VS
Arsenal
Miðvikudaginn 24.jan kl. 20:00 á WHL
Úr eldri upphitun
Áður en við byrjum
Það ríkir mikil óvild og jafnvel hatur í garð Arsenal meðal stuðningsmanna Spurs. Ég ætla mér ekki að vera með neitt skítkast í garð Arsenal í þessari upphitun. Það á bara ekki við mig. Þetta þýðir samt ekki að mér þyki svo vænt um Arsenal að ég geti ekki fengið mig til að skrifa neitt slæmt um þá.
Arsenal
Arsenal var stofnað árið 1886 Sem Dial Square. Þeir breyttu nafninu svo í Arsenal Woolwich þegar þeir urðu atvinnumannalið. Það voru starfsmenn Arsenal Royal sem stofnuðu félagið í Woolwich í suð-austur London. Thames áin var ekki brúuð á þeim tíma sem varð til þess að lítil aðsókn var á heimaleikina. Þetta varð til þess að félagið lennti í fjárhagserfiðleikum og ákvað að flytja sig yfir ánna. Árið 1913 fluttu þeir sig yfir á Highbury í aðeins nokkra kílómetra fjarlægð frá WHL. Þetta varð til þess að nágrannarígurinn myndaðist. Þegar þeir fluttu yfir afmáðist Woolwich af nafninu og eftir stóð Arsenal F.C. Þeir eru þar með 1 af 2 "professional" liðum sem bera ekki nafn af hverfi eða borg.
Oft hefur verið talað um nágrannaríg Tottenham og Arsenal sem þann ofsafengnasta sem þekkist á Englandi. Ástæðuna má ekki aðeins rekja til nálægðarinnar heldur einnig skandals sem átti sér stað árið 1919. Fyrir þann tíma voru 20 lið í úrvalsdeild og tvö sem féllu ár hvert. Þetta ár var hinsvegar ákveðið að fjölga liðum í úrvalsdeild um 2. Tottenham og Chelsea voru þau lið sem áttu að falla en Chelsea fékk að vera uppi (enduðu í 19 sæti) Hitt sætið hefði því með réttu átt að fara til Spurs. Ef ekki Spurs þá allavega til liðsins í þriðja sæti í annarri deild. Henry Norris stærsti hluthafinn í Arsenal sat þá í stjórn knattspyrnusambandsins og fékk hann því framgengt að Arsenal sem endaði í 5. sæti annarar deildar fengi hitt sætið í úrvalsdeild. Margar samsæriskenningar eru uppi um þennann skandal. Ein er sú að árið 1915 komst upp um að stjórar Liverpool og Manchester Utd. hafi hagrætt úrslitum í lokaleik umferðarinnar til að koma í veg fyrir að Liverpool félli. Norris á þá að hafa boðið þeim að berjast gegn því að þeim yrði vikið úr fyrstudeildinni í staðinn fyrir stuðning þeirra í að koma Arsenal upp á kostnað Spurs. Þetta hefur að sjálfsögðu alltaf sett svartann blett á Arsenal í augum stuðningsmanna Tottenham og var aðeins til að kasta olíu á eld nágrannarígsins.
Í sumar fluttu Arsenal sig yfir á nýjann leikvang þar sem Highbury stóðst m.a ekki evrópustaðla. Nýji leikvangurinn ber nafnið Emrirates Stadium eftir flugfélaginu Emirates Airline. Emirates er ekki stuðningsaðili Uefa og þar með viðurkenna þeir ekki nafnið og kalla hann annað hvort Arsenal Stadium eða Ashburton Grove
Arsenal hefur spilað nú í samfleytt 80 ár í efstudeild, sem er met í ensku deildinni. Arsenal á einnig metið yfir flesta leiki í röð án þess að tapa (49). Á áttunda og níunda áratuginum þótti Arsenal spila einkar leiðinlegan fótbolta þar sem leikur liðsins byggðist mestmegnis upp á sterkum varnaleik. Á þeim tímapunkti byrjuðu stuðninsmenn annara liða að syngja söngva um "boring, boring Arsenal". Þó svo að leikur Arsenal hafi breyst mikið á frá þeim tíma og þeir farnir að spila meiri sóknarbolta eru margir enn á því að þeir spili leiðinlegann bolta þar sem leikmenn eru sakaðir um að spila leikinn óheiðarlega með dýfingum og öðrum óþverrabrögðum. Stjóri Arsenal Arsene Wenger hefur að mörgu leyti tileinkað sér þennann stíl í viðtölum þar sem hann er oft mjög ósanngjarn og óheiðarlegur í garð andstæðinganna og dómarans.
---------------------------------------------------------------------------
Saga liðanna í deildarbikarnum.
Arsenal.
Arsenal hefur 5 sinnum leikið til úrslita í deildarbikarnum en aðeins unnið tvisvar. Þeir unnu bikarinn 1987 og 1993. Þeir hafa hinsvegar tapað úrslitaleik gegn Luton 1988, Swinton 1969 og Leeds 1968.
Tottenham hefur einnig leikið 5 sinnum til úrslita í deildarbikarnum og unnið þrisvar.
Við unnum deildarbikarinn fyrst þann 27 febrúar 1971 gegn Aston Villa 2-0. Það var goðsögnin Martin Chivers sem skoraði bæði mörkin. Árið eftir töpuðum við svo í undanúrslitum deildarbikarsins gegn Chelsea.
Annar titillinn kom í hús árið 3 mars 1973 þegar við unnum Norwich 1-0 með marki frá Ralph Coates.
Það var svo 21 mars árið 1999 sem okkur tókst að tryggja okkur þennann bikar í þriðja skiptið. Þá sigruðum við lið Leichester (sem felldi okkur úr fa cup í fyrra) 1-0 með marki Alan Nilsen.
Við erum að spila í 10 skiptið í undanúrslitum deildarbikarsins. Við höfum hingað til 5 sinnum komist áfram í gegnum það en fjórum sinnum verið stöðvaðir þar. Það sem verst er að Arsenal hefur tvisvar komið í veg fyrir það að við spiluðum úrslitaleikinn. Arsenal vann okkur í undanúrslitum fyrst árið 1968 og endurtóku svo leikinn í undaúrslitum árið 1987. Þeir stöðvuðu okkur reyndar líka í þriðju umferð árið 1983. Við höfum aðeins einusinni slegið Arsenal út úr þessari keppni og það var árið 1980 þegar við unnum þá í fjórðu umferðinni.
Leiðin í undanúrslitin.
Arsenal.
24.okt. West Brom 0-2 Arsenal
8.nóv. Everton 0-1 Arsenal
9.jan. Liverpool 3-6 Arsenal
Tottenham.
25.okt. Milton Keynes Dons 0-5 Tottenham
8.nóv. Tottenham Hotspur 3-1 Port Vale (eftir framlengingu)
20.des. Tottenham Hotspur 1-0 Southend United (eftir framlengingu)
Það er óhætt að segja að Arsenal hafi verið töluvert meira sannfærandi í þessum leikjum. Þeir hafa ávallt klárað sína leiki á 90 mínútum og keppt heilt yfir við sterkari andstæðinga. Ég horfði á leik Arsenal gegn Liverpool og þó svo að ég hafi viljað sigur Liverpool í þessum leik gat ég ekki annað en hrifist af leik Arsenal. Það eru ekki mörg lið sem ná að skora 6 mörk á Anfield, og enn færri sem ná því með varaliðinu. Það er því skiljanlegt að margir stuðningsmenn Spurs séu frekar svartsýnir fyrir þessa leiki.
Að leiknum sjálfum...
Ég tel það nokkuð víst að Arsen Wenger eigi eftir að halda áfram að spila ungu strákunum í þessari keppni. Eftir framistöðu þeirra gegn Liverpool hlýtur Wenger að treysta þeim til að spila þessa leiki einnig. Annað sem rennir stoðum undir þá kenningu er að Arsenal eru með ansi þétt leikjaprógram (eins og við reyndar) og því nauðsynlegt að hvíla leikmenn aðalliðsins. Það skiptir hinsvegar okkur ekki máli hvort Arsenal spili á varaliðinu eða aðalliðinu. Bæði liðin þeirra eru feiknarsterk og flestir leikmenn varaliðsins ættu greiða leið inn í flest úrvalsdeildarlið á Englandi ef miðað er við framistöðuna gegn Liverpool. En kannski hefði hvaða leikmaður sem er virkað sem súperstjarna á móti Liverpool þennann dag. Það er einnig ljóst að stemmingin er öll Arsenalmegin. Þeir unnu Man U. um helgina 2-1 og unnu þann leik með 2 mörkum á síðustu 10 mínútum leiksins. Ef það er ekki eitthvað til að rífa upp stemmingu þá er það ekki hægt.
Ég á hinsvegar von á því að Jol muni stilla upp sínu sterkasta liði. Þó svo að Arsenal stilli ekki upp sínu sterkasta liði þýðir það ekki að við höfum efni á því. Það er því fátt sem vinnur með okkur í þessum leikjum. Það er kannski stærsta vonarglætan að við eigum fyrsta leikinn á heimavelli og þar erum við sterkir. Það er líka morgunljóst að á þessum leikjum er stuðningurinn mestur. Það er því eflaust viðbrygði fyrir unga leikmenn Arsenal að mæta í svona svakalega stórann leik með 35,000 kolvitlausa áhorfendur. Allavega vonum við það. Leikmönnum Spurs er enn í fersku minni ófarirnar gegn Arsenal í byrjun desember þegar við töpuðum 3-0 á "Flugvellinum". Menn vita það að stuðningsmennirnir ætlast til að sjá leikmenn spila alvöru bolta í þessum leik.
Ég ætla allavega að spá okkur sigri í þessum leik og jafntefli í seinni og að við spilum úrslitaleikinn gegn Chelsea. Ég veit að það er ofboðsleg bjartsýni og sumir myndu jafnvel kalla það heimsku, en auðvitað er maður bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Það er í sjálfu sér ekkert ógerlegt því við getum unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Ef við náum upp svipaðri stemmingu og við náðum gegn Chelsea, munum við vinna þetta lið með minnst tveimur mörkum. Það er algjör óþarfi að halda að við séum að fara mæta heimsmeisturum. Allavega finnst mér ég vera raunsær með að spá okkur sigri. Leikurinn á Emirates er svo seinnitíma vandamál.
Liðin.
Ég veit ekkert hvaða leikmenn spila leikinn fyrir Arsenal. Ég ætla hinsvegar að byrta lið Arsenal sem mætti Liverpool, þar sem ég tel að liðið sem mætir okkur verði í svipuðum dúr.
-----------Almunia---------------
Hoyte - Toure - Djourou - Traore
Walcott---Song--Fabregas--Denilson
-----Aliadieré---Baptista---------
Þetta voru allavega leikmennirnir sem spiluðu leikinn. Ég held að þessu sé rétt stillt upp hjá mér. Í þessum umtalaða Liverpoolleik fór Baptista á kostum og skoraði 4 mörk. Að mínu mati var þó maður leiksins Aliadiere. Mig minnir að hann hafi átt 4 stoðsendingar og eitt mark. Hann niðurlægði varnarmenn Liverpool gjörsamlega. Í raun var ekki einn leikmaður Arsenal sem átti slakan leik. En til að búa ekki til eitthvað vonleysi hjá ykkur er rétt að geta þess að lið spilar aldrei betur en andstæðingurinn leyfir. Liverpool voru arfaslakir og hefði skipt litlu máli hvaða lið hefði spilað gegn þeim, það hefðu öll lið unnið þá á þessum degi. Ég skal lofa ykkur því að þeir munu ekki ná að yfirspila okkur á heimavelli.
Tottenham.
----------------Robinson---------------
Chimb.-----Gardner----Dawson----Ekotto
Lennon-----Thudd------Jenas-----Steed
-----------Keane------Berbatov---------
Meiddir
Ledley King
Teemu Tainio
Edgar Davids (tæpur)
Hossam Mido
Paul Stalteri
Lee Barnard
Jeramain Jenas (tæpur)
Sem fyrr spái ég að Ekotto spili leikinn. Á móti svona léttleikandi liði verðum við að hafa mann sem getur varist vel í bakverðinum. Þó margir efist um ágæti Ekotto þá held ég að það sé alveg klárt að hann sé betri varnarmaður en Lee. Ég setti svo Jenas inn í liðið þar sem Tainio er meiddur. Þetta er reyndar hrikalega ólíklegt þar sem hann er rétt nýbyrjaður að æfa. Líklegra er að Ghaly eða Zokora spili þarna. Ég set svo Keane í framherjann með Berbatov þar sem Defoe spilaði um síðustu helgi þannig að ég býst við að Jol vilji hafa óþreyttann mann frami. Auk þess sem Defoe var með einhvern skæting um síðustu helgi við Jol og því eðlilegt að hann sitji hjá.
Þetta lið getur hæglega tekið þessa pjatta hjá Arsenal í bakaríið. Við erum á heimavelli eins og ég hef margoft tuggið á og óharnaðir Arsenalmenn með litla reynslu eiga ekki eftir að leika sér mikið undir þeim kringumstæðum.
Mín spá
Við tökum þennann leik 3-2. Þetta á eftir að verða rosalega skemmtilegur leikur. Svo náum við jafntefli á "flugvellinum", og viti menn við erum að fara spila úrslitaleikinn.
Úff! Skrifaði þetta á mettíma. Eflaust eitthvað um stafsetningavillur, endurtekningar og mótsagnir. En hundruðasti pósturinn staðreynd. Kem með eitthvað gott líka þegar ég næ 1000 póstum ;)
COYS!!!
5 ummæli:
Takk fyrir glæsilega upphitun.
Góður pistill, skemmtileg lesning. Ég er að vísu ekki sammála að "eðlilegt" sé að hafa Defoe á bekknum, þó hann hafi verið ósáttur að vera tekinn af velli í síðasta leik. Hann er fljótari og meiri markaskorari en RK. Það er skoðun mín að við séum hættulegri fram á við með hann og Berba.
Archibald:
Takk fyrir og verði þér að góðu.
Vsjóns:
Ég hef oft vellt því fyrir mér hvor sé betri Keane eða Defoe. Ég hef ekki komist að neinni almennilegri niðurstöðu og hef því alltaf litið á þá sem jafn góða. En við getum þó verið sammála um að Defoe er í betri leikæfingu og heitari en Keane. Ég er ekkert að segja að Keane spili leikinn af því að hann er betri eða neitt þannig. Ég einfaldlega held að Jol muni vilja sýna Defoe og öðrum leikmönnum að það er hann sem ræður og leikmönnum ber að virða það með því að láta Defoe byrja á bekknum. Ég held að þetta gæti verið ágætis breyting. Keane þarf að sanna sig upp á nýtt eftir meiðslin og hann þarf líka að bæta upp fyrir framistöðuna gegn Arsenal 2 des. Það þarf því mikið að vera að ef hann mætir ekki harðákveðinn í að gera sitt besta í þessum leik.
góð upphitun, svo er bara að klára þessa Arsenal menn. það mundi gleðja mitt Liverpool hjarta. Ekki að þið eigið að hefna okkar slaks árangurs gegn þeim, ég vil bara miklu meir sjá spursara áfram.
mín spá 2-1 fyrir Tottenham
Get bara ekki verið eins bjartsýnn og þið. Úrslit undanfarinna leikja hjá báðum liðum gefa enga ástæðu til þess. Á meðan við höfum verið að spila frekar illa með okkar sterkasta lið, þ.e. af þeim sem eru heilir, þá hefur B-lið Arsenal verið að brillera á móti liðum sem við höfum verið í basli á móti. Held þó að við náum að hanga á jafnteflinu vegna heimavallarins og verðum svo teknir í bakaríið á útivelli. Vona samt innilega að ég hafi rangt fyrir mér og við vinnum báða leikina, maður heldur jú alltaf í vonina. Þetta er allavega mín spá.
Skrifa ummæli