Jæja nú kemur gamla formið á upphituninni aftur þ.e að koma stuðningsmönnum niður á jörðina. Þrátt fyrir glæsilega viku þar sem maður hefur getað bent á hverjir séu Spursarar af brosinu einu saman. Verðum við að vera raunsæ. Í dag er Bolton með betri tölfræði hvernig sem á málið er litið. Við höfum alltaf getað sagt þegar við spilum á heimavelli að við munum vinna. Við skulum hinsvegar átta okkur á því að við höfum ekki fengið eitt einasta stig á heimavelli síðustu tvo mánuðina!!! Við getum líka slegið því föstu að Bolton er með töluvert betri vörn en við. Okkur hefur ekki tekist að halda hreinu í 17 leikjum í röð í deildinni og aðeins haldið hreinu í 4 leikjum. Bolton hefur hinsvegar náð að halda markinu hreinu í 11 leikjum og hafa fengið 11 mörkum færra á sig. Þeir stefna á að komast í 4 sætið upp fyrir Arsenal með sigri á morgunn. Við vonumst hinsvegar eftir að komast í 9 sætið með sigri (og von um tap hjá Newcastle). Bolton unnu okkur eins og margir muna í okkar fyrsta leik á tímabilinu 2-0. Ég man að okkar menn litu afar illa út á vellinum í þeim leik.
Það er því margt sem bendir til þess að við eigum erfiðann leik fyrir höndum á morgunn. En að sjálfsögðu vonumst við eftir sigri. Við höfum engar staðreyndir bakvið þessar vonir en við höfum þó það að við erum allir að koma til. Tveir glæsilegir útisigrar í röð er eitthvað sem maður var búinn að gefa upp alla von að myndi gerast í vetur. Everton og Bolton eru svipuð að mörgu leiti því leikur þeirra beggja snýst um að ná tökum á miðjunni. Við gáfum Everton ekkert eftir í síðasta leik á miðsvæðinu þannig að ég býst við að við ættum að geta staðið í Bolton þar líka. En fyrir fram sætta líklega bæði lið sig við jafntefli. Jafntefli er vissulega ásættanleg úrslit fyrir okkur. En maður veit líka að ef að leikmenn Spurs eiga góðan dag munu þeir geta unnið þá. Það er náttúrulega það sem blundar í manni.
Liðið
------------------------Robbo----------------------
Chimb.---------Dawson------Gardner--------Lee
Lennon---------Zokora--------Jenas----------Tainio
------------------Keane--------Berbatov------------
King, THUDD og Mido eru meiddir. Gardner er eitthvað tæpur líka og fer í síðbúna læknisskoðun fyrir leik. Ef hann nær ekki að spila mun að sjálfsögðu Rocha taka sæti hans. Ég vona þó að Gardner verði með því Rocha hefur ekki verið að finna sig í þeim leikjum sem ég hef séð. Ég held að Tainio verði áfram á vinstri vængnum þar sem okkur vantar baráttuhunda í leikinn. Ef Defoe er búinn að fá almennilega sálfræðiaðstoð mun hann kannski byrja. Við þurfum virkilega að hafa Defoe í lagi og ég vona að hann sé að ná sér. Annars held ég að þetta sé nokkuð eftir bókinni.
Ég spái leiknum 3-2. Mér líkar það að sem virðist vera að gerast núna hjá Jol. Hann er búinn að átta sig á því að við erum ekki með mestu fautana í okkar liði og því þýðir ekkert að bakka um leið og við náum forustu. Styrkur okkar er meiri fram á við heldur en í vörninni, svo ég tali nú ekku um þegar fyrirliðinn Ledley King er meiddur. Ég spái því að Bolton byrji leikinn aftarlega en um leið og við skorum fyrsta markið mun leikurinn galopnast og bæði lið byrja að spila sóknarbolta.
Dómari leiksins er hinn umdeildi Graham Poll.
Coys!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Aldrei þessu vant er ég bjartsýnn !!!
Mæti galvaskur á WHL á morgun með Íslenska fánann og öskra eins og vitleysingur.
Búinn að fara 5 sinnum á WHL nú þegar á tímabilinu, 4 sigrar og eitt jafntefli !! þannig að maður vonar að formið verði í gír á morgun.
Annars er skarð í vörn Bolton að Bal Tem Haim er í leikbanni og munar um minna ... hann er L.King þeirra Boltonmanna.
Engu að síður verður þetta hrikalega erfiður leikur og verðum við að vera þokkalega harðir í horn að taka .. enda er Bolton liðið ekkert lamb að leika við, hafa verið þekktir fyrir að tækla allt og alla.
Ef við mætum í þennan leik blóðþyrstir, þá vinnum við þetta.
Það verður ekki óferðarfallegur bolti á morgun, þetta verður barátta upp á líf og dauða og það verða nokkur gul spjöld á morgun... líklega eitt stk. rautt að auki.
COYS
Spurs 4Ever
Birgir
"Við getum líka slegið því föstu að Bolton er með töluvert betri vörn en við. Okkur hefur ekki tekist að halda hreinu í 17 leikjum í röð í deildinni og aðeins haldið hreinu í 4 leikjum. Bolton hefur hinsvegar náð að halda markinu hreinu í 11 leikjum og hafa fengið 11 mörkum færra á sig."
sammála með vörnina, þú gleymir líka einu, Bolton eru með miklu betri markvörð heldur en við.
"Everton og Bolton eru svipuð að mörgu leiti því leikur þeirra beggja snýst um að ná tökum á miðjunni."
Held nú reyndar að það sé stefnan hjá flest öllum liðum að ná tökum á miðjunni. Hef það á tilfinningunni að við eigum eftir að verða undir í þeirri baráttu þó svo að tveir síðustu leikir gefi fögur fyrirheit. Þó svo að Bolton sé ekki að spila fallegasta boltann í deildinni þá eru þeir gríðarlega sterkir og massíft lið.
"Jafntefli er vissulega ásættanleg úrslit fyrir okkur."
Gaf það í skyn hér að framan að við værum að fara tapa þessum leik og ætti því að vera sáttur við jafnteflið. Eins og staða okkar í deildinni í dag þá er jafntefli alls ekki ásættanlegt, við erum jú á heimavelli og þurfum á öllum þremur stigunum að halda ef við ætlum að berjast um Evrópusæti.
"En maður veit líka að ef að leikmenn Spurs eiga góðan dag munu þeir geta unnið þá. Það er náttúrulega það sem blundar í manni."
Þetta held ég að sé akkurat viðhorf hins dæmigerða spursara, sem ég tel mig einmitt vera. Þó svo að gengi liðsins hafi verið svona upp og ofan(mestmegnis ofan í gegnum árin) og maður ekkert alltof bjartsýnn fyrir leiki þá er vonin um sigur alltaf til staðar. Alveg sama á móti hverjum við erum að fara spila, alltaf skal einhversstaðar innst innan í manni læðast pínulítill vonarneisti um sigur.
Sammála þér Birgir, gæti alveg farið út í það að rauða spjaldið færi á loft.
Bigrir: Ég er bara nokkuð sammála þér. Við erum að fara sjá hrikalegann baráttuleik. Þeir eru helvíti harðir þessir Bolton menn. Maður hinsvegar getur hugsað til þess að það er stutt síðan Boro lagði Bolton 5-1 í bikarnum minnir mig. Þannig að þeir eru langt því frá ósigrandi.
Skemmtu þér vel á vellinum ;)
Ossie:
Það má með réttu segja að Jussi hafi verð töluvert betri markmaður það sem af er tímabili en Robbo. En Robbo virðist vera koma til af síðustu tveim leikjum að dæma. Ég vill hinsvegar ekki vera of bráður og segja strax eftir tvo góða leiki að við séum búnir að fá okkar gamla Robbo aftur. En allt er þegar þrennt er og ég er tilbúinn að staðhæfa að lægð liðsins og leikmanna sé lokið náum við sigri í dag.
Ég er líka sammála því að ef við ætlum að ná evrópusætinu þýðir ekkert bara að krefjast sigur gegn lélegustu liðunum. Við þurfum að fara ná góðum úrslitum gegn sem flestum liðum. En ef við horfum á leik Tottenham í vetur og leik Bolton í vetur og leik liðanna fyrr í vetur og það að við höfum ekki unnið leik á heimavelli í tvo mánuði má einnig færa rök fyrir því að fyrirfram sé jafntefli ásættanlegt. En ég vonast eftir að verða glaður eftir leikinn en ekki bara sáttur.
það er rétt hjá ykkur, það bendir allt til þess að þetta verði harka og eitthvað um spjöld. Ég væri náttúrulega svooo sáttur við að sjá Diouf fá eitt rautt.
já svo fremi sem okkar leikmenn mæti með rétt hugarfar í leikinn. Það hefur nú ekki verið hægt að ganga í því vísu í síðustu leikjum fyrir utan þá tvo síðustu. þykist viss um að leikmenn Bolton komi alveg dýrvitlausir í leikinn og spili sinn hefðbundna baráttu bolta. Diouf er náttúrulega með leiðinlegri knattspyrnumönnum á Englandi og jafvel þótt víða væri leitað, efa það ekki að félagar okkar á áhorfendapöllunum komi til með að gera allt sem þeir geta til að pirra manninn
Skrifa ummæli