Já nú loks fengum við að sjá okkar menn halda hreinu í deildinni. Ekki það að ég hafi verið neitt óþolinmóður eftir þessu. Það er svosem ekki margt að segja um leikinn við sköpuðum okkur urmul af færum en nýttum engin þeirra (vítaspyrna færi eða ekki færi?). Umræðan mun kannski snúast um að hinir jákvæðu sjá það að við séum að skapa okkur færi sem gott mál, en hinir neikvæðu benda á að við nýttum ekki færin okkar. Bæði góð og gild rök en ég er jákvæður eftir sigurleiki og sé þetta sem jákvætt mál.
Eitt stórt vafaatriði sem geriðst í leiknum sem mig langar að minnast á. Það var dæmt af okkur mark þegar Defoe skoraði. Nú hef ég svosem enga sérfræðiþekkingu en ég held að línuvörðurinn hafi veifað á Berbatov. Þó svo að Berbatov (sem var rangstæður) hafi ekki snert knöttinn, hafði hann áhrif á leikinn því hann hljóp að boltanum og fipaði þar með markvörðinn.
Í rauninni voru tvö vafaatriði því vítaspyrnudómurinn var ansi vafasamur. Það er ekki hægt að dæma vítaspyrnu nema hann hafi viljandi handleikið knöttinn eins og lýsendur sky bentu réttilega á. Það er svolítið hart að ætla að Readingmaðurinn hafi snert boltann viljandi. Kannski má segja að vafaatriðin hafi fallið í sitthvora áttina og því ekki hægt að kenna dómaranum um úrslit leiksins.
Annars var leikurinn svona sæmilegur. Allir áttu fínann leik í okkar liði. Berbatov og Keane voru ágætir en geta miklu meira. Lennon og Zokora deila titlinum maður leiksins að mínu mati.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég vill meina að það hafi, jú verið tvö vafaatriði. markið hans Defoe var réttilega dæmt af því Berbatov hleypur af stað í átt að boltanum og hefur þannig áhrif á leikinn, hefði hann hitt er svo annað mál staðið kyrr eða skokkað í átt frá boltanum hefði þetta verið löglegt mark. Vítaspyrnan er vissulega vafaatriði og ég hefði snappað hefði hún dottið hinumegin. Annað vafaatriðið að mínu mati,var þegar Dawson skutlaði sér fyrir boltann og hann lenti á upphandleggnum á honum, það hefði allt eins getað verið víti og hitt. Annars er ég alltaf sáttur við 3 stig hvernig sem þau koma.
COYS
kv. Marri
Man reyndar ekki eftir þessu vafaatriði með Dawson. En vafaatriðin jöfnuðust sem betur fer út í þessum leik. Það er eðlilegt að dómarar geri mistök en alltaf sárt þegar annað liðið hagnast meira á mistökum dómarans.
Það er reyndar eitt sem óvanalegt í þessum leik. Berbatov var óvenju oft rangstæður í þessum leik. Ég hef tekið eftir því í vetur að Berbatov hefur mjög sjaldan verið rangstæður en í gær var hann aftur og aftur rangstæður. Skrýtið.
Skrifa ummæli