föstudagur, desember 22, 2006

Newcastle - Tottenham

Nú líður stutt milli leikja. Eftir að hafa fengið rétt nægann tíma til að kasta mæðinni er næsti leikur á dagskrá. Við höfum ekki riðið feitum hesti á útivöllunum í ár. Fyrsti sigurinn kom í síðasta deildarleik gegn City. Það var þó langt því frá að vera öruggur sigur. Newcastle er á góðu róli nú eftir afleita byrjun á tímabilinu. Þeir töpuðu naumlega fyrir Chelsea í bikarnum í vikunni, á meðan við rétt mörðum Southend á heimavelli. Allar líkur eru á því að Lennon verði ekki með á morgunn. Það væri því mikil bjartsýni fólgin í að spá léttum leik fyrir okkar menn.

Hinsvegar erum við á ansi góðu róli þessa dagana. Við erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni og unnið síðustu þrjá deildarleiki og sitjum í 7. sætinu. Með sigri á morgun gætum við hugsanlega lyft okkur í fjórða sætið. Það má búast við að menn verði fljótir að þreytast í þessum leik enda leikjaálagið búið að vera mikið. Við getum hinsvegar snúið því svolítið í okkar hag. Newcastle er nú það lið í PL sem á við mestu meiðslavandræðin að stríða. Það eru 10 leikmenn á meiðslalistanum hjá þeim. Þetta þýðir að þeir geta ekki leyft sér að hvíla menn eins mikið og ella. Þeir menn sem eru á meiðslalista hjá þeim eru:
C N’Zogbia
T Bramble
S Harper
D Duff
C Moore
O Bernard
T Krul
S Carr
S Ameobi
M Owen

Hjá okkur er enn sama sagan Keane, Jenas og Lennon meiddir. Gahly er að öllum líkindum orðinn heill aftur og Zokora snýr aftur úr banninu. Það er vonandi að síðasti útileikur hafi losað um ákveðna sálfræðihindrun. Leikmenn trúa því nú að þeir geti unnið á útivelli og sjálfstraustið er vonandi meira nú. Þessi leikur gæti í raun endað hvernig sem er. Ég hef þó enga trú á að annað liðið hafi einhverja yfirburði á vellinum. Jafntefli væri ásættanlegt en ég vill sigur.

Liðið

------------------Robbo-----------
Chimb.---Daws------King---Lee
Gahly----Zokora-----Thudd----Steed
-----------Defoe-------Berbatov------

Þetta lið er bara skot í myrkri. Jol þarf að feta þunna línu þess að stilla upp sterkum hóp og passa að leikmenn séu ekki að yfirkeyra sig. Thudd og Defoe eiga að sjálfsögðu hvíldina skilið og því ekkert vitlaust að hvíla þá. En restin held ég að sé rétt hjá mér.
Dómari leiksins verður Alan Wiley.
Coys!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jú vissulega hefur verið stíft prógram að undanförnu en er ekki hægt að segja nokkurn vegin nákvæmlega það sama um Newcastle. Það eina sem er öðruvísi hjá þeim frá okkur er að þeir hvíldu í síðustu umferð uefa keppninnar en ekki við að því er mig minnir. Að öðru leyti held ég örugglega að þetta sé alveg eins, þar fyrir utan þá hefur meiðslalisti þeirra verið helmingi lengri en okkar. Svo ef einhverjir ættu að þreytast fljótlega þá væri það frekar leikmenn Newcastle að mínu mati. Samt vona ég að þetta verði eins og þú ert að tala um í sambandi við sjálfstraustið og sálfræðina að það hafi aðeins lagast við sigurinn í síðasta leik. Varðandi það að hvíla Hudd. þá er þetta bara 19 ára unglingur, ungur og graður, ætti að hafa næga orku. Að sjálfsögðu vonast ég eftir sigri þó svo að okkur hafi gengið svona upp og ofan með Newcastle í gegn um tíðina, það er ekki langt síðan við töpuðum 7-0 eða 7-1 þarna uppfrá. Ég vil bara sjá okkar sterkasta lið og allra helst vinna leikinn, þrátt fyrir að það sé erfið törn framundan og erfiður heimaleikur á móti Aston Villa. Það er nú bara einfaldlega þannig að allir leikir okkar eru erfiðir leikir, og gildir þá einu hvort þeri séu heima eða heiman, þó svo að útileikirnir hafi verið sínu erfiðari á þessu tímabili

Sicknote sagði...

Jú eins og ég segji í upphitunni er Newcastle líklega verra statt hvað leikjaálag varðar vegna meiðslalistans. Þeir stilltu upp nokkurnveginn sínu sterkasta liði í bikarnum á móti Chelsea þar sem þeir lögðu 100000% í leikinn. Þeir hafa því það val að hvíla nokkra af sínum bestu mönnum eða senda þá örþreytta inn.

Það sem ég á við með þreytu hjá THUDD og Defoe er held ég ekki það sem þú átt við. Við verðum að passa upp á álagsmeiðsli. Vöðvarnir verða stífir í svona hörkukeyrslu og því eru tognanir mjög algengar hjá mönnum undir miklu leikjaálagi. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ástæða þess að Jenas er ekki heill í dag. Þess vegna er mikilvægt að Jol taki engar óþarfa áhættur með leikmenn. Jafnvel þó hann þurfi að hafa hópinn sterkann.

Ég óttast mjög að ef Jol róterar ekki hópnum mikið núna í jólatörninni verðum við með ansi langann meiðslalista í janúar. Ég treysti mér því ekki til að gagnrýna val hans á liðinu á meðan svo stutt líður milli leikja.