sunnudagur, janúar 28, 2007

Fréttir og slúður.

Jæja nú er félagaskiptaglugginn að fara loka (31 jan). Það er ávísun á að slúðurblöðin sleppi sér. Nú er talað mikið um að Crouch sé jafnvel á leiðinni. Ég er 95% viss á því að það muni aldrei gerast. Ég sé ekki gulrótina fyrir Crouch sem á að leiða hann í herbúðir okkar. Hann mun taka við hlutskipti Mido þ.e sitja á bekknum og koma inn í þessum ómerkilegri leikjum. Ég tel Crouch eiga meiri möguleika í að spila Kuyt (stafs) út úr liðinu heldur en að spila Berbatov út úr liðinu. Ég tel að þetta slúður sé tilkomið vegna þess Martin Jol hefur sagt að hann sé aðdáandi Crouch og slúðurblöðin hafa enn og aftur reynt að gera sér mat úr þessu.

Ætli allir hafi nú ekki heyrt brandarann með Bale. Hann er einhvernveginn svona:

Hvað kostar 17 ára unglingur hjá liði utan úrvalsdeildar?
Svar: 10 milljónir punda ~hahahaha~

Hvað ætli THUDD myndi þá vera metinn á? 40 milljónir punda og Lennon á 60 millur?

Ég man þegar Arsenal keypti Walcott í fyrra sagði Jol að verðið væri brandari. Ég er nokkurnveginn alveg sammála því. Það er auðvitað hægt að nefna fjöldamörg dæmi um leikmenn sem hafa verið keyptir á þessum aldri á svipuðu verði og hafa staðið undir væntingum. En þegar við horfum á leikmenn eins og King, Lennon, Huddleston og fleirri sem kostuðu aðeins brot af þessu verði sér maður að það framtíðin er óútreiknanleg. Ætli Lennon hefði verið seldur á undir milljón punda ef Leeds hefðu geta séð hversu góður hann ætti eftir að verða. Ætli THUDD hefði komið til okkar fyrir 1,5 milljónir ef menn hefðu getað séð það fyrir hvað hann ætti eftir að verða góður í Pl? Nei! Að kaupa svo unga stráka er alltaf áhætta sem annað hvort borgar sig eða ekki. Við erum ekki með sama fjármagn og Chelsea og því finnst mér mjög hæpið að fara henda 10 mills upp á von og óvon.

Mér er alltaf minnistæð þau orð sem ég heyrði frá einum spursaranum sem sagði mér að þegar Gardner var að stíga sín fyrstu spor í úrvalsdeildinni við hlið Campbells var talað um að Gardner hafi verið betri en Campbell var á sama aldri. Það er engin regla að menn verða bara betri með aldrinum þegar þeir eru unglingar.

Nú í dag var svo minnst á að Beattie gæti verið á leiðinni. Með fullri virðingu fyrir þeim manni segji ég "nei takk".

Svo er Davids farinn frá okkur til Ajax. Ég er mjög feginn því að hann hafi komið á sínum tíma. Það beindi svolítið augum manna að Spurs og við fengum okkar 15 mínútna heimsfrægð. En ég held að þetta hafi verið farsælast fyrir alla aðila. Davids fékk lítið sem ekkert að spila og hann ákvað að rotna ekki á bekknum heldur halda áfram að spila fótbolta. Þó hann hafi verið baráttuhundur og allt það held ég að frá honum hafi stafað leiðinlegur andi. Hann hefur tvisvar tekið reiðikast á Jol og tvisvar efnt til slagsmála meðal liðsfélaga sinna. Ég óska honum alls hins besta hjá nýju félagi og þakka honum fyrir þann tíma sem hann helgaði líf sitt Tottenham.

7 ummæli:

Birgir sagði...

Davenport og Davids út ...
Rocha inn...
Held að þetta sé það sem koma skal í þessum félagsskiptaglugga.
Margar sögusagnirnar, allar bara kjaftæði. Vill ekki sjá Beattie og Crouch !! bara della.
Eina viðbótin sem ég sé er Bale, á víst einhverja 48 klst til að hugsa málið hvað hann ætlar að gera. Saints búnir að samþykkja tilboð okkar. 6 millur út og möguleiki á 4 í viðbót á komandi árum. Bara spurning hvað Bale vill gera.
Held að Bale gæti jafnvel spilað sem vinstri kantari ef út í það er farið. Er svoldið svona G.Barry týpa.

Sicknote sagði...

Ef við ættum að kaupa einhvern frá Southampton þá er þar maður sem er búinn að skora 17 mörk í 27 leikjum. Hann hefur meira að segja reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Hann heitir Grzegorz Rasiak :)

Birgir sagði...

Hefurðu séð til Bale ????
Það er góð umfjöllun um Championship í TV hérna úti og hefur maður séð mörg tilþrifin hjá honum.
Er mjög hrifinn af þessum leikmanni, og á meðan klúbburinn er til í að borga uppsett verð, fine by me. Finnst það bara sýna metnað að vera til í að setja fjármagn í leikmenn. Bale er leikmaður sem er tilbúinn fyrir úrvalsdeildina, það er alveg á hreinu.

Rasiak var og er alveg ágætur striker... fékk bara svo til engin tækifæri hjá Spurs, svo einfalt var það.

Sicknote sagði...

Æji ég veit ekki? Mér finnst bara vera svona hype í kringum hann. Minnir mig alltof mikið á hype-ið í kringum Wallcott á sama tíma í fyrra þegar myndbrotin hrönnuðust inn á netið. Einhvernveginn náðust menn að sannfærast um að þetta væri einhverskonar galdramaður með boltann og væri betri en hinn og þessi var þegar hann var á sama aldri.

Allt þetta fár leiddi til þess að hann fékk tækifæri með A-landsliði Englands og ég veit ekki hvað og hvað.

Nú virðast menn vera komnir niður á jörðina varðandi Walcott og hann bara spilar sinn leik með varaliði Arsenal og fær eitt og eitt tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur alla burði í að verða frábær leikmaður en hann er ekki orðinn það ennþá, þó hann sé ágætur í dag.

Ég er að sjá það sama gerast með Bale núna. Spurning hvort það verði árlegur viðburður að búa til fár í kringum einn ungling í janúar? Myndbrotin hrannast inn og menn tala um hann eins og hann gæti bara gengið inn í Tottenhamliðið og unnið leiki nánast einn síns liðs. Ég væri alveg til í að fá manninn til Spurs. Engin spurning. En mér finnst það bara rugl, sama hversu góður leikmaðurinn er að borga 10 mills fyrir 17 ára gutta. Er hann þá í svipuðum gæðaflokki og Berbatov sem kostaði svipaðann pening? Ég efa það stórlega!!!

Ég veit svosem ekkert um hann þannig séð jú ég hef séð myndband þar sem hann hefur skorað 3 flott mörk úr aukaspyrnu og halda knetti á lofti en ég hef enn ekki séð neitt sem réttlætir þennann verðmiða.

Birgir sagði...

Það er svosem rétt hjá þér að það er verið að blása þetta allt upp og þá sérstaklega hvað Bale er "góður" ... en hann er alla vega búinn að spila 4 landsleiki með Wales og skora 1 mark. Og hann hefur spilað með U21 liði Wales líka.
Það er meira en Walcott hafði afrekað þegar hann fór til Gunners.
Walcott var inn/út leikmaður hjá Saints þegar hann var seldur, stjórinn vildi ekki þjösnast of mikið á honum vegna aldurs. Bale er fastamaður, því hann er stór og sterkur og þolir álagið. Walcott hefur ollið mér vonbrigðum, en á enn nægan tíma til að sanna sig. Held að Bale sé tilbúinn í slaginn, það verður heldur ekki eins mikið álag og pressa á honum þar sem hann er ekki sóknarmaður, og sóknarmenn eiga að skora og vinna leiki !!!
Bale gæti mjög auðveldlega reddað miklu hjá okkur í sambandi við vinstri kantinn, hann gæti vel spilað þar, þar sem við erum nú með 2 ágætis vinstri bakverði. Hef trú á að Ekotto eigi eftir að verða betri, og að Bale eigni sér vinstri kantinn ef hann kemur til liðsins.

Nafnlaus sagði...

Kaupa hann og selja Lee með fullri virðingu fyrir Lee-Taka sénsinn á honum og versla svo 1 kantara og 1 framsækinn miðjumann í sumar en hverja?????

Sicknote sagði...

Sjálfur er ég ekki á því að það eigi að hugsa um kaup á neinum stórköllum á næstunni. Ég tel okkar stærsta vandamál ekki liggja í lélegum mannskap. Okkar stærsta vandamál er að fá liðið til að vinna sem smurð vél. Við fáum aldrei stöðugleika ef við erum sífellt að koma með nýja leikmenn inn í byrjunarliðið. þegar leikmenn eru farnir að þekkja hverja hreyfingu hjá liðsfélögunum fara leikmenn einnig að sýna sínar bestu hliðar.

Í mínum huga snýst þetta um að kaupa unga leikmenn sem geta verið backup fyrir byrjunarliðið. Breiddin er ekki næg hjá okkur og það þarf að laga, og þegar ég tala um að kaupa unga efnilega leikmenn er ég ekki að tala um að eyða tugum milljóna punda í þá.