mánudagur, janúar 22, 2007

Hitt og annað

Jæja nú er hitt og annað búið að gerast í kringum Spurs sem ég hef ekki komist í að nefna. Defoe tók eitthvert kast á Jol í síðasta leik þegar honum var skipt útaf. Þetta kemur mér ekki á óvart þar sem hann hefur verið mjög pirraður í leikjum okkar upp á síðkastið. Ég byrjaði að taka eftir þessu á móti Portsmouth svo aftur í fyrri leiknum gegn Cardiff og svo í umræddum leik. Ef að eitthvað tókst ekki hjá honum þá fórnaði hann höndum í átt að einhverjum liðsmanna sinna eins og hann væri að kenna þeim um það sem miður fór. Jol hefur gert lítið úr atvikinu og sagt þetta bara vera keppnisskapið í honum og ætlar að ræða eitthvað við hann. Mín skoðun er sú að hann þurfi að fá refsingu fyrir þetta. Þá er ég ekki að meina að Jol eigi að kippa honum úr liðinu í nokkra leiki, heldur bara fjársektir eins og Keane fékk í fyrra eða eitthvað í þeim dúr. Jol verður að krefjast virðingar frá leikmönnum sínum og á ekki að láta svona hluti líðast. Þjálfari sem leikmenn virða ekki nær engu út úr liðinu. Annars er þetta bara svona léttvægt mál sem gleymist strax. No Biggy!

Svo eru fréttir þess efnis að við höfum náð samkomulagi við Benfica um kaup á miðverði að nafni Rocha. Ég þekki ekkert til mannsins en býst við að Jol sé að kaupa þarna ágætis mann. Vona allavega að hann hafi snerpu til geta myndiað par við Dawson þegar King er meiddur.

Ég ætla svo að vona að Jol haldi áfram að kaupa þessa ungu efnilegu leikmenn. Hann er bestur í því.

Nú er Jenas að snúa aftur úr meiðslum sínum. Ég hlakka mikið til að sjá Jenas og THUDD spila saman. Ég held að það sé mjög gott dúó.

Ég ákvað að skrifa þennann póst svo að upphitunin sem kemur vonandi í kvöld verði póstur nr. 100. Þetta verður stór upphitun skrifuð á mettíma.

2 ummæli:

Einar Gislason sagði...

Ég er ekki viss um hversu "efnilegur" Rocha er, þar sem hann er 28 ára ;)

Sicknote sagði...

hehe einhvernveginn las ég það að hann væri 20 ára. En það er rétt hjá þér hann er 28 ára. Það er svosem ekkert verra að vera efnilegur frameftir aldri ef þú springur einhverntíma út :)

Takk fyrir leiðréttinguna. Ég fixa þetta.