Jæja ég bloggið er búið að vera í páskafríi sem er senn að ljúka. Ef við byrjum á Sevilla leiknum, þá var þetta kaflaskipt. Við komum inn í seinnihálfleik sem allt annað lið. Dómarinn var slakur og allt það, en ég nenni ekki að tala mikið um það. Ef að seinni leikurinn fer illa skal ég kannski taka til við að bölva þessum dómara en ekki fyrr. Úrslit leiksins voru svona allt í lagi en kannski ekki það sem maður vonaðist eftir. En úrslitin voru ekki svo slæm að við eigum ekki möguleika í síðari leiknum, síður en svo. Ég tel okkur eiga góða möguleika á WHL á fimmtudaginn.
Leikurinn við Chelsea var þó annað mál. Ég er búinn að vellta því fyrir mér hvort úrslitin hafi verið slæm eða ekki. Auðvitað er tap alltaf slæm úrslit í deildinni en ef tekið er mið af aðstæðum er hægt að færa rök fyrir því að 1-0 tap á heimavelli englandsmeistaranna sé ekki svo slæmt. Þá er ég að taka inn í reikninginn að við hvíldum nokkra lykilleikmenn og spiluðum nokkrum örþreyttum leikmönnum og vorum í meiðslavandræðum. Kannski hefði verið eðlilegt að búast við stórtapi og þar af leiðandi hægt að segja að úrslitin hafi verið eins góð og maður þorði að vona.
Að öðru. Nú virðist allt stefna í að L.King sé að verða leikfær. Þvílíkur léttir svona á lokasprettinum. Það væri auðvitað geðveikt ef hann næði að spila kannski 3-5 leiki áður en hann meiðist á ný. Hver einasti leikur sem hann spilar er gulls í gildi fyrir okkur. Hann er jú enn kóngurinn.
Svo finnst mér svolítið magnað að lesa spjallsvæði Spurs. Það eru einhverjar svaka umræður um hvort hægt sé að kalla Ziegler til baka úr láni þar sem Lee er meiddur? Hvað er það? Til hvers? Fyrir það fyrsta eigum við tvo leikmenn í varaliðinu sem eru skárri en Ziegler. So why? Ekotto á að koma aftur ef allt gengur vel í leikinn gegn Wigan og Murphy á að vera leikfær eftir tvær vikur. Ziegler yrði ekki gjaldgengur í leikinn geng Sevilla. Er þá verið að vellta því fyrir sér að hafa Ziegler sem 3-4 kost í vinstri bakvörðinn? Eða er þetta bara gamla tröllatrúin á Ziegler? Ég hef kannski séð svona 8-10 leiki með Ziegler. Ég samt eftir að sjá leik þar sem hann spilar vel eða ásættanlega. Mér finnst eiginlega honum best lýst sem efni í að vera efnilegur leikmaður, ekkert meira en það.
Kannski er þetta bara stimpillinn sem menn eru búnir að stimpla Ekotto með, að hann sé rosalega slæmur leikmaður. Það er auðvitað bara matsatriði en mér þykir Ekotto samt sem áður vanmetnasti leikmaður Spurs nú þegar menn eru búnir að taka Zokora í sátt. Hann er allavega að mínu mati besti vinstri bakvörðurinn okkar í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ef Ekotto er að koma aftur um næstu helgi þá hef ég engar áhyggjur af vinstri bakverðinum. Ég vona að þetta sé rétt því hann gæti ekki komið á betri tíma. Ég er sammála þér um Ekotto, hann á mikla möguleika á því að verða framtíðarleikmaður hjá Spurs.
Nú virðist skv. physioroom að Murphy sé ekki lengur meiddur en í gær dobbletékkaði ég á physioroom og hann var þá meiddur til 24 apríl. Kannski hann hafi jafnað sig fyrr en búist var við.
ég ákvað að koma með þessa fyrirspurn á spurs.is um Ziegler þar sem upp var komin sú staða að í fyrri leiknum gegn sevilla var talað um að Lee og Stalteri hefðu eitthvað meiðst. Ef King væri ekki að koma til baka þá væru ansi fáir varnarmenn eftir. En Ekotto er auðvitað mun betri en Ziegler þó svo að Ziegler sé ekki lélegur leikmaður...Bjóst bara ekki við Ekotto fyrr en kannski í maí í leikina þá. En evrópuleikurinn verður strembinn með nánast alla vörnina meidda en við erum spursarar og finnum leið út úr þessu....kv. S.A.J.
Biðst afsökunar S.A.J. Ég var eitthvað pirraður þegar ég skrifaði þetta. Ég skal reyna aðeins að slaka á hrokanum næst ;)
Skrifa ummæli