup fyrir þá tvo. Við eigum Defoe sem backup fyrir Keane og það er ágætis backup. En eigum við að fara kaupa leikmann fyrir 16 mills sem backup fyrir Berbatov? Ég held ekki. Ef við þurfum nauðsynlega að eyða 16 mills ættum við að kaupa mann sem myndi virkilega styrkja stöðuna sem hann spilar í. Hvað með að kaupa mann sem spilar helminginn af tímabilinu á móti King á meðan hann er meiddur? Það var vandamál í fyrra og það er meiri þörf á að leysa það vandamál en sóknina. Nú eða eyða góðri summu í vinstri vængmann (ef að Bale á að spila LB).

Okkur vantar tilfinnanlega menn fyrir aftan sóknina sem geta skapað færi fyrir sóknarmennina. Það er vandamál sem mætti eyða 16 m/p í að leysa.

Ég vona þó svo innilega að ef að Bent komi sé það vegna vitleysisgangs en ekki vegna þess að Berbatov sé að fara. Ég gæti ekki höndlað það.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Honum var bent að koma

Birgir sagði...

Kallinn er mættur í hús .. 16.5 millur.
Gríðarlega mikill peningur, eins gott að hann standi undir væntingum þá.
Annars hefði ég verið til í að sjá þessum peningum varið í vinstri kantmann .. Pedersen , Petrov eða einhvern góðan vinstri kantmann.
Berbatov er ekki að fara , það er alveg á hreinu..
En djöfull er manni farið að hlakka til tímabilsins .. maður getur varla beðið eftir að komast á WHL reglulega. Held að næsta season verði "seasonið" vona það alla vega.
kv.
Birgir