Jæja nú er komið að fyrsta leik okkar í FA bikarkeppninni. Við komum sem fyrr inn í bikarkeppnina í þriðju umferð. Andstæðingar okkar eru Cardiff frá Veils (Welsh). Já FA bikarkeppnin samanstendur af liðum frá Englandi og Veils. Við munum spila þennann leik s.s á Ninjan Park heimavelli Cardiff. Cardiff er eina liðið utan Englands sem hefur unnið þessa keppni. Áhangendur þeirra eru einhverjir þeir ófriðasömustu sem finnast á Bretlandseyjum og er ávallt mikil löggæsla í kringum bikarleikina þeirra. Fyrir sléttu ári spiluðum við í sömu keppni á móti Leichester. Eftir að hafa náð 2-0 forustu náðum við að klúðra málunum og þegar leikurinn var flautaður af höfðu Leichester náð að skora 3 mörk. Lokatölur 3-2 fyrir Leichester og þar með var ljóst að liðið hafði sett félagsmet. Aldrei fyrr höfðum við átt jafn slæmt bikarár og í fyrra. Það má eiginlega segja að þessi leikur hafi verið ákveðinn verndipunktur á síðasta ári. Næstu tveir mánuðirnir skiluðu aðeins einum sigri í hús.
Nú virðist öldin vera önnur. Við höfum nú unnið alla okkar leiki utan PL, engin jafntefli heldur bara sigrar!!! Það er algjört grundvallarmál í mínum huga að vinna þennann leik. Það bara verður að gerast. Ef við náum að vinna þennann leik skiptir framhaldið ekki jafn miklu máli í mínum huga. Aðalmálið er að ná að gera betur í þessari keppni en í fyrra. Ég veit það líka að ef leikmenn ætla sér að vinna þennan leik þá munu þeir bara gera það, jafnvel þó við séum á útivelli. Það held ég að sé borðleggjandi að leikmenn ætla sér að gera betur en í fyrra. Þess vegna er sigur eina útkoman sem ég sé að geti komið úr þessum leik.
Liðið
-----------------Robbo------------------
Stalteri----Daws-----Davenport-----Ekotto
Ghaly------Zokora---Tainio--------Steed
------------Defoe----Berbatov-----------
Ég er svona að gera ráð fyrir að Jol vilji leyfa þeim sem spiluðu hvað mest í jólatörninni að hvílast aðeins lengur. Hann hefur þá samt örugglega á bekknum ef við skyldum lenda í vanda. Ég ætla að skjóta á að Jol hafi ekki verið að refsa Zokora í Pompey leiknum fyrir framistöðuna á móti Liverpool heldur hafi hann verið að hvíla hann. Þessvegna spái ég að THUDD fái smá hvíld. Annars er þetta bara skot í myrkri. Við stöndum á tímamótum nú í meiðslamálum þar sem flestir eru að ná sér af meiðslum. Lennon, Keane, Mido, King og Jenas eru allir annaðhvort byrjaðir að æfa eða við það að byrja að æfa. Það er því spurning hvort einhverjir af þeim fái ekki smá tíma inná vellinum gegn Cardiff.
Ég spái þessu 1-3 fyrir Spurs
COYS!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég vildi að ég gæti verið eins bjartsýnn og þú á þennann leik. Get bara ekki að því gert en ég er hálfsmeykur við leikinn. Auðvitað er þetta leikur sem við eigum að vinna, ekki spurning. Eins og sýndi sig bara í dag þá getur allt gerst í bikarkeppninni, það er gömul saga og ný. Varðandi liðsuppstillinguna þína þá myndi ég setja spurningarmerki við Stalteri, Ekotto, Galy og Zokora. Ekki það að þeir komi ekki til með að spila, geri alveg eins ráð fyrir því og finnst þetta alls ekkert ósennileg liðsuppstilling hjá þér. Það er nú einu sinni þannig að í 1. deildinni þá er nú kannski oft spilað af meiri krafti en getu. Þetta eru ekki enskir leikmenn og eru nýjir hjá félaginu að undanskildum Stalteri sem kom fyrir tímabilið í fyrra. Reyndar kom Galy í janúar en spilaði ekki neitt fyrr en á þessu tímabili. Ekotto held ég að sé einfaldlega alltof lítill og léttur, svo hef ég sagt það áður og segi enn þá finnst mér hann ekki vera nægilega góður varnarmaður og rökstyð mál mitt með því að varnartröllið Y P Lee hefur haldið honum út úr liðinu. Zokora held ég að ráði illa við það að spila á móti mönnum sem eru andandi ofan í hálsmálið hjá honum allan leikinn. Galy á það til að vilja klappa boltanum svolítið mikið og vera að reyna hluti sem manni bara finnsta hann ekki ráða við, þannig að hann gæti verið étinn á morgun. Stalteri hefur sýnt það að hann getur verið nokkuð mistækur og svo er hann ekki í nærri því sama líkamlega formi og hann var á síðasta tímabili. Ég vil samt taka það fram að ég veit nákvæmlega ekki neitt um þetta Cardiff lið, nema það að þeir eru í efri hlutanum á deildinni og reikna því með því að þetta sé svona dæmigert 1. deildar lið.
Annars get ég svo sem alveg verið sammála einhverjum á spjallinu sem sagði að ef við myndum skora snemma þá gæti það létt af pressunni og sannfærandi sigur unnist. Hallast þó frekar á að þetta verði basl og barningur
Já ég er auðvitað ekki að stilla þessu svona upp vegna þess að ég held að þetta sé okkar sterkasta lið. Chimbonda og THUDD hafa verið undir gríðarlegu leikjaálagi undanfarið og því kannski spurning hvort þeir fái að vera á bekknum núna. Á meðan Lennon er ekki alveg búinn að ná sér 100% af meiðslunum held ég að Ghaly sé okkar skásti kostur hægrameginn.
Svo með Ekotto. Ég bíð alltaf eftir að hann fái sénsinn og vona þá að áróður minn um að stuðningsmenn fylgist svolítið með honum skili sér. Hann er auðvitað ekki sá besti en maður sér alveg hæfileikana hjá honum. Hann verður rosalegur á næsta tímabili. En í dag er hann allavega aðeins betri kostur en Lee. Ég á bara erfitt með að skilja af hverju Lee er á undan í goggunaröðinni.
Ég vill alltaf vera ósammála og ég er að sjálfsögðu ósammála því að það boði endilega eitthvað gott að komast snemma yfir í leiknum. Það vill nefninlega loða við okkur að í hvert sinn sem við komumst yfir dettum við til baka. Ég skil samt alveg hugsunina á bakvið það að komast yfir snemma því þá spilar þetta lið ekki 10 manna vörn heldur þarf að fara framar á völlinn og þá gefast meiri sóknarfæri fyrir okkur. Ég held að það í raun skipti sáralitlu máli hvort liðið skorar fyrst. Við munum vinna leikinn hvort sem er.
Skrifa ummæli