miðvikudagur, janúar 31, 2007
Ögrandi umfjöllun á morgun.
Klukkan orðin of margt og ég á eftir að gera svo mikið í kvöld þannig að ég þarf að geyma skoðun mína á leiknum til morguns. En bara til að setja línurnar strax, þá ætla ég mér að halda áfram að vera jákvæður í mínum skrifum, jafnvel þó að hlutirnir gangi ekki upp eftir mínu höfði. Nú hugsa ég að svartsýnisseggirnir bíði spenntir eftir því að vita hvað ég sé jákvætt við leikinn :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já .... erfitt held ég að sjá eitthvað jákvætt við leikinn í dag.
Mér persónulega fannst þetta vera algert hneyksli miðað við hvað var í húfi og við hverja við vorum að spila. En það er svo einfalt að við töpuðum þessu í leiknum á WHL. Glopruðum niður 2. marka forskoti gegn Gunners ... OF DÝRT. En þetta er búið, Carling Cup ævintýrið er úti og við tekur deild, FA Cup og UEFA ... af nógu að taka.
Ætla samt að setja hérna upp smá lista hvað mér fannst jákvætt við leikinn og hvað mér fannst neikvætt.
JÁKVÆTT :
- Robinson var alveg ágætur, varði meira að segja nokkur skot.
- Fengum bara 1 mark á okkur á 90. mínútum !!! undir meðallagi.
- Mido skoraði, sem er gott fyrir hópinn og hann sjálfan.
- Lykilmenn spiluðu ekki í kvöld sem þýðir að þeir ættu að vera með full batterý í næsta leik.
- Áttum bærilegan fyrri hálfleik... hef séð það áður
- Enginn í liðinu fékk rautt spjald
- Enginn meiddist í leiknum
- Áhorfendur fengu extra fyrir peninginn sinn ... heilar 30 mín.
NEIKVÆTT :
- Liðið olli vonbrigðum, miðað við að vera að spila á móti erkifjendum okkar
- Keane sýndi það enn og aftur að við eigum að rukka hann um season ticket gjald ef þetta er málið.
- Náðum ekki að slasa neinn hjá Gunners !!! þrátt fyrir margar tæklingarnar
- Nýji leikmaður okkar, Rocha sýndi ekki svo góð tilþrif í 2. marki Gunners .. vonandi bara einsæmi.
- Hvar er andinn í liðinu, hvar er baráttan, hvar er þetta að gefa sig allan í verkefnið sem fyrir höndum er, GEFA SIG ALLAN Í ÞETTA!!
- Töpuðum þessu á heimavelli !!! aulaháttur
- Óheppni með meiðsli og veikindi lykilmanna .... King, Berbatov og Lennon eru bara leikmenn sem verða að vera með til að við getum átt von á einhverjum góðum úrslitum. Bestu leikmenn liðsins ásamt Chimbonda, og það er frekar dýrt að missa þrjá út í sama leiknum.
- Áttum arfaslakan seinni hálfleik ... alveg eins og í fyrri leiknum. Kannski ætti liðið bara að hætta að fara inn í hálfleik!!!
Það er örugglega hægt að halda endalaust áfram að velta sér upp úr þessu. En what´s the point. Við töpuðum, dottnir út úr Carling Cup og that´s it.
Þá er bara að huga að næsta leik og styðja við bakið á strákunum eins og venjulega. Hörkuleikur í beinni á sunnudag, og vonandi náum við góðum úrslitum þar. Sagði að við þyrftum góð úrslit úr annaðhvort leiknum í kvöld eða á sunnudag til að sýna að við erum ekki lið eins og t.d. Fulham ... við verðum að fara að sýna að við séum lið sem tökum hlutina alvarlega og lið sem ætlar sér stóra hluti. En það þýðir bara ekkert að eyða og eyða ... það þarf að búa til lið úr því, eitthvað sem við erum að vinna að í dag, en við höfum bara ekki endalausan tíma, því miður. Er hræddur um að ef við náum ekki að búa til "LIÐ" úr þessum mannskap fljótlega, fari leikmann að yfirgefa skipið og þá fer allt til andskotans.
Smá comment á leikmenn Spurs í kvöld.
Robinson - 7 , loksins
Chimbonda - 7 , Gerði sitt
Dawson - 6 , Er betri
Gardner - 7 , Gaf allt
Ekotto - 6 , Var í vandræðum
Ghaly - 7 , Góðir sprettir, en !!
Zokora - 6 , Í lagi framan af
Jenas - 5 , Ekki ready í þetta
Malbranque - 5 , Gerði lítið
Keane - 3 , hefði átt að borga inn
Defoe - 5 , hljóp .. og !!!
Huddlestone - 5 , kom inná
Mido - 7 , skoraði, barðist
ákvað að hafa þetta bara stutt við hvern leikmann, svo þetta comment myndi nú taka einhvern enda!!!
Sicknote: Þú átt örugglega eftir að vera mér ósammála um margt hér að ofan... sem er bara cool, þannig á það að vera og hlakkar mér til að sjá hvaða ljósu punkta þú getur séð í þessum leik :)
Defoe og Keane eru auðvitað að blæða mikið fyrir það að fá enga þjónustu í leiknum !!! BTW. þá var skallinn frá Mido þegar við skoruðum fyrsta attempt Spurs on target í leiknum ..heheh
Kveðja frá UK
Spurs 4Ever (and ever)
B.Ó.
Vá hvað þetta var virkilega slakt hjá okkar mönnum. Það er ég viss um að þú þurfir að horfa á leikinn aftur og aftur til þess að finna eitthvað jákvætt. Sá bara akkurat ekki neitt jákvætt, bara neikvætt. Ég held að þessir svokölluðu jákvæðu punktar hjá Birgi séu nú meira svona spaug. Þar fyrir utan þá finnst mér hann alltof gjafmildur í einkunnagjöf sinni á leikmönnum liðsins. Það var bara nákvæmlega ekkert að gerast í þessum leik af okkar hálfu. áhugaleysið var algjört. Hef hingað til ekki verið einn af þeim sem vilja Jol burtu en eftir þennan leik þá spyr ég sjálfan mig hvort hann virkilega ráði við þetta. Hvort hann sé rétti maðurinn. Ef ég á að segja eins og er þá er ég ekkert viss um það. Honum tekst ekki að kveikja í mönnum og rífa þá upp úr svaðinu sem við erum í þessa dagana. Haldi svo áfram sem horfi þá megum við þakka fyrir ef við náum tíunda sætinu okkar. Allavega erum við ekki að fara vinna neina dollu, það er nokkuð ljóst.
Ekki jókst bjartsýni mín eftir gærkvöldið fyrir leiknum á sunnudaginn. Ég við meina að við höfum skíttapað í gær það er ekki hægt að orða þetta neitt öðruvísi. Man utd á eftir að gera grín að okkur um helgina.
Skrifa ummæli