sunnudagur, mars 18, 2007

Tottenham - Chelsea

Það er engin umfjöllun um Watfordleikinn núna. Ákvað að láta taka hann upp fyrir mig og ætla mér að horfa á hann í landsleikjafríinu. En ég mun að sjálfsögðu fara á pubbinn til að horfa á leik okkar gegn Chelsea.

Hefðum við verið að fara keppa við þá í janúar eða byrjun febrúar hefði maður varla þorað að dreyma um að við ættum möguleika gegn Englandsmeisturunum. En þegar við erum á svona miklu skriði eru möguleikarnir orðnir ansi raunhæfir. Við erum allt í einu orðið eitt af beittustu sóknarliðum Englands og þó víðar væri leitað. Þegar við erum orðnir svo sóknarsinnaðir að markmaðurinn er farinn að skora er sóknarboltinn fullkomnaður.

En maður verður að passa sig á að gleyma sér ekki í gleðinni. Ég hugsa að hlutlaust mat sé að Chelsea sé sigurstranglegri aðilinn í þessum leik. Það er nokkuð ljóst að Chelsea er ekki að fara vanmeta okkur því þeir hafa ekki enn náð sigri út úr þessum tveimur leikjum á þessu tímabili. Máltakið "all good things must come to an end" á auðvitað við okkur líka, það er bara spurning um tíma. Ég vona svo sannarlega að sigurganga okkar verði ekki stöðvuð á morgun.

Liðið
-----------------------Robbo-----------------
Chimb.---------Daws----Rocha--------Lee
Steed----------Zokora---Jenas-------Lennon
------------------Keane---Berbtatov------------

Tainio er víst enn meiddur og það er gríðarlegur missir. Við þurfum að berjast eins og ljón á miðjunni og þar eru fáir jafn öflugir og Tainio. Annars held ég að menn séu nokkuð sáttir við þetta lið. Ghaly gæti hugsanlega verið þarna í stað Steed... en þó ekki. Það er spurning á hvorum kanntinum Lennon verður en annars er þetta held ég eftir bókinni. THUDD held ég að verði ekki þarna. Honum vantar einfaldlega snerpu og ákveðni í varnarleiknum þannig að ég lít á hann sem sókndjarfann miðjumann. Það væri kannski helst að hann fengi séns ef Jenas er ekki tilbúinn í annann leik svo skömmu eftir að hafa komið úr meiðslum.

Hjá Chelsea er Joe Cole meiddur fram á sumar og Wayne Bridge verður ekki með. Jose Morinho segir að það séu möguleiki á að Essien verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn okkur, en ég held að það sé þvaður. Hinsvegar munu Chelsea vera búnir að fá Terry aftur úr meiðslum, sem skiptir þá gríðarlegu máli enda var vörnin þeirra úti á þekju þegar við mættum þeim síðast, þá án Terry.

Ég vonast eftir sigri og spái því leiknum 2-1 fyrir okkur. Það verður athyglisvert að sjá hvernig bestu vörn deildarinnar gengur á móti heitasta sóknarliði deildarinnar.

1 ummæli:

Sperran sagði...

Sælir.Er frekar varkár.Blundar í manni "víst við kláruðum þá ekki í fyrra skiptið" hugsun.Fengum kannski þetta eina tækifæri "and blew it"? Eitt er víst, vörnin verður að vera klettur í þessum leik.Grunnurinn að sigri liggur í því í kvöld.Þetta er alls ekki óvinnandi.Það er örugglega hugur í strákunum og því er bara 1 eftir:COME ON YOU SPURS!!!!!!