Já fréttir voru að berast af því að Keane gæti verið meiddur í allt að mánuð. Mido á viku eftir af sínum meiðslum. Þetta þýðir að Berbatov og Defoe eru valmöguleiki nr.1. En desember er einmitt sá tími sem felstir leikir eru spilaðir. Það þýðir að Jol verður að rótera framherjunum á einhverjum tímapunkti til að hætta ekki á álagsmeiðsli. Ég fór að minnast á það strax í byrjun okt. að Jol væri að gera uppskrift af álagsmeiðslum Jenas. Það gæti verið að ég hafi haft eitthvað fyrir mér í þeim staðhæfingum þar sem Jenas sem var held ég bara aldrei meiddur í fyrra (man það þó ekki) er nú aftur meiddur eftir að vera nýstiginn upp úr meiðslum. Berbatov er nú í hættu enda hefur hann spilað mjög marga leiki án hvíldar. En nóg um það. Það sem mér finnst lán í óláni við meiðsli Keane er að Jol gæti hugsanlega einhverntíma á þeim tíma látið Mido og Berbatov spila saman til að hvíla Defoe. Þó Berbatov sé skilgreindur sem "stór framherji" spilar hann ekki endilega sem slíkur. Mér finnst eiginlega vanta þriðju skilgreininguna sem hefur ekkert með hæðina að gera. Leikmenn eins og Nistelrooy, Sheva og Berbatov eru ekki "stórir framherjar" Þeir eru ekki þekktir fyrir að vinna öll skallaeinvígi sem þeir fara í eða vera mjög líkamlega sterkir eins og "stór framherji" er. Þessir menn geta spilað með bæði litlum og stórum framherja að mínu viti. Mér finnst það ekkert vitlausari hugmynd að hafa Mido til að taka á móti háu boltunum og fleita honum á Berbatov. Mido og Berbatov eru mjög ólíkir leikmenn, rétt eins og Berbatov og Defoe.
Ég er samt ekkert að segja að þetta sé besta framherjaparið eða eitthvað svoleiðis. Mér finndist bara spennandi að sjá hvernig sú samvinna myndi ganga upp. Mér finnst allavega ekki hægt að útiloka þessa samvinnu. Það kæmi mér samt ekkert á óvart þó ég fengi ekki að sjá þessa samvinnu Mido og Berbatov. Mér finndist jafnvel líklegra að Barnard fengi frekar séns með öðrum hvorum þeirra en að þeir fengju að spila saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er hjartanlega sammála með Berbatov og Mido. Ég vona að þeir spili saman. Hvorugur þeirra er dæmigerður stór framherji. Þeir eru báðir mjög snjallir og fjölhæfir. Ég þori varla að nefna það en mér finnst Defoe stundum fara skelfilega illa með færin sín. En það má þó ekki gleyma því að hann býr stundum til færi úr engu og skorar úr þeim. Það sem honum vantar og er því miður oft áberandi er hæfileikinn til að leggja upp fyrir aðra. Staðsetningar hjá honum eru líka oft hæpnar. Ég ætla að taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti Defoe og ég vil ekki að hann verði seldur. En hann er talsvert einhæfari leikmaður en Berbatov og Mido og það væri frábært ef þeir fengu tækifæri.
Skrifa ummæli