þriðjudagur, mars 06, 2007

Sporting Braga - Tottenham








Fimmtudaginn 8 mars kl. 21:35 á Estádio Municipal de Braga


Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að telja mönnum trú um að leikurinn sé ekki unninn nú þegar? Við erum svo hátt uppi að það er virðist ógerlegt að koma mönnum á jörðina. En staldrið aðeins við þetta... Þetta er oft það sem verður mönnum að falli. Ég býst við að leikmenn séu jafn hátt uppi og við stuðningsmennirnir eftir síðasta leik og undanfarnar vikur. Það er besta ávísun sem fyrir finnst á vanmati á andstæðingunum. Þess vegna skulum við reyna að róa okkur niður og reynum að virða andstæðinginn. Ég ætla gera mitt besta til þess að fá ykkur niður á jörðina, og hefst þá upphitunin.

Sporting Braga FC.

Stofnað: 1921
Gælunafn: Arsenal do Minho

Heimavöllur: Estádio Municipal de Braga (30.154)
Borg: Braga (norður Portúgal)
Nágrannar: Engir (Braga er eina fótboltaliðið í þessari borg)
Stjóri: Jorge Costa


Þetta Braga lið er frekar áhugavert lið. Þrátt fyrir að hafa verið meira og minna í efstu deild í 86 ár, eða frá því liðið var stofnað hefur því aldrei tekist að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna. Porto, Benfica og Sporting Club hafa skipt með sér efstu sætunum í áraraðir. Besti árangur Braga í deildarkeppninni er 4. sætið. en því hafa þeir náð nokkrum sinnum (m.a síðustu 2 tímabil). Eini titillinn sem þeir hafa landað var þegar þeir unnu portúgölsku bikarkeppnina árið 1966.

Viðurnefnið þeirra Arsenal do Minho er fengið þar sem leikvangurinn er í Minho hverfi í Braga og tengingin við Arsenal er komin þar sem þjálfari liðsins á öðrum áratug síðustu aldar fór til Englands að horfa á leik með Arsenal. Arsenal vakti svo mikla hrifningu hjá honum að hann ákvað að láta liðið spila í samskonar búningum og Arsenal. Þessi félög eru því svokölluð "vinafélög" og hafa af og til spilað æfingaleiki gegnum tíðina. Fátt annað virðist vera merkilegt í sögu þessa liðs.

Þó svo að liðið sé ekki hátt skrifað í evrópu eru þarna nokkrir menn sem eru þekkt nöfn. Það kannast eflaust einhverjir við þjálfara þeirra Jorge Costa. Costa þessi spilaði megnið að ferlinum með Porto en gat sér gott orð í portúgalska landsliðinu. Fernando Couto og Jorge Costa þóttu eitt besta miðvarðarpar í sögu landsliðsins.

Það kannast eflaust líka margir við leikmanninn João Pinto sem gerði garðinn frægann með Benfica á árunum 1992-2000, þar sem hann var þrisvar valinn knattspyrnumaður Portúgals. Þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall er hann þeim samt mikill liðsstyrkur.

Annar leikmaður sem kannski einhverjir kunna að kannast við er Argentínumaðurinn Andres Madrid. En hann hefur lengi verið eftirsóttur af liðum á Englandi og á Spáni. Þessi leikmaður þykir gríðarlega teknískur og yfirvegaður. Það er eins gott fyrir okkar leikmenn að hafa gætur á honum í leiknum.

Að öðru leiti verð ég að játa fáfræði mína á leikmönnum þeirra. En fyrst ég er byrjaður að tala um leikmenn þeirra er gaman að geta þess að Richardo Rocha sem spilar með Spurs í dag var leikmaður þeirra á árunum 1999 -2002. Hann spilaði þar 85 leiki og skoraði í þeim tvö mörk. Hann mun því eflaust geta gefið leikmönnum Spurs einhverjar upplýsingar um andstæðingana.

Leikvangurinn
Þegar ég fór að kynna mér lið Braga kolféll ég gjörsamlega fyrir leikvangi þeirra og hef því ákveðið að gefa honum smá kynningu. Leikvangurinn heitir eins og áður sagði Estádio Municipal de Braga. Það sem gerir þennann leikvang að fallegasta leikvangi sem ég hef séð er að hann er þannig séð BYGGÐUR INN Í FJALL. Já þið lásuð rétt. Margir muna kannski eftir að hafa séð þetta þegar spilað var á þessum velli í EM árið 2004. Leikvangurinn var einmitt byggður EM. Völlurinn er því ekki með þessa hefðbundnu hringlaga stúku, heldur eru stúkur sitthvoru meginn á langhlið vallarins. En myndir segja meira en þúsund orð um þetta mannvirki.Það voru margir sem gagnrýndu hönnun mannvirkisins af þeim ástæðum að það væri erfiðara að mynda stemmingu þegar stúkurnar tengist ekki. Reyndin hefur hinsvegar orðið önnur þar sem þetta er talinn einn erfiðasti völlurinn í Portúgal. Áhangendur eru þekktir fyrir ólæti og henda þá allskyns hlutum inn á völlinn. Sjáið bara þetta!!!

Þetta var þó ekki alveg stemmingin í síðasta evrópuleik gegn Parma. Það mættu rúmlega 6.000 manns á þann leik sökum hás miðaverðs. En ég á ekki von á að það muni gerast gegn okkur og tippa ég á troðfullann leikvang enda mikil eftirvænting eftir leiknum í Braga.

Braga í dag
Sporting Braga situr sem stendur í fjórða sæti portúgölsku deildarinnar. Þeir hafa verið að standa sig mjög vel á heimavelli, en verið ósannfærandi á útivöllum. Það er því mikil bjartsýni fólgin í því að ætla rúlla yfir þá þar því þeir töpuðu síðast á heimavelli í oktober. Braga komst inn í riðlakeppnina með 3-2 sigri á Chievo. Braga endaði svo í þriðja sæti riðilsins en komst engu að síður áfram á stigum.

Braga í Uefa Cup.








Eins og sést á töflunni hafa Braga unnið alla leiki sína á heimavelli samanlagt 7-0. Á útivelli hafa þeir aðeins unnið einn leik (gegn Parma) en tapað 2 leikjum í riðlakeppninni. Eins og menn sjá unnu Braga Parma samanlagt 2-0. Það má vissulega horfa á það þannig að Parma sé ekki beint sterkir í dag. Spekingar sögðu þó að þetta hefði verið frekar óvænt úrslit.

Tottenham.
Við höfum svo sannarlega komið á óvart í þessari keppni. það kemur kannski ekkert á óvart að við séum komnir svona langt.. þannig séð. Það sem kemur hinsvegar á óvart er hversu leikur Spurs í þessari keppni hefur verið skemmtilegur. Jafnvel þegar ekkert gekk í deildinni spiluðum við samt alltaf eins og stórlið í þessari keppni. Það er því kannski umhugsunarefni hvað muni gerast í þessari keppni núna þegar allt er á uppleið í deildinni? Við höfum nú unnið fjóra leiki í röð og skorað í þeim 14 mörk en fengið á okkur 5. Það veit hver einasti Íslendingur sem hefur vott af fótboltaáhuga hvernig síðasti leikur fór hjá okkur gegn West Ham.

Tottenham í Uefa Cup








Eins og við öll vitum var einvígið í 32. liða úrslitum aflýst þar sem Feyenoord var dæmt úr keppni vegna óláta stuðningsmanna þeirra í riðlakeppninni. Af þeim leikjum sem komið er höfum við ekki enn fengið á okkur mark á útivelli og skorað samanlagt 3 mörk í tveimur leikjum frá og með riðlakeppninni, en við unnum einnig útileik gegn S.Prag í forkeppninni 0-1. Staðan er því sú að við höfum ekki fengið á okkur mark á útivelli og Braga hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli í þessari keppni.


Liðið
----------------------Robbo------------------
Chimb.------Dawson----Gardner-----Lee
Lennon-----Zokora------Tainio------Steed
---------------Keane-------Berbatov---------

Jenas er því miður meiddur og mun því ekki spila. Sömu sögu er að segja af Mido og Ekotto. Rocha verður einnig fjarverandi þar sem hann má ekki spila í Uefa vegna þáttöku sinnar með Benfica í evrópukeppninni. Val á markmanni og varnarmönnum ætti því ekki að valda Jol miklum heilabrotum. Ég býst svo að sjálfsögðu við að Steed Malbranque fái loksins byrjunarliðssætið sitt aftur. Ég býst einnig við að Tom Huddlestone verði á bekknum þar sem Zokora hefur verið að spila frábærlega undanfarið.Keane kemur aftur úr banninu og ég býst fastlega við honum frammi með Berbatov. En ef Berbatov skorar verður hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Spurs til að skora í 4 leikjum í röð í Uefa Cup.

Leikurinn
Í raun hef ég ekki miklar áhyggjur af þessum leik. Ekki vegna þess að ég er 100% á að við vinnum, heldur vegna þess að ég er viss um að við munum rúlla yfir þá á heimavelli. Ef við töpum leiknum núna 2-0 mun ég ekki fá taugaáfall. Við getum rifjað það upp að 1984, tímabilið eftir að við unnum Uefa cup, unnum við þá samanlagt 9-0 og unnum útileikinn 0-3. En ég ætla ekki að missa mig í bjartsýninni og spá þessu 1-2 í erfiðum leik. Við sýndum það gegn Besiktas að við getum unnið leiki á erfiðum útivöllum og því munum við gera það sama gegn Braga. Ég hugsa hinsvegar að heimaleikurinn fari alltaf 4-0, en ég skal þó endurskoða það eftir þennann leik.

Skemmtið ykkur vel yfir leiknum.

Coys!

9 ummæli:

Sicknote sagði...

Þetta var skrifað í flýti. Vona að það sé ekki of mikið af villum þarna.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra upphitun

Nafnlaus sagði...

Frábær upphitun.
Maður er að verða rosalega spenntur fyrir þessum leik.
Ætla menn að fara á Ölver eða eitthvað svoleiðis ?

Birgir sagði...

Snilldarupphitun að vanda.
Þetta verður án efa frábær skemmtun í kvöld ....
Ískaldur Stella Artois og Tottenham á channel 5 .. flott blanda.
Þessi völlur er alger snilld ... ekki bara það að hann sé virkilega flottur, hann er bara svo ótrúlega óvenjulegur !!!
Braga liðið er held ég alveg ágætis lið .. geta vel bitið frá sér og verðum við að passa okkur. Að fara til Portúgals og ná góðu jafntefli er flott mál .. upp á heimaleikinn að gera. En vonandi vinnum við þetta .. maður vill bara vinna alla leiki.
Spái þessu engu að síður 1-1 .. en vonandi dettur þetta okkar megin og fer 1-2.

Sicknote sagði...

Takk fyrir strákar og njótið vel ;)

Það mun án efa fólk safnast saman á börum landsins til að fylgjast með, enda Evrópuleikirnir þeir allara skemmtilegustu á að horfa. Maður að sjálfsögðu skellir sér á barinn að horfa á leikinn eins og alltaf. En ég forðast þó Ölver nema í algerri neyð.

Nafnlaus sagði...

[B]NZBsRus.com[/B]
No More Crawling Downloads Using NZB Files You Can Instantly Find Movies, Games, MP3s, Applications and Download Them at Blazing Rates

[URL=http://www.nzbsrus.com][B]Usenet[/B][/URL]

Nafnlaus sagði...

Predilection casinos? scrutinization this young [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] enchiridion and come out with into b presume up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also discontinuation our up to the duplicate [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] ascend d create along guidance of at http://freecasinogames2010.webs.com and prostrate corporeal bucks !
another modern [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] hypocrisy is www.ttittancasino.com , in behalf of the benefit of german gamblers, submit c be communicated neighbourhood unfettered online casino bonus.

Nafnlaus sagði...

You could easily be making money online in the undercover world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat community[/URL], It's not a big surprise if you haven’t heard of it before. Blackhat marketing uses little-known or little-understood avenues to produce an income online.

Nafnlaus sagði...

And most accord very low acceptation at the quickest time with the help of these loans. [url=http://paydayloansdepr.co.uk]pay day loans uk[/url] You need not accounts payable your budgeting card for for which you need some Swiss bank account urgently.