laugardagur, janúar 20, 2007

Fulham 1 - Spurs 1

Já Fulham að verða nýja Wimbeldon liðið í úrvalsdeildinni. Jafnteflin eru orðin æði mörg hjá þeim núna. En það voru jákvæðir og neikvæðir punktar í þessum leik. Ég vona að menn leggi sig jafn mikið fram núna um að hrósa Robbo og þeir hafa verið við að útúða honum. Hann var rosalega góður í þessum leik og líklega okkar besti maður í dag. Hann átti nokkrar stjörnumarkvörslur og tók allt sem honum bar að taka. Montella skilst mér að sé annáluð vítaskytta og það er ekki hægt að gera þá kröfu á markmann að hann verji víti. Þannig að hann var mjög góður. Chimbonda var fínn líka. Gardner var að spila framar mínum vonum, þó þetta hafi nú ekki verið neinn stórleikur hjá honum. Lee var sæmilegur einnig. Malbranque var mjög góður. Það var í raun enginn að spila neinn stjörnuleik (Robbo kemst næst því) og enginn að spila afleitlega (Ghaly kemst næst því).

Framan af fannst mér vera jafnræði með liðunum. Fulham áttu hættulegri færi en mér fannst hvorugt liðið stjórna leiknum. Mér fannst við þó ná yfirhöndinni þegar þeir misstu Heiðar útaf. Við vorum ekkert að yfirspila þá neitt en vorum meira í sókn og líklega meira með boltann eftir það. Okkur hinsvegar tókst ekki að nýta okkur liðsmuninn til fulls. Það má líka segja að leikmenn Fulham hafi bara lagt sig ennþá meira fram eftir að þeir urðu einum færri. Svo kom höggið...

Nú reyndi ég hvað ég gat að sjá í endursýningu hvort Dawson hafi verið með hendina upp að líkamanum eða hvort hann hafi viljandi sett hendina í boltann, eins og dómarinn mat það. Mér reyndar sýndist boltinn fara í brjóstið á Daws. Ég get ekki sagt til um það með algjörri vissu en mér fannst þetta ekki vera víti. En sóknin á að njóta vafans og því kannski eftir þeirri meginreglu sem dómarinn tók þessa ákvörðun. En ég ætla að reyna að sjá einhver video af þessu og vonast eftir betri myndum til að dæma eftir.

Til allrar lukku náðum við þó að jafna leikinn undir lokin. Mark Chimbonda verður nú varla gefið út á videospólu en það telur jafn mikið og hin.

Enn vantar okkur þó fyrsta sigur ársins 2007 í Pl. Hann þarf að koma sem fyrst.

Nú er bara málið að hugsa um landsleikinn í dag og vera kátur. Það er stundum þægilegt að hafa svona púða til að detta á þegar hlutirnir ganga ekki fullkomnlega upp.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get ekki að því gert en mér fannst þetta í einu orði sagt hörmulegt og sé ekki alveg þessa ljósu punkta sem þú sér í þessu. Við náðum að merja jafntefli einum fleiri nærri því allan síðari hálfleik. Það bara nákvæmlega ekkert að gerast hjá okkur í dag. Jú jú Robinson stóð sig ágætlega og eins og þú segir tók það sem honum bara að taka, í seinni hálfleik hafði hann nú ekki mikið að gera þannig að það reyndi ekki mikið á hann. Var reyndar að horfa á landsleikinn öðru hvoru og var því að flakka á milli en sá hann verja einu sinni mjög vel frá Heiðari. Mér fannst Malbranqe vera hræðilegur í þessum leik, ekki ein sending af viti. Við getum gleymt evrópusætinu með svona áframhaldi. Það var algjört áhugaleysi í gangi á vellinum í dag hjá okkar mönnum og maður var orðinn ansi pirraður á að horfa á þetta þegar líða fór á seinni hálfleikinn.

Sicknote sagði...

Já ég er ekkert voðalega ánægður með leikinn í heild sinni. En ég vill heldur einbeita mér af því sem vel var gert en því sem miður fór. Ég gæti auðveldlega týnt til mun lengri pistil um það sem var ekki gott, en ég læt mönnum á Spursspjallinu það eftir. Þá geta menn bæði lesið um leikinn á jákvæðu nótunum eða á þeim neikvæðu. Ég held að fólk verði líka þreytt til lengdar á að lesa bara bölsýnisspár og ragn um lið sem þeir elska. Þannig að ég ætla að mynda smá mótvægi.