Manchester City gegn Spurs
Sunnudagur kl 15:00
Já nú er komið að útileik eftir þrjá heimaleiki í röð. Venju samkvæmt höfum við spilað glymrandi bolta á heimavellinum og unnið þessa þrjá leiki samanlagt 10-3. Þó svo að við séum glaðir og stoltir Tottenhamaðdáendur í dag berum við þó ennþá þá skömm að hafa enn ekki unnið útileik. Við höfum reyndar aðeins náð 3 stigum af 24 mögulegum á útivelli þetta tímabilið. Það er mönnum enn í fersku minni niðurlægingin sem við urðum fyrir í síðasta útileik gegn Arsenal. Leikmenn sýndu yðrun með því að berjast vel í leiknum gegn Boro og vinna stórt gegn Charlton og nú síðast lögðu þeir Dinamo í Uefa. Við höfum því spilað á fullu tempói í 3 leiki á 9 dögum. Það væri því ekkert óeðlilegt að leikmenn væru farnir að þreytast svolítið. Svo við höldum nú áfram á neikvæðu nótunum hafa City enn ekki tapað heimaleik á leiktíðinni. Einhverjir kunna svo að telja það ógæfu að dómari leiksins sé Rob Styles. Það er því kannski engin ástæða til þess að menn geti bókað sigurinn. Ég ráðlegg mönnum að vanmeta ekki City og hugsa ekki sem svo að þetta verður auðvelt.
Nú verða kaflaskil á upphitunninni og ég segi ykkur nú af hverju við munum vinna leikinn. Við höfum aðeins einusinni í 9 leikjum í úrvalsdeild tapað á heimavelli City. Við höfum hinsvegar unnið 6 af 9 leikjum á heimavelli City. Það er alltaf möguleiki að leikmenn séu þreyttir. Það er líka möguleiki á því að leikmenn séu uppveðraðir vegna síðustu leikja og sjálfstraustið sé orðið öllu öðru yfirsterkara. Leikmenn hljóta líka að vera staðráðnir í að bæta upp fyrir síðasta útileik okkar. Leikmenn hljóta líka að vilja gefa Jol þá gjöf að geta fagnað hundruðasta leiknum með félagið með að sigra fyrsta útileik tímabilsins. Það er ansi fúlt að þurfa að fagna hundruðastaleiknum eftir leik með tap á bakinu. Þess vegna held ég að leikmenn muni leggja sig 100% fram til að tryggja sigur í þessum leik.
Liðið
-------------Robbo-----------
Chimb.---Daws----King---Ekotto
Lennon---THUDD---Ghaly--Steed
---------Defoe---Berbatov----
Þetta er sami hópurinn og á móti Dinamo nema að Zokora er í banni og ég held að Steed komi inn í staðinn. Allir áttu góðann dag á fimmtudaginn og allir eiga skilið að halda sæti sínu. Það gæti auðvitað verið að Jol myndi vilja hvíla einhverja leikmenn en ég held að hann bíði með það þangað til í leiknum gegn Southend. Annað hef ég ekki um liðið að segja.
Ég ætla bara að sætta mig við sigur á morgunn. Ég trúi ekki öðru en að það takist. Coys!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Tölfræðin á undanförnum árum er okkur mjög svo í hag !! en aftur á móti er tölfræði liðanna á þessu tímabili okkur mjög svo í óhag. Árangur Man City á heimavelli er
4-4-0 og hafa skorað 7 og fengið á sig 1 . Tottenham á útivelli er 0-3-5 og hafa skoraði 3 og fengið á sig 14 !!! ekki beisinn árangur það. Í besta falli samkvæmt þessu gerum við 0-0 jafntefli ... við skorum svo til ekkert á útivelli ( so far ) og City er ekki að fá á sig nein mörk á heimavelli.
En auðvitað eins og sannur Spursmaður vonar maður eftir sigri ... fyrsta útisigrinum í deildinni, en einhvern veginn grunar mig að við þurfum að bíða eitthvað lengur eftir því !!.
Skrifa ummæli