Það kunna einhverjir að vera hugsa að nú sé næstum því öruggt að útisigur nr. 2 komi hjá okkur. Það er um að gera að vera jákvæður en við skulum ekki búast við auðveldum leik. Fulham hefur ekki tapað leik síðan 9 desember, og ekki tapað heimaleik síðan í nóvember. Við höfum hinsvegar ekki unnið leik í PL á þessu ári, og aðeins unnið einn útileik allt tímabilið. Við vorum að missa Davenport til West Ham og King er ekki leikfær. Það má því kannski búast við að vörnin verði ekkert sérstaklega sterk. Það er auðvitað ekki góðs viti á móti liði sem hefur skorað 7 mörk í síðustu 2 leikjum. Við höfum ekki unnið þá á heimavelli í 5 ár. Við erum að fara mæta Arsenal í undanúrslitum bikarsins 4 dögum seinna og því spurning um hvort okkar leikmenn nái að halda einbeitingu og hvort eða hverjir verða hvíldir í þessum slag.
Það þýðir heldur ekkert að vera svartsýnn á leikinn. Þó Fulham hafi skorað 7 mörk í síðustu 2 leikjum hafa þeir líka fengið á sig 6 mörk í þessum leikjum. Leikmenn Spurs hafa spilað mjög vel í síðustu tveimur leikjum og unnum við t.a.m Cardiff í síðasta leik með 4 mörkum gegn engu. Það er vonandi að það virki sem lyftistöng á sjálfstraust leikmanna. Þó Fulham séu ósigraðir í meira en mánuð er rétt að geta þess að Þeir eiga líka eftir að vinna Pl leik á árinu. Reyndar hafa þeir ekki unnið leik síðan 18 des. Þannig að það hefur verið ansi mikið um jafntefli á þeim bænum. Fulham hefur verið að berjast við mikil meiðsli upp á síðkastið og eru enn. Ég held að við getum alveg staðhæft það að við séum með sterkara lið en Fullham. En útivellirnir eru okkur ansi erfiðir. Það má þá líka orða það sem svo að hungrið í sigur á útivelli magnast með hverjum leiknum. Það einfaldlega hlýtur að vera kappsmál hjá leikmönnum að fara að bíta í skjaldarendur í þessum útileikjum. það má kannski segja að miðað við allt ættum við að sætta okkur við jafntefli. Ég hef hinsvegar trú á því að okkar menn ætli sér allt annað og meira en jafntefli og býst því við sigri okkar manna.
Smá um Fullham
Hjá Fullham leika nokkur kunnugleg andlit. Heiðar "okkar" leikur með þeim. En spurning hvort hann hafi betur í samkeppninni við Montella um sæti í liðinu við hlið McBride. Wayne Routhledge er í láni hjá Fullham en spilar ekki leikinn í ljósi ákvæða í lánssamningi. Svo er þarna fyrrum Spurs leikmaður sem ég hafði alltaf miklar mætur á. Michael Brown var seldur í fyrra til Fulham og verður gaman að sjá hann aftur.
Liðið
------------------Robbo---------------
Chimb.-------Gardner----Dawson----Ekotto
Lennon-------THUDD------Zokora----Steed
-------------Keane-------Berbatov-------
Svona vill ég allavega hafa liðið. Þeir sem eru ekki öruggir tel ég að séu Ekotto, Zokora og Keane. Það hlaut að koma að því að Ekotto fengi séns. Hann spilaði leikinn gegn Cardiff og stóð sig af því sem ég hef heyrt stórkostlega. Hann var gríðarlega öruggur í vörninni auk þess sem hann átti stoðsendingu á Steed í þeim leik. Ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá hann spila þennan leik, og þá skuluð þið efasemdarmenn fylgjast með honum (úff stilli sjálfum mér upp við vegg). Ég tel Zokora vera betri kost þarna en Tainio. Þetta verður svakalegur baráttuleikur og því veitir ekki af einum baráttuhundi þarna inn. það gæti líka verið skemmtilegt að sjá Ghaly þarna með THUDD, hann myndi örugglega ná að fiska eitt víti eða svo. Ég spá því að Keane verði settur í framherjann þó það meigi færa góð rök fyrir því að hann ætti ekki að vera þar. Keane sem var nýstiginn upp úr meiðslum spilaði bróðurpartinn af leiknum fyrir 3 dögum gegn Cardiff og því væri kannski eðlilegast að hvíla hann. Ég er hinsvegar að vellta því fyrir mér hvort Jol muni ekki vilja eiga Defoe frískann í leiknum gegn Arsenal? Þess vegna spái ég að Keane muni spila sinn þrjúhundruðasta leik fyrir Spurs og hundraðogfimmtugasta deildarleik sinn fyrir Spurs gegn Fulham. Svo er auðvitað eins og ég kom inná spurning hvort einhverjir verði hvíldir fyrir bikarleikinn á miðvikudaginn.
Dómari leiksins verður Mike Dean sá hinn sami og dæmdi leikinn okkar gegn Charlton í síðasta mánuði sem við unnum 5-1. Vonum að hann færi okkur sömu lukku í þessum leik.
Ég spái leiknum 0-1 fyrir Spurs. Þetta verður barátta þar til leikurinn verður flautaður af og jafnvel lengur.
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Grunar að Montella eigi eftir að reynast okkur erfiður !!!!
Spái alla vega 1-1 jafntefli. Eigum eftir að sjá á eftir sölunni á Davenport, algert rugl án þess að vera kominn með replacement í staðinn. Alla vega mitt álit. Gardner er ágætur á góðum degi, en getur líka verið verri en amma mín á næsta degi ... ekki leikmaður sem maður treystir til að spila í vörninni !!!
Það er svosem ekkert ólíklegt að Montella eigi eftir að hrella vörnina okkar. Mig minnir að hann hafi skorað 4 mörk í einhverjum 6 leikjum eða eitthvað svoleiðis.
Ég er alveg sammála þér með Gardner. Ég hef aldrei haft mætur á þeim leikmanni. Hann þótti þó ágætur á móti Cardiff en það er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á getu leikmanna. En ef við náum að pressa Fulham svolítið gæti vörnin haldið. En fyrir mér er það aðalega spurning um vinstri bakvörðinn. Ef að Lee spilar verður hann með fremstu mönnum og vinstri kannturinn opinn og við meigum ekki við því að veikja vörnina eins og staðan er í dag.
Ætla að leyfa mér að bjartsýnn hvað þennan leik varðar,spái okkur 1-3 sigri.Með Gardner,finnst hann bara ekki hafa staðið undir væntingum öll þessi ár, búinn að vera "efnilegur" allt of lengi!C.O.Y.S.!
Skrifa ummæli