þriðjudagur, janúar 30, 2007

Arsenal - Tottenham (CC)

Fyrri leikur

Tottenham 2 - Arsenal 2
Berbatov, 12 - Babtista, 63
Babtista (s.m), 20 - Babtista 77

Þeir sem lásu ekki upphitunina fyrir síðasta leik er bent á að kíkja á hana hér.

Nú er komið að mikilvægasta leik okkar á tímabilinu til þessa. Í þessum leik ræðst það hvort það verður Arsenal eða Spurs sem spila til úrslita gegn Chelsea. Eftir að hafa aðeins náð jafntefli í gegn þeim á WHL í fyrri umferðinni og tapað á Emirates 3-0 fyrr í vetur er ekkert ósennilegt að stuðningsmenn Spurs séu ekkert alltof bjartsýnir. Ekki hjálpar það til að það virðist okkur með öllu ógerlegt að sigra leiki á útivelli. En ég er langt því frá svartsýnn á þennann leik. Ég er eiginlega frekar bjartsýnn á sigur í þessum leik. Nú er Babtista meiddur og gífurlega ólíklegt að hann spili þennann leik. Svo er Persie einnig meiddur þannig að ég held að Wenger fari ekki að splæsa Henry í þennann leik. Henry spilaði allann leikinn á sunnudaginn og Wenger lét hafa það eftir sér að hann væri orðinn ansi hræddur við leikjaálagið, enda er meiðslalistinn þeirra að stækka ansi ört þessa dagana. Ekki mun hann setja Hleb í liðið enda er hann meiddur. Rosicky og Adebayor spiluðu líka allann leikinn á sunnudaginn og þurfa að vera í toppstandi á laugardaginn auk þess sem styttist í að meistaradeildin fari aftur að rúlla.

Ég tel það skipta okkur gríðarlegu máli að Babtista verði ekki með. Maðurinn er náttúrulega búinn að skora 6 mörk samanlagt í síðustu tveimur leikjum í CC (reyndar 7 ef sjálfsmarkið er talið með:)).

Ég er nokkuð viss um að leikmenn leggi sig alla fram í þessum leik. Ég heyrði ansi skemmtilega setningu í útvarpinu í dag um landslið íslands í handboltanum. Þar sagði Siggi Sveins að "þegar menn eru komnir svona langt í keppninni þarf þjálfarinn ekkert að mótívera leikmenn." Það held ég að séu orð að sönnu. Ef að leikmenn okkar iða ekki í skinninu eftir leiknum þá er þetta vonlaust. Þannig að við getum alveg búist við að fá að sjá okkar leikmenn gera sitt allra besta. Þegar við spilum eins og vel og við getum tel ég að unglingarnir í Arsenal eigi ekki séns.

Liðið

---------------------Robbo------------------
Chimb.---Dawson----Gardner---Ekotto
Steed-----THUDD------Jenas------Lennon
-------------Defoe---------Mido--------------

Jæja eflaust einhverjir ekki sáttir við að sjá Gardner þarna í stað Rocha, og einhverjir ósáttir við að sjá Lennon á vinstri. Ég held einfaldlega að Gardner muni spila. Ég held Jol hugsi sem svo að Gardner veit upp á hár hvað er að gerast. Hann þekkir ríginn við Arsenal og veit hvað hann þarf að gera. Gardner er held ég líklegri til að spila með hjartanu fyrir klúbbinn. Gardner spilaði ekki síðasta leik þannig að hann ætti ekki að vera þreyttur. Ég er samt engann veginn að gefa það í skyn að Gardner sé betri leikmaður en Rocha. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvor leikmaðurinn er betri í þennann slag. En Dawson er pottþétt hinn miðvörðurinn í liðinu.

Lennon held ég að sé eiginlega bara betri á vinstri kanntinum en þeim hægri. Steed finnst mér betri á hægri en vinstri þannig að ég vona að þetta verði svona.

Ég held reyndar að Jenas muni ekki spila leikinn (set hann samt inn því ég vona það). Hann er nýkominn úr meiðslum og vann gríðarlega vel í síðasta leik. Mér finnst líklegra að Zokora verði þarna með THUDD. Ef Zok á annann leik eins og hann átti á laugardaginn verður miðjan ansi öflug með þá tvo.

Berbatov mun auðvitað spila ef hann verður fit. Ég reyndar efast um það þannig að ég set Mido þarna inn. Það er nokkuð öruggt ef að Berbatov spilar ekki að Mido spilar. Defoe mun spila þennann leik, pottþétt. Jol hvíldi hann á laugardaginn fyrir þennann leik.

Ég skal vera sáttur við að skíttapa fyrir Man U næstu helgi ef þessi leikur vinnst. Allavega vona ég að leikmenn fari nú ekkert að spara sig á morgunn. Þessi leikur er svo miklu mikilvægari en Man U leikurinn. Ég vona að menn séu ekki enn að horfa á hvernig seinnihálfleikurinn fór hjá okkur í fyrri leiknum. Ég vona frekar að menn horfi á hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn gegn þeim. Ef við náum að spila báða hálfleikina eins og þann fyrri erum við komnir áfram. Það er líka vonandi að Leikmenn Spurs séu búnir að finna tempóið eftir síðasta leik gegn Southend.

Ég spái leiknum 2-3 fyrir okkur. Arsenalmenn eiga svo eftir að vera brjálaðir vegna þess að það var klár rangstaða í einu marki okkar. þvílíkur draumur það yrði.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er náttúrulega ekkert sem gefur ástæðu til bjartsýni fyrir þennan leik. Þú verður bara að afsaka ég bara get ekki verið í einhverjum Pollyönnu leik.

Varðandi liðið og hvort Gardner sé betri en Rocha í þessum leik eða ekki, þá er hægt að líta á þetta frá öðru sjónarhorni líka. Rocha er nýkominn til liðsins og búinn að spila einn leik þar sem ekkert reyndi á hann að ráði, hann hlýtur að vera æstur í að sanna sig og sýna. Annað Gardner hefur verið orðaður frá klúbbnum og einhvernvegin þá finnst mér það ekki til þess að menn leggji sig fram fyrir liðið. Þó svo að þetta sé að mestu kjaftasögur þá er nú yfirleitt eitthvert sannleikskorn í þessu. Svo hefur hann ekki verið framalega í goggunarröðinni hjá Jol.

Með Lennon á vinstri kantinum þá er ég þér gjörsamlega ósammála um að hann sé betri þar. Hann leitar í 99% tilfella inná miðjuna, þannig að þá koma engar fyrirgjafir.

Ég held að Jenas verði með, einfaldlega vegna þess að ég held að Jol treysti honum betur heldur en Zokora. Hann er nánast alltaf í liðinu þó svo að hann eigi dapran leik í leiknum á undan.

Ég held að við eigum eftir að skíttapa þessum leik og leiknum á sunnudaginn líka. Það er einfaldlega klassamunur á þessum liðum og okkar liði. Ég myndi samt ekkert gráta það ef þú hefðir rétt fyrir þér.

Birgir sagði...

Ég ætla nú ekki að vera jafn svartsýnn og hann Ossie hérna ...
Maður er nú bara hæfilega bjartsýnn engu að síður, en þegar á botninn er hvolft þá er þetta bara fótboltaleikur, og það vita það allir sem fylgjast með fótbolta að allt getur gerst :)
Lennon á vinstri kantinn, líst vel á það... alla vega þangað til við fáum "vinstri" kantmann. Er alveg jafn hættulegur á vinstri og hann er á hægri. Annars geta hann og Steed bara róterað þessu svoldið á milli sín.
En að vinna leikinn í kvöld, og einhverjir vafasmair dómar að detta okkar megin væri alveg mergjað.. vonum alla vega það besta.
Held að Rocha komi til með að byrja leikinn með Dawson, þeir taka Alidiare og Walcott og pakka þeim saman.
Það sem kemur til með að vinna þennan leik, er það lið sem kemur til með að vinna miðjuna. Silva er kominn tilbaka hjá Gunners og spurning hvort hann spili með Fabregas á miðjunni eða hvort Fabregas verði hvíldur. Okkar miðjumenn verða að eiga rosalega góðan leik svo við komum til með að eiga sjéns í kvöld, hvort sem það er Jenas, Thudd eða Zokora.
Við komum til með að fá okkar færi, og þá er bara að nýta þau eins vel og hægt er. En á meðan við verjumst vel og ráðum miðjunni. Þá er aldrei að vita nema við laumum inn marki og vinnum leikinn.
GO SPURS ....
Spurs 4Ever

Sicknote sagði...

Ossie: Gardner trónir pottþétt á toppnum yfir þá leikmenn Spurs sem hafa verið orðaðir við flest lið. Síðustu jól voru það Charlton og City í sumar voru það Blackburn og Sheffield Wed. Ég myndi byrja að hafa áhyggjur af framtíð Gardners ef hann yrði ekki orðaður við annað lið í einhverjum leikmannaglugganum. Mér skillst að hann hafi verið sterklega orðaður við önnur lið í öllum gluggum síðustu þrjú ár. Svo eru menn að verða leiðir á slúðrinu í kringum Defoe?

En ég held bara að Gardner verði þarna frekar, ef það verður Rocha þá er það bara hið besta mál líka.

Ef Lennon er á vinstri á hann auðveldara með að skjóta. Þær fyrirgjafir sem ég sá á laugardaginn sannfærði mig um að Lennon sé ekkert mikið síðri á vinstri fætinum. Svo verður það bara að segjast að Steed er með miklu betri fyrirgjafir en Lennon á hægri kanntinum. Ég er ekki að segja að Steed sé snillingur í sendingatækni heldur er Lennon í slakari kanntinum þegar kemur að sendinum.

Ef við hefðum spilað síðasta leik fyrir viku síðan og Jenas hefði ekki verið nýbúinn að ná sér af meiðslum, hefði það verið borðleggjandi að Jenas hefði byrjað. En miðað við aðstæður er ég ekki eins viss þó að ég voni að hann byrji.

Það er ágætt að þú sést búinn að búa þig undir það versta. Þá er allt annað en "skíttap" í báðum leikjum ánægjuefni í þínum huga. Ég held að við eigum ekki eftir að skíttapa þessum leik. Ég sé að í versta falli gætum við tapað naumt, en aldrei skíttapað.

Birgir:
100% sammála þér með miðjuna. Hún á eftir að skipta öllu máli í þessum leik. Eins verður Robbo að stíga upp og spila stjörnuleik í kvöld. Svo hef ég einhverja ónotatilfinningu gagnvart Defoe þessa dagana. Ég hef það mikið á tilfinningunni að hann eigi eftir að eiga slakan leik í kvöld og vera hrikalega pirraður. En vonandi er það bara eitthvað rugl í mér.