Nú er tímabilið á enda og þá þarf að gera það upp. Þetta er fyrsti pósturinn í uppgjörinu. Ég er búinn að búa til nokkrar svona spurningar um "bestu og verstu" í Spurs. Það væri gaman að sjá sem flesta svara þessum spurningum.
1.Besti leikmaðurinn: Berbatov er án nokkurs vafa í mínum huga besti leikmaður tímabilsins. Hann var t.a.m eini leikmaður Spurs sem komst í úrvalsliðið og er að mínu mati besti framherji deildarinnar.
2.Kom mest á óvart: Ég þarf að gera upp á milli Berbatov, Huddlestone og Robbinson. Sá síðast nefndi kom svolítið á óvart fyrir að hafa ekki staðið sig eins vel og hann getur. Berbatov kom mér mjög á óvart þó ég hafi alltaf vitað að hann væri góður leikmaður gerði ég mér grein fyrir því að fjöldinn allur af góðum leikmönnum kemur til Englands ár hvert en ná ekkert að sýna. Að Berbatov hafi strax á fyrsta tímabili sannað sig sem einn besti sóknarmaður deildarinnar ef ekki sá besti hefur komið mér á óvart. Ég held að ég láti þó Huddlestone fá viðurkenninguna þar sem ég bjóst ekki við neinu af honum. En hann varð á tímabili fastamaður í liðinu og stóð sig frábærlega.
3.Bestu kaupin: Berbatov, engin spurning.
4.Efnilegasti leikmaðurinn: Lennon er í mínum huga ekki lengur bara efnilegur heldur góður leikmaður. Ekotto og Dervite (sem mig grunar að verði hittari á næsta tímabili) eru líka efnilegir. Huddlestone er þó að mínu mati sá leikmaður sem gæti orðið gríðarlega stór stjarna með smá þjálfun. THUDD fær því mitt atkvæði.
5.Besta framistaðan í leik: Framistaða Chimbonda gegn Chelsea í nóvember er án nokkurs vafa besta framistaða leikmanns á tímabilinu. Jafnvel besta framistaða leikmanns Tottenham í áraraðir. Þegar menn fórna öllu fyrir félagið eiga menn hrós skilið. Fyrir utan það að hann var maður leiksins í stærsta sigri vetrarins þá spilaði hann leikinn meiddur og virtist ekki hlífa sér hið minnsta.
6.Vonbrigði vetrarins: Í mínum huga koma þrír leikmenn til greina. Robinson var lengi vel að spila langt undir væntingum en náði sér aðeins á strik seinni hlutann á tímabilinu. Einnig var ég fyrir nokkrum vonbrigðum með Mido. Hann á að geta svo miklu betur en hann sýndi. Það er svosem hægt að færa rök fyrir slæmu gengi hans, en ég var þó fyrir vonbrigðum. En sá sem ég var fyrir mestum vonbrigðum með var fyriliðinn Ledley King. Ég gerði mér vonir um að hann myndi vera kletturinn í vörninni í ár eftir mikil meiðsli á síðasta tímabili. En í raun var hann töluvert meira meiddur þetta tímabil en tímabilið á undann. Þó það sé ekki hægt að kenna honum persónulega um þetta þá var ég samt fyrir mestum vonbrigðum með hann.
7.Tilþrif vetrarins: Það er á nokkru að taka í þessum flokki, markið sem Robbo skoraði var auðvita eitt af tilþrifum vetrarins. Stoðsending Lennons með hælnum. Nánast hver einasta hreyfing Berbatov var tilþrif, en ég vel tilþrif tímabilsins atvikið þar sem Robbie Keane fór illa með hægri bakvörð Chelsea sem hafði haldið Ronaldinho niðri í síðasta leik sínum. Hann gjörsamlega sólaði hann upp úr skónum þar til þessi leikmaður (heitir eitthvað Boulanroux eða eitthvað) datt bara á rassinn og svo kom brilljant sending inn í teiginn frá Keano.
8.Baráttuhundur ársins: Nokkrir sem koma hérna til greina. Tainio, Chimbonda, Zokora og Dawson t.d. En Dawson vinnur þetta með nokkrum yfirburðum þó.
9.Mark vetrarins: Án nokkurs vafa mark Paul Robinson af 80 metra færi.
10.Markvarsla vetrarins: Robinson varði víti á tímabilinu. Ætli það verði ekki bara fyrir valinu.
11.Herra stöðugleiki: Dawson, man ekki eftir neinum leik þar sem hann var lélegur.
12.Herra óstöðugleiki: Að mínu mati er það Ghaly. Ghaly átti nokkra rosalega fína spretti í vetur en átti líka marga hörmulega leiki.
13.Vanmetnasti leikmaðurinn: Þeir sem hafa lesið síðuna í vetur ættu ekki að hrökkva við þegar ég segi að vanmetnasti leikmaðurinn sé Ekotto. Að mínu mati er þetta frábær leikmaður.
Liðið
14.Leikur ársins: Þetta er svona leikurinn sem stendur uppúr á tímabilinu, besta framistaða liðsins í vetur. Í mínum huga og eflaust margra annara er það leikur okkar gegn Chelsea í nóvember þegar okkur tókst loksins að vinna eitt af stórliðunum.
15.Skemmtilegasti leikurinn: Virkar kannski eins og sama spurningin og að ofan. Ég er samt að meina þetta öðruvísi, þó auðvitað gæti sami leikurinn hæft báðum þessum flokkum. Þetta er ekki endilega best spilaði leikur okkar á tímabilinu heldur bara út frá skemmtanagildi. Þó Chelsea leikurinn margumræddi komist vissulega nálægt þessu og allir evrópuleikirnir með tölu verð ég þó að velja leik okkar gegn West Ham í mars. Bæði lið spiluðu sókndjarft og skemmtilega og úrslitin 3-4 með marki Stalteri þegar 6 mínútur voru liðnar af uppbótartíma er líklega leikur sem ég á eftir að horfa á aftur.
16.Mesti karakterinn: Það er aftur um þessa tvo leiki að ræða leikinn gegn West Ham í mars og leikurinn gegn Chelsea í nóv. Ég held þó að leikurinn gegn Chelsea fái mitt atkvæði þarna.
17.Leiðinlegasti leikurinn: Frá sjónarhorni Spursara var leikurinn gegn Arsenal í des. sá leikur sem maður vill gleyma sem fyrst. En opnunarleikurinn gegn Bolton mun ég seint gleyma sama hvað ég reyni. Ég man varla eftir að hafa séð leiðinlegri leik. Bæði lið spiluðu ömurlega leiðinlegann bolta og ekkert að gerast milli marka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Skemmtilegur póstur .. .Langaði hérna að smella inn hvað mér finnst um þetta.
Er sammála þér með sumt.
1. Berbatov, lang bestur
2. Berbatov, bjóst ekki við þessu á 1. tímabili
3. Berbatov .. einfalt
4. Lennon .. þarf að bæta sig
5. Berbatov í næstum öllum leikjum vetrarins .. 23 mörk og 17 stoðsendingar segja allt sem segja þarf.
6. Malbranque .. bjóst við meiru af honum.
7. Robbo að skora frá eigin vítateig gegn Watford, og þar sem ég var á WHL .. bara betra.
8. Tainio .. ef hann er ekki baráttuhundur, þá er það enginn.
9. Berbatov vs. Wigan , snilldarklobbi og svo leggur hann upp í samskeytin fjær .. var á WHL og sá þetta í besta view possible.
10. Gegn Middlesbro úti, staðan 1-2 fyrir okkur og Robbo ver alveg svakalega frá Viduka. Crucial varsla þar á ferð.
11. Dawson, spilaði svo til alla leiki og stóð fyrir sínu.
12. Ghaly , Malbranque og Lennon eru Jó-Jó leikmenn. En ætli Ghaly fái ekki titilinn.
13. Tainio, hann vinnur eins og hestur og fær ekkert hrós. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið.
14. Að vera á WHL að sjá liðið vinna Chelsea í fyrsta skipti í hundrað ár
15. Útileikurinn við West Ham var auðvitað alveg svakalegur.
16. Chelsea heima, lenda undir en vinna samt.
17. Fulham leikurinn heima, var á WHL og drepleiddist leikurinn.. sem betur fer var ísl. klúbburinn í klúbbferð þannig að maður gat tjattað.
kveðja
Vel valið Birgir.
Koma alltaf fram svona hlutir sem maður var búinn að gleyma en eru þó gullmolar, eins og markvarslan hans Robbo sem þú minntist á. Var bara búinn að gleyma henni en hún var vissulega stórglæsileg. Hefði valið hana líka ef ég hefði munað eftir henni. Þvílík viðbrögð hjá Robbo.
Robbo varði líka stórkostlega frá Vassell í síðasta leiknum. Eins og sicknote bendir á þá er fullt af svona sem maður man ekki, og sú varsla er náttúrulega fersk í minninu. En það breytir því ekki að hún var ein sú besta reflex-markvarsla sem ég hef séð frá Robbo.
Skrifa ummæli